Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 325 vöxtur bundinn grindarholi (T3No-xMo-x); D= meinvarpasjúkdómur (T4No-xMo-x, Tx-4, Nl-3 og/eða Ml-3). Eins og við var að búast farnaðist sjúkling- um með huldumein vel en þeir sem höfðu meinvörp við greiningu illa. Kaplan-Meyer sjúkdómssértæk lifun (cause specific survival) fyrir sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (B) var 88%, 73% og 68% eftir fimm, 10 og 15 ár. Alyktanir: Krabbamein í blöðruhálskirtli er alvarlegur sjúkdómur hjá íslenskum körlum, en hefur breytilegan gang eftir greiningastigi. Tæplega helmingur íslenskra karla (44%) sem greindust með sjúkdóminn hafa látist úr honum á eftirlitstímanum. Fjórðungur þeirra sem virt- ust hafa sjúkdóm á læknanlegu stigi (A+B) lét- ust úr honum. Einnig verður gerð grein fyrir hversu hversu mörg lífár töpuðust hjá þessum mönnum (loss of life expectancy). E-35. Tvö óvenjuleg sjúkratilfelli af þvag- færaskurðdeild Gunnar Ragnarsson', Rósa Aðalsteinsdóttir', Eiríkur Jónsson2, Tryggvi B. Stefánsson2, Þór- arinn Guðmundsson2, Asgeir Theodórs3 Frá ‘þvagfœraskurðdeild, 2skurðlœkningadeild og 3lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Kirtilkrabbamein í þvagrás (adenocarcinoma urethra) er afar sjaldgæfur sjúkdómur og ein- ungis á annan tug verið lýst á þessari öld. Ungur karlmaður greindist nýverið og fram- kvæmt var brottnám þvagrásar, blöðruhálskirt- ils og þvagblöðru með gerð nýblöðru úr hægri hluta ristils. Þremur mánuðum eftir aðgerð er sjúklingur án sjúkdómsmerkja og framkvæmir hreina sjálftæmingu á nýblöðru fjórum sinnum á dag. Fistill á milli blöðruhálskirtils og endaþarms er sjaldgæfur fylgikvilli geislameðferðar á blöðruhálskirtli. Lýst er tilfelli miðaldra manns með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli sem fór í millivefjageislameðferð erlendis fyrir þremur árum. Tveimur árum síðar opnaðist fistill á milli endaþarms og blöðruhálskirtils sem ekki greri þátt fyrir saur- og þvagveitu og súrefnismeðferð. Gert var brottnám blöðru- hálskirtils, blöðruhálsi lokað og botnlangi tengdur á milli blöðru og nafla. Tveimur mánuðum eftir aðgerð framkvæmir sjúklingur hreina blöðrutæmingu um botnlang- ann en hefur enn dausgamarraufun (ileostomia). E-36. Meðferð nýrnasteina yfir 30 mm í steinbrjótnum Mjölni á Landspítalanum Andri Konráðsson', Egill A. Jacobsen', Guð- jón Haraldsson', Guðmundur Vikar Einars- son', Olafur Eyjólfsson2 Frá 'þvagfæraskurðdeild og 2röntgendeild Landspítalans Inngangur: Steinbrjóturinn Mjölnir hefur verið starfræktur við Landspítalann frá 1993 og hafa verið veittar yfir 1.400 meðferðir með honum. I þessari rannsókn eru teknir fyrir þeir sjúklingar sem hafa fengið meðferð í stein- brjótnum vegna steina sem eru yfir 30 mm að stærð, en steinar af þeirri stærð eru óvíða með- höndlaðir á þennan hátt. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir gögn allra sem höfðu fengið meðferð í Mjölni vegna steina yfir 30 mm og steinarnir mældir á rönt- genmyndum fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður: Frá upphafi meðferðar 9. sept- ember 1993 til 1. mars 1999 kom 21 sjúklingur til steinbrots í Mjölni vegna steina af ofan- nefndri stærð, 14 konur og sjö karlar, og var í allflestum tilfellum um afsteypusteina að ræða. Meðalaldur sjúklinga var 57 ár (30-82). Hver sjúklingur fékk 1-10 meðferðir í steinbrjótnum (meðaltal 5,2). I um helmingi tilfella voru með- höndluð nýru steinafrí á röntgenmynd í lok meðferðar og hjá flestum hinna minnkuðu steinar verulega. Fjórir sjúklingar þurftu að fara í þvagálsspeglun til að losa smásteina. Einn fekk margúl umhverfis nýra eftir meðferð. Alyktanir: Fleiri konur en karlar koma til meðferðar vegna stórra nýmasteina og endur- speglar það hærri tíðni nýrnasýkinga hjá þeim fyrrnefndu. Steinbrot með Mjölni er góð með- ferð við stórum nýrnasteinum en oft þarf marg- ar meðferðir til að brjóta þá. E-37. Síðbúin meinvörp nýrnakrabba- meins. Sjúkratilfelli Helena Sveinsdóttir, Sigurgeir Kjartansson, Gunnar H. Gunnlaugsson Frá skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Tilfelli lýst þar sem 66 gamall karlmaður greinist með krabbamein í nýra (tærfrumu- krabbamein) og var nýrað fjarlægt. Ekki voru merki um frekari útbreiðslu þá. Fimm árum síðar greindist stór hnútur í lifur sem reyndist vera meinvarp. Sá hnútur var vaxinn inn í neðri holæð og var því hægri lifrarlappi fjarlægður ásamt bút úr holæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.