Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 46

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 46
318 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 vinnufæmi er náð tiltölulega fljótt. Tilgangur þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir reynslu af fyrstu aðgerðunum þar sem bugarist- ill var fjarlægður með aðstoð kviðsjár á Land- spítalanum. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkra- skrár sjúklinga sem gengust höfðu undir að- gerð þar sem bugaristilI var fjarlægður með að- stoð kviðsjár (n=T7; 10 karlar, sjö konur) á tímabilinu janúar 1995 til janúar 1999. Niðurstöður: I öllum tilfellum var um val- aðgerð að ræða. Abendingarnar voru endurtek- in sarpbólguköst (n= 14), endaþarmssig (n=l), sepi í görn (n=l) og endurtekin bugaristilflækja (n=l). Meðalaldur sjúklinganna var 50 (36-64) ár. Meðalaðgerðartími var 183 (115-230) mín- útur. Engir fylgikvillar urðu í aðgerð. Sjúkling- arnir voru farnir að neyta fljótandi fæðu eftir 1,3 (einn til þrjá) daga og fastrar fæðu eftir þrjá (tvo til fimm) daga. Meðallegutími var sex (3- 21) dagar. Fylgikvillar eftir aðgerð voru: clostridium difficile garnabólga (n=l), þvag- færasýking (n=l), aftanskinublæðing og sam- götuleki (n=l) og þrengsli í samgötu (n=l). Alyktanir: Þessi fyrsta reynsla okkar bendir til að úrnám bugaristils með aðstoð kviðsjár sé örugg, framkvæmanleg og með sambærilega tíðni fylgikvilla og opin aðgerð. Við teljum rétt að vanda val sjúklinga í slika aðgerð en stuttur legu- tími gerir hana hagkvæma í yngri sjúklingum. E-23. Hirschprungs sjúkdómur á Islandi 1968-1998 Elísabet S. Guðmundsdóttir', Guðmundur Bjarnason2 Frá 'handlœkningadeild Landspítalans, ■'Barnaspítala Hringsins Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni Hirschprungs sjúkdóms (HS) á Islandi, einkenni og aldur sjúklinga við greiningu, tegund og árangur aðgerða og fylgi- kvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aft- urvirk og var farið yfir sjúkraskrár allra barna (n= 13; 11 drengir, tvær stúlkur) sem lögðust inn á Landspítalann með greininguna Hirsch- prungs sjúkdómur frá 1. janúar 1969 til 31. des- ember 1998. Skráð voru einkenni og aldur við greiningu, tegund aðgerðar, fylgikvillar og hægðavenjur eftir aðgerð. Einnig var skráð meðgöngulengd, fæðingarþyngd, aldur for- eldra og heilsufar systkina. Niðurstöður: Tíðni sjúkdómsins á Islandi er 1/10.000 fæddum börnum. í öllum tilfellum var um eðlilega meðgöngu, meðgöngulengd og fæðingarþyngd að ræða. Meðalaldur við fyrstu innlögn var 20 (miðtala 3,5) dagar og var ástæða innlagnar garnastífla (n= 12) og hægða- tregða (n=l). Fimm greindust með Hirsch- prungs sjúkdóm, en aðrir útskrifuðust með greiningarnar barnabiksstífla (n=3), enda- þarmsþrengsli (n=2), hægðatregða og clostri- dium difficile garnabólga (n=l), bugaristils- flækja (n=l), þrengsli í dausgörn og garna- bólgudrep (n=l). Þau börn sem fengið höfðu aðra greiningu en Hirschprungs sjúkdóm í fyrstu legu (n=8) lögðust öll inn aftur vegna hægðatregðu. Meðalaldur við greiningu Hirschprungs sjúkdóms var 166 (5-623) dagar. Pull through aðgerð að hætti Swensons var gerð í öllum tilfellum, að meðaltali 13,6 mán- uðum eftir greiningu. Sjúkdómurinn náði til: endaþarms (n=l), endaþarms og bugaristils (n=8), vinstri hluta ristils (n=2), alls ristils (n=l) og óþekkts (n=l). Fylgikvillar voru: framfall raufar (n=3), samvaxtagarnastífla (n=5), endaþarmsþrengsli (n=2), fistlar (n=2), gama- stífla vegna hægðatregðu (n=2), ígerð í aðgerð- arör (n=l), aftanskinutrefjun (retroperitoneal fibrosa) (n=l) og ristilbólga (n=l). Hjá þremur sjúklingum þurfti að endurtaka ristilraufun. Hægðavenjur eftir aðgerð voru eðlilegar hjá tæplega 50% sjúklinga. Alyktanir: Við ályktum að tíðni Hirsch- prungs sjúkdóms á Islandi sé svipuð og í öðrum löndum. Greina mætti sjúkdóminn fyrr, en 60% sjúklinganna fengu aðrar greiningar en Hirsch- prungs sjúkdóm eftir fyrstu innlögn. Fylgi- kvillar eru algengir, en horfur góðar. E-24. Brisþembubólga. Sjúkratilfelli Helgi Birgisson', Páll Helgi Möller', Þor- steinn Svörfuður Stefánsson2, Agústa Andrés- dóttir' Frá 'handlœkninga-, 2gjörgœslu- og 3nvynd- greiningardeild Landspítalans Inngangur: Brisþembubólga (emphysema- tous pancreatitis) er ástand þar sem loft sést í briskirtli samhliða briskirtilsbólgu. Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur og hefur fáum tilfellum verið lýst. Sjúkratilfelli: Fimmtíu ára gamall karlmað- ur, með fyrri sögu um sykursýki, heilablóðfall og kransæðastíflu, var lagður inn með bráða kviðverki og greindist með bráða briskirtils- bólgu. Tólf tímum eftir komu fluttist sjúklingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.