Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 40
314
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Frá ‘endurhœfingardeild Landspítalans, 2rönt-
gendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'hjarta- og
lungnaskurðdeild Landspítalans
ínngangur: Forrannsóknin (pilot study) er
hluti af viðameiri rannsókn á öndunarhreyf-
ingum og lungnafylgikvillum eftir hjartaskurð-
aðgerðir þar sem bringubeinsskurði (sterno-
tomy) er beitt. Markmið forrannsóknarinnar
var að kanna hreyfingar á brjóstkassa og kviði
við hvíldar- og hámarksöndun fyrir og eftir
bringubeinsskurð og bera saman við opnun og
skekkingu á brjóstkassa við skurðaðgerð,
lungnarúmmál (vital capacity, VC) og röntgen-
myndir af lungum.
Efniviður og aðferðir: Öndunarhreyfingar á
brjóstkassa og kviði hjá 10 körlum sem fóru í
bringubeinsskurð voru mældar með mælitækinu
Andra, fyrir aðgerð og á öðrum og sjöunda degi
eftir aðgerð. Mæld var þvermálsaukning (anter-
ior-posterior) á efri hluta brjóstkassa, við rifja-
bogann og til hliðar við nafla vinstra og hægra
megin, í hvíld og við hámarksöndun. I skurðað-
gerð var breidd bilsins milli skurðbrúna bringu-
beins mæld og hæðarmunur hægri og vinstri
brúnar. Lungnarúmmál var mælt með öndunar-
mæli (spirometer) fyrir aðgerð og á sjöunda degi
eftir aðgerð. Röntgenmyndir af lungum voru
teknar á fyrsta, öðrum og fimmta degi eftir að-
gerð og þær metnar á kvarðanum 1-4. Sjúkling-
arnir fengu meðferð sjúkraþjálfara samkvæmt
stefnu deildarinnar fyrir og eftir aðgerð.
Urvinnsla: Notuð var lýsandi tölfræði.
Niðurstöður: Lungnarúmmál á sjöunda degi
eftir aðgerð var 67% miðað við gildi fyrir að-
gerð. Samkvæmt röntgenmyndum voru 90%
með allnokkuð samfall á neðri hluta lunga,
60% með allnokkuð vinstra megin, engin
hægra megin og 40% með allnokkra þindarhá-
stöðu vinstra megin. Tengsl milli stærðar skurð-
ops, skekkingar á brjóstkassa og öndunarhreyf-
inga voru ekki merkjanleg. Sjö af 10 sjúkling-
um gátu ekki fylgt áætlun deildarinnar um
sjúkraþjálfun.
Alyktanir: Mælitækið fyrir öndunarhreyf-
ingar, sem er áreiðanleikaprófað á heilbrigðum
einstaklingum, reynist nothæft í klínískum
rannsóknum og getur gefið svör við spurning-
um sem ekki hefur verið unnt að fá svör við til
þessa. í forrannsókn þessari voru skráðar fjöl-
margar breytur fyrir aðgerð, í aðgerð og eftir
aðgerð. í ljós kom að sumar þeirra voru óþarfar
en þörf á að bæta öðrum við í væntanlegri aðal-
rannsókn.
E-17. Góðkynja meinvarpandi sléttvöðva-
æxli. Sjúkratilfelli
Andri Konráðsson', Helgi J. Isaksson2, Bjarni
Torfason', Helgi Sigurðsson3
Frá 1 handlœkningadeild Landspítalans, 2rann-
sóknastofu HI í meinafrœði, 'krahbameins-
lœkningadeild Landspítalans
Fyrir tilviljun greindist stakur hnútur í lunga
52 ára konu á röntgenmynd. Tölvusneiðmynd
sýndi marga litla hnúta í báðum lungum sem
þóttu líkjast meinvörpum. Uppvinnsla með til-
liti til frumæxlis var árangurslaus.
í heilsufarssögu konunnar var það helst að árið
1982 var fjarlægt vel þroskað slímþekjukrabba-
mein úr munnvatnskirtli hennar. Engin meinvörp
höfðu greinst. Arið 1986 var leg konunnar fjar-
lægt vegna stækkunar og blæðingartruflana.
Til þess að fá vefjasýni var konan tekin til
aðgerðar og gerður hægri brjóstholsskurður. Þrír
hnútar voru fjarlægðir og sýndi vefjaskoðun að
þeir samanstóðu af vel þroskuðum slétt-
vöðvafrumum, kollageni og kirtilsvæðum. Ut-
litið var dæmigert fyrir góðkynja meinvarpandi
sléttvöðvaæxli (benign metastasizing leiomyo-
mata) og samanburður við sýni frá hnútum í legi
konnunnar frá 1986 sýndu sams konar vöxt.
Konan fékk enga meðferð en hefur verið
fylgt eftir með tölvusneiðmyndum sem hafa
ekki sýnt stækkun þeirra æxla sem eftir eru.
Góðkynja meinvarpandi sléttvöðvaæxli eru
talin vera meinvörp sléttvöðvasarkmeins af
lágri gráðu, upprunnu í legi. Algengasta stað-
setningin er í lungum en þau hafa fundist mjög
víða annars staðar. Þau vaxa hægt og hafa
vefjafræðilega góðkynja útlit. Oftast greinast
þau fyrir tilviljun eða vegna vægra einkenna
frá lungum.
Meðferð, þegar hennar er þörf, getur verið
með brottnámi æxlanna, brottnámi legs og
eggjastokka (æxlin eru alltaf hormónanæm),
hormónameðferð eða krabbameinslyfjum.
Aðeins hefur verið lýst um 30 staðfestum til-
fellum af sjúkdómnum í heiminum og er þetta í
fyrsta skipti sem hann greinist hér á landi svo
vitað sé.
E-18. Kransæðaaðgerðir á Landspítalan-
um vegna höfuðstofnsþrengsla árin 1986-
1995
Kristinn B. Jóhannsson, Hörður Alfreðsson,
Þórarinn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar
Olafsson
Frá hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans