Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 48
320
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
á gjörgæsludeikl vegna versnandi einkenna.
Tölvusneiðmynd sýndi loft í briskirtli og að-
lægum vef. Astand versnaði enn og var orðið
alvarlegt sólarhring eftir innlögn og sjúklingur
því tekinn til aðgerðar. I aðgerð fannst blóðlit-
aður vökvi í kviðarholi, blæðing aftan lífhimnu
og bólginn briskirtill. Lagðir voru kerar. E. coli
ræktaðist úr sýnum frá briskirtli. Eftir sjö vikna
öfluga gjörgæslumeðferð útskrifaðist sjúkling-
urinn og var kominn til vinnu sinnar sex mán-
uðum frá greiningu.
Umræða: Brisþembubólga er alvarlegt
ástand og geta ástæður verið sýking af völdum
Gram neikvæðra sýkla eða fistils milli briss og
þarma. Einu tilfelli hefur verið lýst í tengslum
við opna papilla Vateri. Þetta tilfelli er sérstakt
vegna þess hve sjúkdómsgangur var stuttur og
bráður.
E-25. Bráð briskirtilsbólga á Landspítal-
anum. Kynning á framskyggnri rann-
sókn
Helgi Birgisson', Púll Helgi Möller', Sigur-
björn Birgisson2, Sigurður V. Sigurjónsson3,
Kristján Skúli Asgeirsson', Einar Oddsson2,
Jónas Magnússon'
Frá 'handlœkninga-, 'lyflœkninga- og 'mynd-
greiningardeild Landspítalans
Tilgangur: Að meta nýgengi, dánartíðni, or-
sakavalda og stigun sjúklinga sem greinast
með bráða briskirtiIsbólgu á Landspítalanum á
eins árs tímabili. Kynntar eru niðurstöður
fyrsta þriðjungs rannsóknartímabilsins.
Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem
greindust með bráða briskirtilsbólgu á Land-
spítalanum á tímabilinu 1. október 1998 til 31.
janúar 1999. Við komu var tekin saga með til-
liti til orsaka, blóðprufur, tölvusneiðmynd og
ómun af lifur, gallvegum og brisi. Stigun var
gerð á alvarleika briskirtilsbólgunnar að hætti
Ranson, Imrie og APACHE 11. Balthazar-Ran-
son stigunarkerfið var notuð við úrlestur tölvu-
sneiðmynda.
Niðurstöður: Sautján sjúklingar (10 karlar),
miðgildi 53 (21-85) ár, greindust með bráða
briskirtilsbólgu. Tveir lögðust þrisvar inn á
tímabilinu með endurtekna briskirtilsbólgu.
Orsakir reyndust gallsteinar hjá átta (47%),
áfengisneysla hjá fimm (29%), lyf hjá tveimur,
klofið bris hjá einum og gallvegaæxli hjá ein-
um. Sjö höfðu áður fengið briskirtilsbólgu.
Miðgildi amýlasa við innlögn var 1.224 (148-
16.515) U/Len lípasa 3.404 (438-38.080) U/L.
Miðgildi stigunar var 2,0 (0-6) að hætti Ran-
son, 1,5 (0-5) að hætti Imrie og 5,5 (0-15) að
hætti APACHE II. Briskirtilsbólga sást á tölvu-
sneiðmynd hjá níu einstaklingum og var mið-
gildi Balthazar-Ranson 1 (0-6). Enginn fékk
lífshættulega briskirtilsbólgu.
Alyktanir: Niðurstöður okkar eru í samræmi
við erlendar rannsóknir á orsökum bráðrar bris-
kirtilsbólgu. I samanburði við afturvirka rann-
sókn á bráðri briskirtilsbólgu á íslandi eru mun
færri með ógreindar orsakir, sem skýrist líklega
af því að um framskyggna rannsókn er að ræða
með ýtarlegri gagnasöfnun. Stigun á alvarleika
briskirtilsbólgunnar sýndi að flestir höfðu
væga briskirtilsbólgu. Tíðni bráðrar briskirtils-
bólgu á Islandi verður ekki metin á þessu stigi
rannsóknarinnar.
E-26. Botnlanginn. Þvagrás til vara
Eiríkur Jónsson
Frá þvagfceraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur
Inngangur: Lýst er hvernig nota megi botn-
langann við lausn þvagfæravandamála.
Efniviður og aðferðir: Botnlanginn hefur
verið notaður sem þvagrás á milli blöðru og
kviðveggjar hjá þremur einstaklingum. Hann
er frátengdur frá ristli, æðastilknum hlíft og
báðir endar opnir. Blöðruendinn er settur í sem
einstefnuloki (anti-refluxing valve) en húðend-
inn klofinn (spatulated).
Niðurstöður: Botnlanginn hefur verið not-
aður eftir alvarlegan þvagrásaráverka hjá 10
ára dreng og hjá tveimur miðaldra mönnum
vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og þvag-
blöðru. Þrengsli í opi (stomal stenosis) mynd-
aðist hjá einum sem var lagfært án vandkvæða.
Alyktanir: Það líffæri sem flest hefur verið
talið til foráttu gegnir hlutverki við endursköp-
un þvagfæra.
E-27. Síðbúin greining á þindarrifu eftir
fjóláverka
Páll Hallgrímsson', Helena Sveinsdóttir', Sig-
urgeir Kjartansson', Þórarinn Guðmundsson',
Bjarni Torfason2
Frá ' skurðdeild Sjúkraluiss Reykjavíkur,
'hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans
Lýst er tilfelli þar sem ung stúlka lenti í um-
ferðarslysi og reyndist hafa fjöláverka. Hún
lenti undir bíl sem hvolfdi og var send með
þyrlu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavfkur.
Blóðþrýstingur var óstöðugur við komu en