Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 79

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 351 mjög möguleikana á því. Það er að vísu ekki búið að semja endanlega um það hvernig til- skipuninni verður mætt á ís- lenskum sjúkrahúsum en þó er ljóst að stytta verður vaktir hjá stórum hópum lækna sem að sjálfsögðu eykur enn á læknaskortinn því sólarhring- urinn verður eftir sem áður 24 klukkustundir. Almennur lækna- skortur fyrirsjáanlegur Þá erum við komin að því að spá í framtíðina en norrænu læknasamtökin hafa til þess sérstakan hóp sem gegnir því ágæta nafni SNAPS-hópur- inn. Niðurstöður hans birtast reglulega hér í blaðinu, nú síðast í janúarblaði þessa árs. Þessi hópur hefur að undan- förnu spáð fyrir um það að á næstu 10-15 árum muni að öllu óbreyttu fara að vanta lækna til starfa. Hópurinn hef- ur ekki treyst sér til að spá fyr- ir um ástandið í einstökum greinum en sér fram á al- mennan læknaskort. Sveinn Magnússon á sæti í þessum hópi fyrir Islands hönd. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við sjáum fram á læknaskort en sú helsta er að vinnutími lækna er að styttast og breytast. Þar kemur til vinnutímatilskipun ESB en auk þess og ekki síður kyn- slóðaskipti í læknastétt. Yngri kynslóðir lækna vilja ekki vinna eins mikið og okkur þótti sjálfsagt. í okkar augum var mikil vinna hluti af ein- hverri karlmennskuímynd sem nú er óðum að hverfa. Okkur datt til dæmis ekki í hug að biðja um sumarleyfi á kandi- datsárinu en það þykir sjálf- Sveinn Magnússon, fulltrúi ís- lenskra lœkna í SNAPS-hópnum. sagt núna. Það hefur eflaust sín áhrif að konum í lækna- stétt hefur fjölgað,“ segir Sveinn. Þriðjungur íslenskra lækna erlendis Það hefur líka áhrif á stöð- una hér á landi hversu margir læknar ílendast í öðrum lönd- um að loknu framhaldsnámi. Samkvæmt útreikningum SNAPS-hópsins hafa 14 ís- lenskir læknar sest að erlendis á ári hverju að undanförnu en það er hvorki meira né minna en 40% af hverjum árgangi sem útskrifast úr læknadeild. Umfang þessa útflutnings ís- lenskra lækna sést á því að af um það bil 1.400 læknum er þriðjungurinn eða 450 læknar að störfum í öðrum löndum. Eins og menn muna fóru fyrrverandi landlæknir og fulltrúar heilbrigðisráðuneyt- isins í heimsóknir til íslenskra lækna á Norðurlöndunum í því skyni að upplýsa þá um stöðu mála á íslandi. Erfitt er að meta árangur af svona heim- sóknum og það er á Sveini Magnússyni að heyra að ólík- legt sé að margir geti snúið heim með litlum fyrirvara að vetrarlagi. Mikil eftirspurn er eftir læknum á Norðurlönd- unum og víða góð kjör í boði. Það má svo deila endalaust um hvað eru sambærileg kjör. Sveinn tekur undir að slíkt sé erfitt að meta, það þurfi að reikna með svo mörgu í því dæmi. Launin ein segi ekki nema hálfa söguna, það þurfi að huga að skattlagningu og ýmsum réttindamálum sem sum séu betri hér á landi á meðan öðrum er betur fyrir komið annars staðar. Og síð- ast en ekki síst eru það vinnu- aðstæðurnar og vinnutíminn sem læknar horfa í þegar þeir velja sér starfsvettvang. Það skekkir þessa mynd svo enn að hér á landi er ekki hefð fyrir því að flytja inn lækna til starfa. Hvort sem það eru kjörin sem hér eru í boði sem hamla eða eitthvað annað þá hafa mjög fáir er- lendir læknar sest að hér á landi. Lengra verður ekki farið í þessari fyrstu grein. í næstu grein verður hugað að þeim úrræðum sem menn telja væn- legast að grípa til í því skyni að mæta læknaskortinum. Þar horfa menn ekki síst til lækna- námsins og spyrja sig hvort ekki þurfi að fjölga í lækna- deild eða breyta uppbyggingu námsins til þess að mæta vandanum. -ÞH HEIMILD: 1. Kjekshus LE, Tjora AH. Er lege- mangelen bare et sp0rsmál om antall leger? Tidsskr Nor Lægeforen 1999; 119: 541-4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.