Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 58
330 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 einn farþegi hafa haldist í sæti sínu. Sautján köstuðust út úr hópferðabifreiðinni og tveir lét- ust þegar þeir urðu undir bifreiðinni. Bændur komu fyrstir á vettvang. Kallað var út fjöl- mennt björgunarlið og kornu læknar og lijúkr- unarfræðingar frá tveimur næstu heilsugæslu- stöðvum. Aðstæður á slysstað voru erfiðar. Hinum slösuðu varð fljótt kalt. Tuttugu af hin- um minna slösuðu voru fluttir af bændum á nærliggjandi bóndabæi. A um einni klukku- stund var veitingaskála í um 8 km fjarlægð breytt í greiningar- og sjúkraskýli og voru 20 sjúklingar fluttir þangað. Einn hinna slösuðu reyndist mun meira slasaður en álitið var í fyrstu. Sextán sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús, af þeim voru níu fluttir með björg- unarþyrlum. Alyktanir: Þegar hópslys verður í jafn mikl- um kulda, slyddu og roki og átti sér stað í Hrúta- firði er það forgangsverkefni að koma hinum slösuðu sem allra fyrst í skjól og hita til þess að kuldinn auki ekki á áverka hinna slösuðu. Einn- ig til að auðvelda greiningu og fyrstu meðferð. Björgunin, greining og meðferð gekk í heildina vel fyrir sig þrátt fyrir erfiðar aðstæður. S-l. Mat á verkjastillingu svæðisbundinn- ar þriggja lyfja utanbastsverkjameðferð- ar á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerðir á handlæknadeildum Landspítalans Oddur Fjalldal, Gísli Vigfússon, Jón Sigurðs- son, Þorsteinn Sv. Stefánsson Frá svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Góð verkjameðferð eftir að- gerðir eykur andlega og líkamlega vellíðan sjúklinga, minnkar hættu á lungna- og hjarta- fylgikvillum, styttir sjúkrahúslegu og lækkar heilbrigðiskostnað. A síðustu þremur árum hefur svæðisbundinni þriggja lyfja utanbasts- meðferð (búpívakaín 0,1 mg/ml, fentanýl 2 pg/ml, adrenalín 2 pg/ml) verið beitt til verkja- stillingar við stærri aðgerðir á handlækninga- deildurri Landspítalans og árangur verkjastill- ingar metinn. Efniviður og aðferðir: Kannaður var árang- ur meðferðar hjá 1.033 sjúklingum. Arangur verkjameðferðar var skráður nákvæmlega á eftirlitsblað á fjögurra klukkustunda fresti. Við matið var notast við kvarða (Visual Analog Scale) 1-10, þar sem VAS <3 taldist ásættanleg verkjastilling. Verkir voru metnir í hvíld og við hreyfingu á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerð. Ef verkjamat var einu sinni eða oftar >3 var það talin ófullkomin verkjastilling. Verkjastill- ing (fullnægjandi verkjastillingu VAS <3 og ófullnægjandi verkjastillingu VAS >3) var met- in með tilliti til staðsetningar utanbastsleggjar, aðgerðarforms, þarfar á bólgueyðandi verkja- lyfjum og verkjalyfjaþörfinni við mismunandi aðgerðarform. Niðurstöður: I hvíld voru á fyrsta degi 5,7% og á öðrum degi 2,3% ófullnægjanlega verkja- stilltir og við hreyfingu jókst þetta hlutfall í 19,5% á fyrsta degi og 11,1% á öðrurn degi. Þar af höfðu slæma verki (VAS >7) 1,4% á móti 0,6% á fyrsta og öðrum degi. Hlutfallið var hærra við kviðar- og brjóstholsaðgerðir en aðrar aðgerðir. Greinileg fylgni var á notkun bólgueyðandi verkjalyfja og verkjadreypiþarf- ar hjá sjúklingunt með VAS <3 á móti VAS >3. Þegar litið var á staðsetningu leggjar og VAS >3 var greinileg fylgni við ranglega staðsettan legg og verkjastillingar við brjósthols-, æða- og þvagfæraaðgerðir. Alyktanir: Þrátt fyrir tiltölulega hátt hlutfall meðalslæmra verkja (VAS >3 og <7) við hreyf- ingu á fyrsta degi var oft aðeins um eitt skipti að ræða þar sem VAS var >3. Um 90% sjúk- linga voru vel verkjastilltir á öðrum degi við hreyfingu og einungis þurfti að hætta meðferð vegna ófullkominnar meðferðar í 3,6% tilfella. Svæðisbundin þriggja lyfja utanbastsmeð- ferð veitir góða verkjastillingu hjá 90% sjúk- linga eftir aðgerðir. I flestum þeim tilfellum þar sem verkjastilling er ekki nægileg má bæta hana með gjöf bólgueyðandi verkjalyfja eða ópíata lyfja. S-2. Þriggja lyfja utanbastsverkjameð- ferð og ógleðitíðni síðustu þriggja ára við stærri aðgerðir á handlæknadeildum Landspítalans Katrín María Þormar, Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Sv. Stef- ánsson Frá svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Ogleði og uppköst eru algeng vandamál eftir aðgerðir. Fyrir utan að valda vanlíðan, geta einkennin valdið truflun á salt- búskap, hindrað eðlilega næringarinntöku og valdið skaða á aðgerðarsvæði. Þekkt er að áhættan eykst við ákveðnar aðgerðir og svæf- ingar, notkun ópíat verkjalyfja og er hærri hjá konum en körlum. Minnka má ógleðihættu með réttu vali lyfja til gjafa í utan-/innanbasts- rými, vali á verkjalyfjum eftir aðgerð og notk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.