Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 80

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 80
352 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Félag landsbyggðarlækna Við erum að gera aðra hluti en læknar í þéttbýli - segir Ágúst Oddsson læknir í Bolungarvík, formaður hins nýstofnaða félags Einn anginn af lækna- skortinum á landsbyggðinni birtist í stofnun Félags Iandsbyggðarlækna í haust er leið. Þessi félagsskapur hefur farið af stað af þó nokkrum krafti og hélt aðal- fund sinn í byrjun mars. Formaður þessa félags er Ágúst Oddsson læknir í Bol- ungarvík. Læknablaðið tók hann tali og spurði fyrst um aðdraganda þess að félagið var stofnað. „Við sækjum fyrirmyndina að þessu félagi til Ástralíu og Kanada þar sem landsbyggð- arlæknar hafa með sér öflug samtök og gefa út tímarit. I haust létum við verða af því að stofna félagið og skömmu síðar fengum við hingað í heimsókn Roger Strauss pró- fessor frá Ástralíu. Reyndar hefur hugmyndin blundað í okkur um langt skeið því við vitum að við erum að gera aðra hluti en læknar í þéttbýl- inu, til dæmis sinnum við ým- iss konar bráðaþjónustu, sjúkraflutningum og fleiru sem heimilislæknar í þéttbýli þurfa ekki að fást við. Kjörin og starfsumhverfið eru líka á margan hátt afar ólík, auk þess sem við eigum óhægara um vik að viðhalda menntun okk- ar.“ - Hversu margir eru í félag- inu? „Það eru rúmlega 50 læknar í félaginu en við vonumst eftir því að okkur fjölgi. Það ræðst hins vegar af því hvernig við skilgreinunt landsbyggð hversu margir munu ganga í félagið. Það mál er enn í um- ræðu. Á aðalfundinum var stungið upp á því að miða við að landsbyggðarlækningar séu heilbrigðisþjónusta sem veitt er í meira en 80 km fjar- lægð eða einnar klukkustund- ar aksturstíma frá sérgreina- sjúkrahúsi. Þetta áttu margir erfitt með að fallast á því veð- ur hamlar oft samgöngun. Sem dæmi má nefna að það er aðeins 15 mínútna akstur frá Bolungarvík á Isafjörð en þegar veður hamlar færð er í raun jafnlangt þangað og til Reykjavíkur. Væri þessi skil- greining í gildi myndu staðir á borð við Dalvík, Ólafsfjörð, Akranes og allt Suðurland vestan Hellu falla utan hennar. Læknar á Akureyri eru ekki með í félaginu eins og er þar sem þeir teljast starfa í þétt- býli. Þetta er umdeilt því þeir þjóna héraðinu umhverfis Ak- ureyri sem er landsbyggð. Við teljum því rétt að miða við starfsumhverfið en ekki fjar- lægð í kílómetrum. Viðbrögð lækna við félaginu hafa verið mjög góð því allir sem við hefur verið rætt vilja vera með í því þótt menn séu vissulega misjafnlega virkir. Við leggjum áherslu á að félag- inu er ekki ætlað að kljúfa læknasamtökin heldur að starfa sem áhugamannafélag um landsbyggðarlækningar. Við er- um ekki kjaramálafélag þótt kjaramál séu mikið rædd á fundum, þau eru svo stór þátt- ur í starfsumhverfi okkar að hjá því verður ekki komist. Við eigum hins vegar fulltrúa í kjaranefnd FÍH. En þótt flestir okkar séu heimilislæknar þá eru sjúkrahúslæknar, unglækn- ar og sérfræðingar í öðrum greinum á landsbyggðinni einnig velkomnir í félagið." Sjúkraflug og símenntun - Hvað var efst á baugi á aðalfundinum? Hvaða mál brenna heitast á landsbyggð- arlæknum? „Það er mönnunarvandinn og kjaramálin í víðri merk- ingu sem heitast brenna á okk- ur. Nú eru 85 læknastöður utan Akureyrar og Reykjavík- ur en af þeim eru einungis 68 setnar. Sautján stöður eru því tómar og í mörgum hinna eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.