Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 58
330
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
einn farþegi hafa haldist í sæti sínu. Sautján
köstuðust út úr hópferðabifreiðinni og tveir lét-
ust þegar þeir urðu undir bifreiðinni. Bændur
komu fyrstir á vettvang. Kallað var út fjöl-
mennt björgunarlið og kornu læknar og lijúkr-
unarfræðingar frá tveimur næstu heilsugæslu-
stöðvum. Aðstæður á slysstað voru erfiðar.
Hinum slösuðu varð fljótt kalt. Tuttugu af hin-
um minna slösuðu voru fluttir af bændum á
nærliggjandi bóndabæi. A um einni klukku-
stund var veitingaskála í um 8 km fjarlægð
breytt í greiningar- og sjúkraskýli og voru 20
sjúklingar fluttir þangað. Einn hinna slösuðu
reyndist mun meira slasaður en álitið var í
fyrstu. Sextán sjúklingar voru lagðir inn á
sjúkrahús, af þeim voru níu fluttir með björg-
unarþyrlum.
Alyktanir: Þegar hópslys verður í jafn mikl-
um kulda, slyddu og roki og átti sér stað í Hrúta-
firði er það forgangsverkefni að koma hinum
slösuðu sem allra fyrst í skjól og hita til þess að
kuldinn auki ekki á áverka hinna slösuðu. Einn-
ig til að auðvelda greiningu og fyrstu meðferð.
Björgunin, greining og meðferð gekk í heildina
vel fyrir sig þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
S-l. Mat á verkjastillingu svæðisbundinn-
ar þriggja lyfja utanbastsverkjameðferð-
ar á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerðir á
handlæknadeildum Landspítalans
Oddur Fjalldal, Gísli Vigfússon, Jón Sigurðs-
son, Þorsteinn Sv. Stefánsson
Frá svœfingadeild Landspítalans
Inngangur: Góð verkjameðferð eftir að-
gerðir eykur andlega og líkamlega vellíðan
sjúklinga, minnkar hættu á lungna- og hjarta-
fylgikvillum, styttir sjúkrahúslegu og lækkar
heilbrigðiskostnað. A síðustu þremur árum
hefur svæðisbundinni þriggja lyfja utanbasts-
meðferð (búpívakaín 0,1 mg/ml, fentanýl 2
pg/ml, adrenalín 2 pg/ml) verið beitt til verkja-
stillingar við stærri aðgerðir á handlækninga-
deildurri Landspítalans og árangur verkjastill-
ingar metinn.
Efniviður og aðferðir: Kannaður var árang-
ur meðferðar hjá 1.033 sjúklingum. Arangur
verkjameðferðar var skráður nákvæmlega á
eftirlitsblað á fjögurra klukkustunda fresti. Við
matið var notast við kvarða (Visual Analog
Scale) 1-10, þar sem VAS <3 taldist ásættanleg
verkjastilling. Verkir voru metnir í hvíld og við
hreyfingu á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerð.
Ef verkjamat var einu sinni eða oftar >3 var
það talin ófullkomin verkjastilling. Verkjastill-
ing (fullnægjandi verkjastillingu VAS <3 og
ófullnægjandi verkjastillingu VAS >3) var met-
in með tilliti til staðsetningar utanbastsleggjar,
aðgerðarforms, þarfar á bólgueyðandi verkja-
lyfjum og verkjalyfjaþörfinni við mismunandi
aðgerðarform.
Niðurstöður: I hvíld voru á fyrsta degi 5,7%
og á öðrum degi 2,3% ófullnægjanlega verkja-
stilltir og við hreyfingu jókst þetta hlutfall í
19,5% á fyrsta degi og 11,1% á öðrurn degi.
Þar af höfðu slæma verki (VAS >7) 1,4% á
móti 0,6% á fyrsta og öðrum degi. Hlutfallið
var hærra við kviðar- og brjóstholsaðgerðir en
aðrar aðgerðir. Greinileg fylgni var á notkun
bólgueyðandi verkjalyfja og verkjadreypiþarf-
ar hjá sjúklingunt með VAS <3 á móti VAS >3.
Þegar litið var á staðsetningu leggjar og VAS
>3 var greinileg fylgni við ranglega staðsettan
legg og verkjastillingar við brjósthols-, æða-
og þvagfæraaðgerðir.
Alyktanir: Þrátt fyrir tiltölulega hátt hlutfall
meðalslæmra verkja (VAS >3 og <7) við hreyf-
ingu á fyrsta degi var oft aðeins um eitt skipti
að ræða þar sem VAS var >3. Um 90% sjúk-
linga voru vel verkjastilltir á öðrum degi við
hreyfingu og einungis þurfti að hætta meðferð
vegna ófullkominnar meðferðar í 3,6% tilfella.
Svæðisbundin þriggja lyfja utanbastsmeð-
ferð veitir góða verkjastillingu hjá 90% sjúk-
linga eftir aðgerðir. I flestum þeim tilfellum þar
sem verkjastilling er ekki nægileg má bæta
hana með gjöf bólgueyðandi verkjalyfja eða
ópíata lyfja.
S-2. Þriggja lyfja utanbastsverkjameð-
ferð og ógleðitíðni síðustu þriggja ára við
stærri aðgerðir á handlæknadeildum
Landspítalans
Katrín María Þormar, Gísli Vigfússon, Oddur
Fjalldal, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Sv. Stef-
ánsson
Frá svœfingadeild Landspítalans
Inngangur: Ogleði og uppköst eru algeng
vandamál eftir aðgerðir. Fyrir utan að valda
vanlíðan, geta einkennin valdið truflun á salt-
búskap, hindrað eðlilega næringarinntöku og
valdið skaða á aðgerðarsvæði. Þekkt er að
áhættan eykst við ákveðnar aðgerðir og svæf-
ingar, notkun ópíat verkjalyfja og er hærri hjá
konum en körlum. Minnka má ógleðihættu
með réttu vali lyfja til gjafa í utan-/innanbasts-
rými, vali á verkjalyfjum eftir aðgerð og notk-