Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
325
vöxtur bundinn grindarholi (T3No-xMo-x); D=
meinvarpasjúkdómur (T4No-xMo-x, Tx-4,
Nl-3 og/eða Ml-3).
Eins og við var að búast farnaðist sjúkling-
um með huldumein vel en þeir sem höfðu
meinvörp við greiningu illa. Kaplan-Meyer
sjúkdómssértæk lifun (cause specific survival)
fyrir sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (B)
var 88%, 73% og 68% eftir fimm, 10 og 15 ár.
Alyktanir: Krabbamein í blöðruhálskirtli er
alvarlegur sjúkdómur hjá íslenskum körlum, en
hefur breytilegan gang eftir greiningastigi.
Tæplega helmingur íslenskra karla (44%) sem
greindust með sjúkdóminn hafa látist úr honum
á eftirlitstímanum. Fjórðungur þeirra sem virt-
ust hafa sjúkdóm á læknanlegu stigi (A+B) lét-
ust úr honum. Einnig verður gerð grein fyrir
hversu hversu mörg lífár töpuðust hjá þessum
mönnum (loss of life expectancy).
E-35. Tvö óvenjuleg sjúkratilfelli af þvag-
færaskurðdeild
Gunnar Ragnarsson', Rósa Aðalsteinsdóttir',
Eiríkur Jónsson2, Tryggvi B. Stefánsson2, Þór-
arinn Guðmundsson2, Asgeir Theodórs3
Frá ‘þvagfœraskurðdeild, 2skurðlœkningadeild
og 3lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Kirtilkrabbamein í þvagrás (adenocarcinoma
urethra) er afar sjaldgæfur sjúkdómur og ein-
ungis á annan tug verið lýst á þessari öld.
Ungur karlmaður greindist nýverið og fram-
kvæmt var brottnám þvagrásar, blöðruhálskirt-
ils og þvagblöðru með gerð nýblöðru úr hægri
hluta ristils. Þremur mánuðum eftir aðgerð er
sjúklingur án sjúkdómsmerkja og framkvæmir
hreina sjálftæmingu á nýblöðru fjórum sinnum
á dag.
Fistill á milli blöðruhálskirtils og endaþarms
er sjaldgæfur fylgikvilli geislameðferðar á
blöðruhálskirtli. Lýst er tilfelli miðaldra manns
með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli
sem fór í millivefjageislameðferð erlendis fyrir
þremur árum. Tveimur árum síðar opnaðist
fistill á milli endaþarms og blöðruhálskirtils
sem ekki greri þátt fyrir saur- og þvagveitu og
súrefnismeðferð. Gert var brottnám blöðru-
hálskirtils, blöðruhálsi lokað og botnlangi
tengdur á milli blöðru og nafla.
Tveimur mánuðum eftir aðgerð framkvæmir
sjúklingur hreina blöðrutæmingu um botnlang-
ann en hefur enn dausgamarraufun (ileostomia).
E-36. Meðferð nýrnasteina yfir 30 mm í
steinbrjótnum Mjölni á Landspítalanum
Andri Konráðsson', Egill A. Jacobsen', Guð-
jón Haraldsson', Guðmundur Vikar Einars-
son', Olafur Eyjólfsson2
Frá 'þvagfæraskurðdeild og 2röntgendeild
Landspítalans
Inngangur: Steinbrjóturinn Mjölnir hefur
verið starfræktur við Landspítalann frá 1993 og
hafa verið veittar yfir 1.400 meðferðir með
honum. I þessari rannsókn eru teknir fyrir þeir
sjúklingar sem hafa fengið meðferð í stein-
brjótnum vegna steina sem eru yfir 30 mm að
stærð, en steinar af þeirri stærð eru óvíða með-
höndlaðir á þennan hátt.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir gögn
allra sem höfðu fengið meðferð í Mjölni vegna
steina yfir 30 mm og steinarnir mældir á rönt-
genmyndum fyrir og eftir meðferð.
Niðurstöður: Frá upphafi meðferðar 9. sept-
ember 1993 til 1. mars 1999 kom 21 sjúklingur
til steinbrots í Mjölni vegna steina af ofan-
nefndri stærð, 14 konur og sjö karlar, og var í
allflestum tilfellum um afsteypusteina að ræða.
Meðalaldur sjúklinga var 57 ár (30-82). Hver
sjúklingur fékk 1-10 meðferðir í steinbrjótnum
(meðaltal 5,2). I um helmingi tilfella voru með-
höndluð nýru steinafrí á röntgenmynd í lok
meðferðar og hjá flestum hinna minnkuðu
steinar verulega. Fjórir sjúklingar þurftu að fara
í þvagálsspeglun til að losa smásteina. Einn
fekk margúl umhverfis nýra eftir meðferð.
Alyktanir: Fleiri konur en karlar koma til
meðferðar vegna stórra nýmasteina og endur-
speglar það hærri tíðni nýrnasýkinga hjá þeim
fyrrnefndu. Steinbrot með Mjölni er góð með-
ferð við stórum nýrnasteinum en oft þarf marg-
ar meðferðir til að brjóta þá.
E-37. Síðbúin meinvörp nýrnakrabba-
meins. Sjúkratilfelli
Helena Sveinsdóttir, Sigurgeir Kjartansson,
Gunnar H. Gunnlaugsson
Frá skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur
Tilfelli lýst þar sem 66 gamall karlmaður
greinist með krabbamein í nýra (tærfrumu-
krabbamein) og var nýrað fjarlægt. Ekki voru
merki um frekari útbreiðslu þá. Fimm árum
síðar greindist stór hnútur í lifur sem reyndist
vera meinvarp. Sá hnútur var vaxinn inn í neðri
holæð og var því hægri lifrarlappi fjarlægður
ásamt bút úr holæð.