Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
339
súrefnismettun varð 100%. Vélartími var alls
50 mínútur, farið af hjarta- og lungnavél án
vandkvæða og skurðsári lokað.
Gangur: Sjúklingur fór á gjörgæslu eftir að-
gerð. Var haldið sofandi á öndunarvél í tvo sól-
arhringa sem ráðstöfun við hugsanlegum heila-
bjúg. Sjúklingur síðan vakinn og var strax
alveg skýr. Fengið var álit sérfræðings í tauga-
sjúkdómum sem fann engin merki um skaða á
taugakerfi. Sjúklingur útskrifaðist á deild
næsta dag og heim 14 dögum eftir aðgerð.
Alyktanir: Þegar framkvæmdar eru lungna-
aðgerðir þar sem um er að ræða æxlisvöxt inn í
berkjuna þarf sérstaka aðgát. Aðgangur að stíf-
um berkjuspegli þarf að vera til staðar. Sjúkra-
tilfelli þetta vekur spurningu um hvort nauð-
synlegt sé að hafa hjarta- og lungnavél til reiðu
við slfkar aðgerðir.
S-19. Langtímaáhrif ANPá bráða nýrna-
bilun hjá hjartaskurðsjúklingum
Felix Valsson', Kristina Sward2, Sven Erik
Ricksten2
Frá 'svœfinga- og gjörgcesludeild Landspítalans,
'anestesi och intensivvárd avd., Sahlgrenska
Universitets Sjukhuset, Gautahorg
Inngangur: ANP (atrial natriuretic peptide)
er hormón sem losnar frá gáttum hjartans við
tog á vöðvafrumum (myocytes). Helstu áhrif
þessa hormóns eru aukning á útskilnaði á þvagi
og salti en einnig veldur ANP æðavíkkun, sér-
staklega í æðum sem eru herptar fyrir. Aður
hefur verið sýnt fram á að ANP meðferð í byrj-
un bráðrar nýrnabilunar eykur þvagflæði (urine
flow), gaukulsíunarhraða (glomerular filtration
rate, GFR) og nýmablóðflæði (renal blood
flow, RBF). Tilgangur þessarar rannsóknar var
að meta áhrif langtímameðferðar ANP á bráða
nýrnabilun hjá sjúklingum sem nýlega höfðu
gengist undir hjartaaðgerð.
Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir vor 10
sjúklingar á gjörgæsludeild háskólasjúkrahúss,
sem höfðu fengið bráða nýmabilun eftir hjarta-
aðgerð. Bráð nýrnabilun var skilgreind sem
50% aukning á sermis kreatíníni miðað við
gildi fyrir hjartaðgerðina. Eftir að minnsta
kosti eins sólahrings meðferð með ANP dreypi
(50 ng/kg/mín) var nýrnastarfsemi metin á
tveimur 30 mínútna tímabilum. ANP meðferð
var síðan hætt. Klukkustund síðar var nýrna-
starfsemin metin á tveimur 30 mínútna tímabil-
um til viðbótar og að lokum var ANP meðferð-
in hafin að nýju og nýrnastarfsemin metin að
nýju. Nýrnastarfsemi var metin með hefð-
bundnum aðferðum (þvagflæði, Cr-EDTA- og
PAH clearance) til að meta gaukulsíunarhraða
og nýrnablóðflæði. Tímabilin með og án ANP
meðferðarinnar voru borin saman með
ANOVA tölfræði.
Niðurstöður: Þvagútskilnaður, gaukulsíun-
arhraði og nýmablóðflæði minnkuðu þegar
ANP meðferð var hætt en jukust aftur þegar
ANP meðferð var hafin að nýju (sjá töflu).
ANP NoANP ANP ANOVA
Urine flow
(ml/mín) 6,4±1,1 4,6±1,1 6,5±1,2 0,0007
GFR (ml/mín) 19,9±3,1 13,6±2,7 18,1±2,6 0,003
RBF (ml/mín) 408±108 282±82 358±104 0,004
Ályktanir: ANP dreypi veldur aukningu á
blóðflæði til nýma, líklega vegna æðavíkkandi
áhrifa á preglómerúlar æðar, sem eru herptar við
bráða nýmabilun. Þessi áhrif eru áfram greinileg
þó að meðferð hafi staðið yfir í meira en 24
tíma. ANP gæti haft þýðingu í meðferð við
bráðri nýmabilun hjá hjartaskurðsjúklingum.