Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 46
318
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
vinnufæmi er náð tiltölulega fljótt. Tilgangur
þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir
reynslu af fyrstu aðgerðunum þar sem bugarist-
ill var fjarlægður með aðstoð kviðsjár á Land-
spítalanum.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkra-
skrár sjúklinga sem gengust höfðu undir að-
gerð þar sem bugaristilI var fjarlægður með að-
stoð kviðsjár (n=T7; 10 karlar, sjö konur) á
tímabilinu janúar 1995 til janúar 1999.
Niðurstöður: I öllum tilfellum var um val-
aðgerð að ræða. Abendingarnar voru endurtek-
in sarpbólguköst (n= 14), endaþarmssig (n=l),
sepi í görn (n=l) og endurtekin bugaristilflækja
(n=l). Meðalaldur sjúklinganna var 50 (36-64)
ár. Meðalaðgerðartími var 183 (115-230) mín-
útur. Engir fylgikvillar urðu í aðgerð. Sjúkling-
arnir voru farnir að neyta fljótandi fæðu eftir
1,3 (einn til þrjá) daga og fastrar fæðu eftir þrjá
(tvo til fimm) daga. Meðallegutími var sex (3-
21) dagar. Fylgikvillar eftir aðgerð voru:
clostridium difficile garnabólga (n=l), þvag-
færasýking (n=l), aftanskinublæðing og sam-
götuleki (n=l) og þrengsli í samgötu (n=l).
Alyktanir: Þessi fyrsta reynsla okkar bendir
til að úrnám bugaristils með aðstoð kviðsjár sé
örugg, framkvæmanleg og með sambærilega tíðni
fylgikvilla og opin aðgerð. Við teljum rétt að
vanda val sjúklinga í slika aðgerð en stuttur legu-
tími gerir hana hagkvæma í yngri sjúklingum.
E-23. Hirschprungs sjúkdómur á Islandi
1968-1998
Elísabet S. Guðmundsdóttir', Guðmundur
Bjarnason2
Frá 'handlœkningadeild Landspítalans,
■'Barnaspítala Hringsins
Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar
var að kanna tíðni Hirschprungs sjúkdóms
(HS) á Islandi, einkenni og aldur sjúklinga við
greiningu, tegund og árangur aðgerða og fylgi-
kvilla.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aft-
urvirk og var farið yfir sjúkraskrár allra barna
(n= 13; 11 drengir, tvær stúlkur) sem lögðust
inn á Landspítalann með greininguna Hirsch-
prungs sjúkdómur frá 1. janúar 1969 til 31. des-
ember 1998. Skráð voru einkenni og aldur við
greiningu, tegund aðgerðar, fylgikvillar og
hægðavenjur eftir aðgerð. Einnig var skráð
meðgöngulengd, fæðingarþyngd, aldur for-
eldra og heilsufar systkina.
Niðurstöður: Tíðni sjúkdómsins á Islandi er
1/10.000 fæddum börnum. í öllum tilfellum
var um eðlilega meðgöngu, meðgöngulengd og
fæðingarþyngd að ræða. Meðalaldur við fyrstu
innlögn var 20 (miðtala 3,5) dagar og var
ástæða innlagnar garnastífla (n= 12) og hægða-
tregða (n=l). Fimm greindust með Hirsch-
prungs sjúkdóm, en aðrir útskrifuðust með
greiningarnar barnabiksstífla (n=3), enda-
þarmsþrengsli (n=2), hægðatregða og clostri-
dium difficile garnabólga (n=l), bugaristils-
flækja (n=l), þrengsli í dausgörn og garna-
bólgudrep (n=l). Þau börn sem fengið höfðu
aðra greiningu en Hirschprungs sjúkdóm í
fyrstu legu (n=8) lögðust öll inn aftur vegna
hægðatregðu. Meðalaldur við greiningu
Hirschprungs sjúkdóms var 166 (5-623) dagar.
Pull through aðgerð að hætti Swensons var
gerð í öllum tilfellum, að meðaltali 13,6 mán-
uðum eftir greiningu. Sjúkdómurinn náði til:
endaþarms (n=l), endaþarms og bugaristils
(n=8), vinstri hluta ristils (n=2), alls ristils
(n=l) og óþekkts (n=l). Fylgikvillar voru:
framfall raufar (n=3), samvaxtagarnastífla (n=5),
endaþarmsþrengsli (n=2), fistlar (n=2), gama-
stífla vegna hægðatregðu (n=2), ígerð í aðgerð-
arör (n=l), aftanskinutrefjun (retroperitoneal
fibrosa) (n=l) og ristilbólga (n=l). Hjá þremur
sjúklingum þurfti að endurtaka ristilraufun.
Hægðavenjur eftir aðgerð voru eðlilegar hjá
tæplega 50% sjúklinga.
Alyktanir: Við ályktum að tíðni Hirsch-
prungs sjúkdóms á Islandi sé svipuð og í öðrum
löndum. Greina mætti sjúkdóminn fyrr, en 60%
sjúklinganna fengu aðrar greiningar en Hirsch-
prungs sjúkdóm eftir fyrstu innlögn. Fylgi-
kvillar eru algengir, en horfur góðar.
E-24. Brisþembubólga. Sjúkratilfelli
Helgi Birgisson', Páll Helgi Möller', Þor-
steinn Svörfuður Stefánsson2, Agústa Andrés-
dóttir'
Frá 'handlœkninga-, 2gjörgœslu- og 3nvynd-
greiningardeild Landspítalans
Inngangur: Brisþembubólga (emphysema-
tous pancreatitis) er ástand þar sem loft sést í
briskirtli samhliða briskirtilsbólgu. Þetta er
sjaldgæfur sjúkdómur og hefur fáum tilfellum
verið lýst.
Sjúkratilfelli: Fimmtíu ára gamall karlmað-
ur, með fyrri sögu um sykursýki, heilablóðfall
og kransæðastíflu, var lagður inn með bráða
kviðverki og greindist með bráða briskirtils-
bólgu. Tólf tímum eftir komu fluttist sjúklingur