Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 94

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 94
362 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Erum í fremstu röð í heiminum á sumum sviðum augnlækninga - Rætt viö Einar Stefánsson í tilefni af opnun nýs augnspítala og vísindaþingi Augnlæknafélags íslands Einar Stefánsson prófessor á milli erlendu fyrirlesaranna á vísindaþingi Augnlœknafélags íslands, til vinstri Kent VV’. Small við Kaliforníuháskóla í Los Angeles og til hœgri Gordon K. Klintwortli við Duke háskólann í Durham í Norður-Karólínu. Það var mikið um að vera hjá íslenskum augnlæknum í nýliðnum marsmánuði. Dagana 12. og 13. mars var haldinn aðalfundur Augn- læknafélags Islands og í tengslum við það tveggja daga vísindaþing. Og viku síðar var haldin opnunarhá- tíð Augnspítala Landspítal- ans á horni Þorfinnsgötu og Eiríksgötu þar sem áður var Fæðingarheimili Reykjavík- ur. Aðalfundurinn og vísinda- þingið var með veglegra móti að þessu sinni í tilefni af því að Augnspítalinn skuli nú vera kominn í framtíðarhúsnæði. Fyrri daginn voru haldin sjö erindi þar sem íslenskir augn- læknar greindu frá niðurstöð- um rannsókna sinna en seinni daginn voru flutt átta erindi og þá voru meðal fyrirlesara tveir erlendir vísindamenn, banda- rísku prófessorarnir Gordon K. Klintworth við Duke há- skólann í Durham í Norður- Karólínu og Kent W. Small við Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Það var mál manna að þingið hefði sýnt þá miklu grósku sem er í rannsóknum á sviði augnlækninga hér á landi. Læknablaðið hitti Einar Stefánsson prófessor í augn- lækningum að máli eftir vís- indaþingið og bað liann að segja frá því markverðasta sem þar kom fram og helstu rannsóknum sem íslenskir augnlæknar hafa unnið að á undanförnum árum. Margs konar rannsóknir „Ef við lítum á þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið á augndeildinni þá ber fyrst að nefna þær sem beinast að augnsjúkdómum í sykursýki. Þær hafa verið tvíþættar, ann- ars vegar hafa þær beinst að því hvernig best er að haga læknisþjónustu til þess að ná sem mestum árangri í því að fyrirbyggja blindu með þeirri tækni sem þekkt er. Hér á landi hefur undanfarna tvo áratugi verið í gangi forvarn- arstarf sem hefur sýnt sig að koma í veg fyrir blindu af völdum sykursýki í langflest- um tilvikum. Með því að beita forvömum ásamt læknisað- gerðum með leysitækni höf- um við náð margfalt betri ár- angri en aðrar þjóðir í barátt- unni gegn þessum augnsjúk- dómum. Við höfum kynnt þennan árangur á vísindaþing- um erlendis og nú eru margar þjóðir að taka þessar aðferðir okkar upp. Hinn þáttur þessara rann- sókna á beinist að tilurð sjón- himnusjúkdómsins. Við höf- um gert margs konar lífeðlis- fræðilegar rannsóknir á því hvernig sjúkdómurinn er og hvernig leysimeðferðin á hon- um verkar. A þessu sviði erum við líka í fremstu röð og fáum boð um að koma á vísindaráð- stefnur og kynna árangur okk- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.