Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 60
332
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Inngangur: Áratugir eru liðnir síðan farið
var að nota lendarutanbastsdeyfingu með stað-
deyfilyfjunt. Okostir þeirrar meðferðar voru
fylgikvillar og ófullkomin verkjastilling við
efri kviðar- og brjóstholsaðgerðir. Með aukinni
þekkingu á lyfjafræði og líffærafræði var farið
að nota blöndu ýmissa lyfja, sem áhrif höfðu á
viðtæki mænunnar. Með þessu móti mátti
minnka mjög tíðni fylgikvilla, auka verkjastill-
ingu og bæta þar með andlega og líkamlega líð-
an sjúklinga. Með tilkomu þriggja lyfja utan-
bastsmeðferðar (búpívakaín 0,1 mg/ml, fent-
anýl 2 ug/ml. adrenalín 2 pg/ml) má fá fram
góða verkjastillingu með fáum aukaverkunum.
Forsenda þessarar meðferðar er að leggur sé
staðsettur sem næst verkjasegmenti mænu. Á
síðustu þremur árunt hefur svæðisbundinni
þriggja lyfja utanbastsmeðferð verið beitt með
góðum árangri til verkjastillingar stærri að-
gerða á handlækningadeild Landspítalans og
hefur árangur við þá meðferð verið kannaður
með tilliti til staðsetningar leggjar.
Efniviður og aðferðir: Alls voru 1.033 sjúk-
lingar í úttektinni. Skráður var nákvæmlega á
eftirlitsblaði á fjögurra klukkustunda fresti ár-
angur verkjameðferðar og fylgikvilla sem og
skerðing á hreyfigetu. Hreyfigeta var metin
samkvæmt kvarða Bromage frá 0-3. Staðsetn-
ing leggjar á lendarsvæði eða brjóstholssvæði
var borin saman við hreyfigetu sjúklinga.
Niðurstöður: I þeim tilfellum þar sent leggur
var lagður á brjóstholssvæði yfir viðkomandi
verkjasegmenti var hreyfigeta >2 í 1,9% til-
fella. Þar sem leggur hafði verið lagður á lend-
arsvæði reyndust 21,4% sjúklinga hafa hreyfi-
getu >2. Þegar borin var saman staðsetning
leggjar og aðgerðarform var í öllum tilfellum
um verulegan mun á hreyfigetu að ræða brjóst-
holsstaðsetningu í liag. Við brjóstholsaðgerðir
var enginn sjúklinga með kvarða >2, enda eng-
inn leggur lagður á lendarsvæði.
Ályktanir: Mikilvægt er að leggja deyfingu
yfir þeim stað afturhorns mænu, þar sem búast
má við að ífarandi verkjaboð komi inn og mið-
ast það við staðsetningu aðgerðar. Aldrei skal
þó leggja deyfinguna neðar en L-l. Ranglega
staðsettur leggur þýðir skert hreyfigeta, meira
magn lyfja, meiri ógleði, lengri rúmlega, lengri
þvagleggjarþörf og óánægður sjúklingur.
S-5. Þriggja lyfja svæðisbundin verkja-
meðferð á Landspítalanum. Lýst tveimur
sjúkratilfellum
Gísli Vigfússon, Eiríkur Benjamínsson, Oddur
Fjalldal, Jón Sigurðsson
Frá svœfingadeild Landspítalans
Á handlækningadeildum Landspítalans hef-
ur verið veitt þriggja lyfja svæðisbundin utan-
bastsverkjameðferð (búpívakaín 0,1 mg/ml,
fentanýl 2 pg/ml, adrenalín 2 pg/ml) um
þriggja ára skeið. Þessi meðferð var í lok árs
1995 kynnt meðal starfsfólks deildanna. Sjúk-
lingum var fylgt eftir af lækni gjörgæsludeildar
og verkjahjúkrunarfræðingi. Árangur meðferð-
ar var tölvuskráður og meðferðin, skráningin
og eftirlitið bætt eftir því sem hnökrar komu
fram. Ýmis vandamál geta komið upp við með-
ferðina, sem oftast eru smávægileg. Oftast eru
þau tæknilegs eðlis, ófullkomin verkastilling
eða fylgikvillar lyfjanteðferðar.
Á árinu 1998 komu upp tvö óvenjuleg tilfelli
annað tæknilegs eðlis en hitt vegna verkja.
Sjúkratilfelli 1: Ung kona, sem átti að fara í
æðaaðgerð, fékk utanbastslegg lagðan á bjóst-
holssvæði. Fremur illa gekk að koma leggnum
fyrir, sjúklingur var órólegur og fattur í baki.
Það tókst þó að lokum og sjúklingur fékk góða
verkjastillingu eftir aðgerð. Eftir meðferð, þeg-
ar fjarlægja átti legginn, var hann fastur hvern-
ig sem togað var í hann. Sjúklingur var látinn
beygja sig fram og til hliðar, í sitjandi og liggj-
andi stöðu án árangurs. Brugið var á það ráð að
sprauta skuggaefni í legginn og virtist hann
mynda slaufu utan við utanbastsrými. Haft var
samband við bæklunarlækni og var fyrirsjáan-
legt að gera þyrfti aðgerð til að fjalægja legg-
inn. Skömmu fyrir aðgerð var enn reynt að toga
í legginn og sjúklingur nú látinn sitja og mynda
öfuga kryppu og brá þá svo við að leggurinn
rann auðveldlega út.
Sjúkratilfelli 2: Eldri karlmaður með slæma
slitgigt í mjöðm átti að fá gervilið. Tekin var
röntgenmynd af lungum fyrir aðgerð og kom í
ljós illkynja æxli og fór sjúklingur því í aðgerð
á lunga. Lagður var brjóstholsutanbastsleggur
fyrir aðgerð og gekk það vel. Eftir aðgerð fékk
sjúklingur hefbundna þriggja lyfja utanbasts-
meðferð og var hann að heita verkjalaus á að-
gerðarsvæði. Hins vegar hafði hann slæman
verk frá mjöðm, sem hélt fyrir honum vöku.
Bæði sjúkratilfelli eru lærdómsrík. Það fyrra
sýnir að oftast er hægt að ná út utanbastslegg ef
sjúklingur er látinn liggja í þeirri stöðu sem
leggurinn var lagður í, þótt óvenjuleg sé. Hitt
tilfellið staðfestir svæðisbundna verkun þriggja
lyfja verkjameðferðarinnar og mikilvægi þess