Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
351
mjög möguleikana á því. Það
er að vísu ekki búið að semja
endanlega um það hvernig til-
skipuninni verður mætt á ís-
lenskum sjúkrahúsum en þó er
ljóst að stytta verður vaktir
hjá stórum hópum lækna sem
að sjálfsögðu eykur enn á
læknaskortinn því sólarhring-
urinn verður eftir sem áður 24
klukkustundir.
Almennur lækna-
skortur fyrirsjáanlegur
Þá erum við komin að því
að spá í framtíðina en norrænu
læknasamtökin hafa til þess
sérstakan hóp sem gegnir því
ágæta nafni SNAPS-hópur-
inn. Niðurstöður hans birtast
reglulega hér í blaðinu, nú
síðast í janúarblaði þessa árs.
Þessi hópur hefur að undan-
förnu spáð fyrir um það að á
næstu 10-15 árum muni að
öllu óbreyttu fara að vanta
lækna til starfa. Hópurinn hef-
ur ekki treyst sér til að spá fyr-
ir um ástandið í einstökum
greinum en sér fram á al-
mennan læknaskort. Sveinn
Magnússon á sæti í þessum
hópi fyrir Islands hönd.
„Það eru ýmsar ástæður
fyrir því að við sjáum fram á
læknaskort en sú helsta er að
vinnutími lækna er að styttast
og breytast. Þar kemur til
vinnutímatilskipun ESB en
auk þess og ekki síður kyn-
slóðaskipti í læknastétt. Yngri
kynslóðir lækna vilja ekki
vinna eins mikið og okkur
þótti sjálfsagt. í okkar augum
var mikil vinna hluti af ein-
hverri karlmennskuímynd sem
nú er óðum að hverfa. Okkur
datt til dæmis ekki í hug að
biðja um sumarleyfi á kandi-
datsárinu en það þykir sjálf-
Sveinn Magnússon, fulltrúi ís-
lenskra lœkna í SNAPS-hópnum.
sagt núna. Það hefur eflaust
sín áhrif að konum í lækna-
stétt hefur fjölgað,“ segir
Sveinn.
Þriðjungur íslenskra
lækna erlendis
Það hefur líka áhrif á stöð-
una hér á landi hversu margir
læknar ílendast í öðrum lönd-
um að loknu framhaldsnámi.
Samkvæmt útreikningum
SNAPS-hópsins hafa 14 ís-
lenskir læknar sest að erlendis
á ári hverju að undanförnu en
það er hvorki meira né minna
en 40% af hverjum árgangi
sem útskrifast úr læknadeild.
Umfang þessa útflutnings ís-
lenskra lækna sést á því að af
um það bil 1.400 læknum er
þriðjungurinn eða 450 læknar
að störfum í öðrum löndum.
Eins og menn muna fóru
fyrrverandi landlæknir og
fulltrúar heilbrigðisráðuneyt-
isins í heimsóknir til íslenskra
lækna á Norðurlöndunum í
því skyni að upplýsa þá um
stöðu mála á íslandi. Erfitt er
að meta árangur af svona heim-
sóknum og það er á Sveini
Magnússyni að heyra að ólík-
legt sé að margir geti snúið
heim með litlum fyrirvara að
vetrarlagi. Mikil eftirspurn er
eftir læknum á Norðurlönd-
unum og víða góð kjör í boði.
Það má svo deila endalaust
um hvað eru sambærileg kjör.
Sveinn tekur undir að slíkt sé
erfitt að meta, það þurfi að
reikna með svo mörgu í því
dæmi. Launin ein segi ekki
nema hálfa söguna, það þurfi
að huga að skattlagningu og
ýmsum réttindamálum sem
sum séu betri hér á landi á
meðan öðrum er betur fyrir
komið annars staðar. Og síð-
ast en ekki síst eru það vinnu-
aðstæðurnar og vinnutíminn
sem læknar horfa í þegar þeir
velja sér starfsvettvang.
Það skekkir þessa mynd
svo enn að hér á landi er ekki
hefð fyrir því að flytja inn
lækna til starfa. Hvort sem
það eru kjörin sem hér eru í
boði sem hamla eða eitthvað
annað þá hafa mjög fáir er-
lendir læknar sest að hér á
landi.
Lengra verður ekki farið í
þessari fyrstu grein. í næstu
grein verður hugað að þeim
úrræðum sem menn telja væn-
legast að grípa til í því skyni
að mæta læknaskortinum. Þar
horfa menn ekki síst til lækna-
námsins og spyrja sig hvort
ekki þurfi að fjölga í lækna-
deild eða breyta uppbyggingu
námsins til þess að mæta
vandanum.
-ÞH
HEIMILD:
1. Kjekshus LE, Tjora AH. Er lege-
mangelen bare et sp0rsmál om antall
leger? Tidsskr Nor Lægeforen 1999;
119: 541-4.