Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 90
360
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
sér verkefni sitt og velta fyrir
sér nýju skipulagi því hún þarf
að koma sér upp sínu eigin
stjómkerfi. Hún þarf að ákveða
hvernig yfirstjórnin á að
vera.“
Ástæðulaus ótti við
hreppaflutninga
- Verða einhverjar breyt-
ingar á mannahaldi og ráðn-
ingarkjörum starfsmanna? Hjá
hvaða stofnun verða menn
ráðnir?
„Það er ekki fyrirhugað að
breyta ráðningarkjörum eða
lagalegri stöðu þeirra sem eru
í starfi. En auðvitað verðum
við að líta á okkur sem starfs-
menn einnar stofnunar. Verk-
efni hvers og eins verða þó
fyrst og fremst á einum stað.
Við höfum orðið varir við ótta
manna við það að með sam-
einingu stofnana verði þeir
fluttir hreppaflutningum út og
suður. Menn sjá það fyrir sér
að þeir mæti í vinnuna að
morgni og frétti þá að þeir eigi
að vinna annars staðar þessa
vikuna og þar fram eftir göt-
unum. Þessi ótti erástæðulaus
því eins og kerfið er þá flytja
menn fólk ekki einu sinni
milli hæða í sjúkrahúsi öðru-
vísi en í góðu samráði. Vilji
menn ekki flytja sig verða þeir
ekki fluttir, en það getur líka
verið jákvætt að vinna á fleiri
en einum stað og gefur færi á
sérhæfingu.
En þótt reynslan af nýju
stofnuninni sé ekki orðin mik-
il þá sýnist mér að sá ótti við
breytingar sem alltaf fylgir
svona umstangi sé að fjara út.
Menn eru að átta sig á því að
sá ótti var ástæðulaus því það
er alltaf reynt að leita sem
bestra lausna á hverjum tíma.
En það er mikið af verkefnum
að glíma við og oft þarf að
gera fleira en gott þykir. Það
fylgir lífinu.“
Hægt að sinna
starfsmönnum betur
- Nú hefur víða komið til
árekstra milli stjómenda og
starfsfólks á heilsugæslu-
stöðvum að undanförnu.
Höfðuð þið það kannski í
huga að draga úr hættunni á
þeim þegar þið undirbjugguð
sameininguna?
„Já, við þekkjum sögur af
því þegar persónulegar deilur
koma upp á litlum stofnunum.
Þær geta magnast upp og end-
að í því að viðkomandi stofn-
un bókstaflega springur. Hluti
af vandamálinu er að návígið
er of mikið sem veldur því að
menn taka ekki faglega á mál-
um heldur blandast persónu-
legir hlutir inn í allt. Mönnum
kemur misvel saman eins og
gengur. Það getur stafað af
ýmsu, þeir tilheyra hver sín-
um pólitíska flokknum eða
jafnvel ættum sem kemur illa
saman, svo dæmi séu nefnd.
Hið daglega starf breytist
ekki með sameiningunni en
við eigum auðveldara með að
koma á samstarfi og mæta
skyndilegum vandræðum, svo
sem ef einhver starfsmaður
forfallast eða sjúklingur veik-
ist hastarlega um helgi og
enginn á vakt á staðnum. Og
það sem skiptir verulegu máli
er að stofnun af þessari stærð
getur sinnt starfsmannamál-
unum miklu betur en litlar
stofnanir geta. Hún getur sinnt
menntun starfsmanna og hald-
ið betur utan um þá en gert
hefur verið. Það má nefna sem
dæmi áfallahjálp fyrir starfs-
fólk, ekki eingöngu eftir ein-
hver stóráföll heldur sem að-
stoð við þá sem starfa í ein-
menningshéruðum þannig að
þeir standi ekki einir uppi með
vandamálin. Nú er þetta orðið
hlutverk nýrrar faglegrar yfir-
stjómar og menn gera sér æ
betur ljóst hversu dýrmætt það
er að halda í gott starfsfólk.
Það hefur verið hluti af
vanda heilsugæslunnar að það
á hana enginn, það ber enginn
ábyrgð á rekstri hennar. Þetta
er að lagast með skipulags-
breytingum í höfuðborginni,
heilsugæslan hefur fengið
eina stjóm og er farin að sinna
betur ýmsum innri málum sín-
um. Það hefur ekki síst birst í
ýmsum nýjungum á sviði
starfsmannamála sem strax
eru farnar að segja til sín.“
Aukin sérhæfíng
- Verður þessi nýja stofnun
ekki betur búin undir að takast
á við hina hefðbundnu tog-
streitu faglegra sjónarmiða og
hinna fjárhagslegu?
„Jú, hún á að vera það, en
fjármálastjórnun er auðvitað
eilíft viðfangsefni og deilu-
efni því við höfum ekki nóga
peninga til að gera allt sem við
gætum gert. En svona stofnun
á að geta nýtt betur það fjár-
magn sem við fáum og fengið
meira út úr því. Við megum
aldrei gleyma því að kerfið er
til fyrir íbúana og þeir eiga
rétt á því að fá sem mest fyrir
þá peninga sem þeir setja í
heilbrigðiskerfið.
Nú heyra undir stofnunina
fjórar heilsugæslustöðvar og
þrjú sjúkrahús og það verður
ekki síst á sjúkrahúsunum sem
hægt verður að ná fram auk-
inni hagkvæmni í krafti sér-
hæfingar. Hún er þegar byrj-
uð, til dæmis er sjúkrahúsið á
Seyðisfirði byrjað að sinna
heilabiluðu fólki af öllu svæð-
inu. Þeir sjúklingar sem þurfa
mesta umönnun og gæslu geta