Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 74
346
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
ar í grunninn, en aðilinn sem
tekur upplýsingar úr gögnun-
um og setur þær í grunninn og
fær þannig aðgang að sjúkra-
gögnunum, verður væntan-
lega launaður af sérleyfishafa.
Allan tímann, sem ég starfaði
við St. Jósefsspítalann í Hafn-
arfirði var ég lausráðinn sér-
fræðingur, sem fékk greitt
fyrir einstök verk og greiddi
af þeim launum aðstöðugjald
til spítalans. Flestallir sjúk-
lingar mínir voru til mín
komnir gegnum einkastofu og
því hef ég litið á þá sem
einkasjúklinga. Því tel ég að
sjúkrahúsinu sé óheimilt að
afhenda gögn um þá til af-
lestrar fyrir þriðja aðila nema
um sé að ræða læknisfræði-
lega nauðsyn fyrir viðkom-
andi, eða í tengslum við vís-
indarannsókn, sem tengist
ástæðunni fyrir vistun á
sjúkrahúsinu, en slík rannsókn
væri að sjálfsögðu háð upp-
lýstu samþykki viðkomandi
og öðrum þeim reglum sem
gilda um klínískar vísinda-
rannsóknir.
Krafa mín til stjórnar St.
Jósefsspítalans er, að sjúkra-
skrár þær sem geymdar eru
hjá stofnuninni verði ekki
látnar af hendi til þess að upp-
lýsingar úr þeim verði settar í
„miðlægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði" nema með upp-
lýstu samþykki viðkomandi.
Oskað er eftir skriflegu
svari.
Afrit sent landlæknisemb-
ættinu.
Virðingarfyllst
26.janúar 1999
Arni Björnsson
fyrrverandi yfirlæknir
Haraldur Briem:
Mun ekki senda upplýsingar
í miðlægan gagnagrunn
Læknablaðinu hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
Ég undirritaður lýsi því hér
með yfir að ég mun ekki senda
upplýsingar um sjúklinga í
gagnagrunn á heilbrigðissviði
samkvæmt lögum nr. 139/
1998, nema samkvæmt skrif-
legri ósk sjúklings. Það leiðir
af þessari yfirlýsingu að upp-
lýsingar um látna menn verða
ekki sendar í grunninn nema
þeir hafi lýst því skriflega
fyrir andlátið að þeir óski
þess.
Samtímis er skylt að benda
á að í lögum nr. 139/1998.
segir í I. mgr. 7. gr.:
„Að fengnu samþykki heil-
brigðisstofnana eða sjálfstætt
starfandi heilbrigðisstarfs-
manna er heimilt að afhenda
rekstrarleyfishafa upplýsing-
ar, sem unnar eru úr sjúkra-
skrám, til flutnings í gagna-
grunn á heilbrigðissviði. Heil-
brigðisstofnanir skulu hafa
samráð við læknaráð og fag-
lega stjórnendur viðkomandi
stofnunar áður en gengið er til
samninga við rekstrarleyfis-
hafa.“
Ekki fer á milli mála að
ákvörðunarvaldið um að heim-
ila flutning viðkvæmra heilsu-
farsupplýsinga til rannsókna
hefur verið flutt frá læknum til
pólitískt skipaðrar stjórnar
heilbrigðisstofnunar. Þetta
gengur þvert á siðareglur
lækna og þau lög og reglur
sem áður hafa gilt hér á landi.
Haraldur Briem