Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 38

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 38
312 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 við alla aldursflokka. Á sjötta áratugnum var nýgengið 4/10.000 á ári í aldurshópum 10-39 ára en lækkaði eftir það. Meðal kvenna var ný- gengið 1/10.000 í aldurshópum 10-19 ára og eftir fimmtugt. Á 10. áratugnum jókst nýgengið í 7-11/ 10.000 hjá 10-39 ára körlum. Meðal kvenna var aukning í yngstu (10-19 ára) og elstu ald- urshópum (eftir 60). Ekki fékkst fram tölfræði- lega marktækur munur á nýgengi milli tímabil- anna. Bátsbeinsbrot greindust ekki meðal karla eftir sjötugt. Umræða: Væg aukning á fjölda bátbeins- brota var á 10. áratugnum. Sennilega eru orsak- ir brota mismunandi milli kynja. Bátsbeinsbrot eru algengari í ungum körlum. Meðal kvenna eru tveir toppar á nýgenginu og er sá seinni sennilega vegna beingisnunar. E-12. Aðgerðir á bátshöfði eftir eins árs aidur Guðrún Guðmundsdóttir1, Bjarni Hannesson', Aron Björnsson', Örn Thorstensen2 Frá 'heila- og taugaskurðlœknadeild og 2rönt- gendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Höfuðvöxtur barna fer að mestu fram á fyrsta aldursári og hefur höfuðkúpa við eins árs aldur náð 85% af stærð fullorðinna. Vöxtur fer fram á beinmótum (suturur) og verður fyrir til- stilli stækkandi heila. Lokist einn eða fleiri beinsaumur of snemma veldur það víðtækri röskun á útliti höfuðkúpu og getur einnig vald- ið hækkuðum innankúpuþrýstingi. Bátshöfuð (scaphocephaly) er langalgengasta form þess- ara vaxtarraskana, eða um 80%, og verður þeg- ar miðsaumur lokast of snemma. Börnin fá þá óeðlilega langt og mjótt höfuðlag og einnig verður hnakkinn óeðlilega afturstæður. 1 flest- um tilfellum er um útlitsgalla að ræða þó að víðtækari vaxtarraskanir á beinmótum, svo sem þegar mörg beinmót lokast í einu, fylgi oft öðrum þroskagöllum og heilkennum. Sé gert við útlitsgallann fyrir eins árs aldur, heldur höf- uðið áfram að mótast rétt en eftir þann tíma er þörf á mjög víðtækri aðgerð þar sem höfuðkúp- an vex mjög óeðlilega vegna stækkandi heila. Slíkar aðgerðir eru sjaldgæfar en í erindinu verður lýst tveimur slíkum aðgerðum sem voru framkvæmdar hérlendis á fjögurra og tveggja ára gömlum drengjum er höfðu ómeðhöndlað bátshöfuð. Blóðtap og langur aðgerðartími flækir þessar aðgerðir, en nánast öll höfuðkúp- an er losuð af baminu og mótuð upp á nýtt. Báðar þessar aðgerðir voru gerðar í útlitslegum tilgangi, drengjunum heilsast vel og höfuðlag er mun eðlilegra en áður. Full ástæða er til að leiðrétta bátshöfuð þó greining og meðferð dragist á langinn. E-13. Innanæðaaðgerðir á æðagúlum í heila á íslandi Ingvar Hákon Ólafsson', Per Nakstad2, Bjarni Hannesson' Frá 'heila-og taugaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2neuroradiologisk avd. Rikshos- pitalet í Osló Á Islandi er að jafnaði framkvæmd 21 heila- æðagúlaaðgerð á ári. Hingað til hefur verið um opnar skurðaðgerðir, með hjálp smásjár, að ræða þar sem settar hafa verið klemmur á æða- gúlana. Með þróun inngripa í taugamyndgrein- ingu (interventional neuroradiology) og til- komu innanæðaaðgerða hefur skapast mögu- leiki á að loka æðagúlum án opinna höfuðað- gerða (craniotomy). Aðferðimar og efnin sem notuð hafa verið við innanæðaaðgerðirnar hafa breyst og þróast á undanförnum árum. Árið 1991 kom Guglielmi fram með platínugorma (coils) sem hann notaði til að loka æðagúlum. Hefur sú tækni reynst vel og er orðin fyrsta meðferð við sumar gerðir og staðsetningar æðagúla. Nokkrir Islendingar hafa verið sendir til ann- arra landa í þeim tilgangi að gangast undir slík- ar aðgerðir. Árið 1998 voru hins vegar fram- kvæmdar tvær aðgerðir á Islandi af Per Nak- stad myndgreiningalækni frá Noregi. Fóru að- gerðirnar fram á æðaaðgerðastofu Landspítal- ans en þar er fyrir hendi sá tækjabúnaður sem þarf til. Annar sjúklingurinn var fullorðin kona sem hafði fengið innanskúmsblæðingu eftir að æðagúll á botnslagæð (a. basilaris) hafði sprungið. Var sjúklingurinn með veruleg ein- kenni frá taugakerfi fyrir aðgerðina. Konan komst til meðvitundar en hefur enn veruleg brottfallseinkenni frá taugakerfi. Hinn sjúk- lingurinn var ungur maður, einnig með sprung- inn æðagúl á botnslagæð en var með fulla með- vitund og algjörlega án brottfallseinkenna. Sá sjúklingur útskrifaðist fjórum dögum eftir að- gerðina frískur og einkennalaus. Gerð verður grein fyrir þessum aðgerðum, kostum þeirra og göllum. Sýnd verða mynd- skeið frá aðgerðunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.