Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 61

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 333 að leggja legg við rétt svæði mænu til þess að fá fram hámarksverkun og lágmarksfylgikvilla. S-6. Utanbastsdeyfing ofarlega á brjóst- kassa hindrar ekki starfsemi semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins í fótleggjum Helga Kristín Magnúsdóttir', Klaus Kirnö2, Sven-Erik Ricksten3, Mikael Elanr1 Frá 'svœfinga- og gjörgœsludeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, 2anestesi, ’intensiv- várd og 4klinisk neurofysiologisk avd., Sahl- grenska Universitets Sjukhuset, Gautahorg Inngangur: Hingað til hefur verið stuðst við óbeinar mælingar á útbreiðslu hömlunar á semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins við utan- bastsdeyfingar staðbundnar á brjóstkassa. Þær rannsóknir benda til að hömlun verði á sjálf- virka taugakerfinu til neðri útlima. Með því að mæla leiðni beint í semjutaug með smágerðu rafskauti, hefur verið sýnt fram á að utanbasts- deyfing á mjóbakssvæði sem nær upp að T:X hemur algjörlega virkni semjuhluta taugakerf- isins til fótleggja og kemur það heim og saman við útbreiðslu snertiskyns. Við gerðum rann- sókn þar sem mæld var taugaleiðni í semju- hluta dálkstaugar (nervus peroneus) bæði fyrir og eftir háa utanbastsdeyfingu á brjóstkassa. Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn var gerð á 10 sjúklingum sem var fyrirhugað að færu í brjóstholsaðgerð. Utanbastsleggur var lagður á bilinu T:11I-1V eða T:IV-V. Skráður var blóðþrýstingur og hjartsláttur. Smágerðu rafskauti var kornið fyrir í dálkstaug strax fyrir neðan hné og fundinn staður í semjuhluta taug- arinnar og virkni skráð. I sex sjúklingum var einnig mældur húðhiti á stórutá og þumli. Eftir að grunnmælingar voru gerðar var gefið búpí- vakaín 5 mg/ml, 4-6 ml í utanbastslegg. Eftir það voru skráðar mælingar í 45 mínútur. Ut- breiðsla deyfingar var metin með því að athuga brottfall kuldaskyns. Niðurstöður: Eftir að búpívakaíni hafði ver- ið sprautað í utanbastslegginn varð vart óveru- legrar aukningar á starfsemi semjuhluta tauga- kerfisins til vöðva. Samfara þessu var óveruleg og aðeins skammvinn lækkun í blóðþrýstingi. Hjartsláttur var óbreyttur. Húðhiti jókst í þumli 15 mínútur eftir deyfingu á meðan ekki var nein breyting í stórutá. Hömlun á kuldaskyni náði á milli TH:I til TH:V1II að meðaltali. Alyktanir: Þessi niðurstaða bendir til þess að utanbastsdeyfing hátt á brjóstkassa hafi ekki áhrif á semjuhluta taugakerfisins til fótleggja. Þetta er ólíkt því sem hefur komið fram í öðr- um rannsóknum en samræmist vel þeirri reynslu að slík deyfing hafi lítil áhrif á hjarta- og blóðrásarkerfi við klíníska notkun. S-7. Lærtaugadeyfing, með eða án leggs, til verkjameðferðar eftir skurðaðgerðir á hné Girisli Hirlekar, Helga Kristín Magnúsdóttir, Ingiríður Sigurðardóttir Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Verkir eftir gerviliðaaðgerð á hné, krossbandaviðgerðir og aðrar hnéaðgerðir geta verið mjög rniklir og erfiðir að eiga við. Þær aðferðir sem mest hafa verið notaðar til að stilla verki eru: 1. Utanbastsdeyfing með eða án ópíata. 2. Innanbastsópíöt. 3. Opiöt í æð, vöðva eða um munn. 4. Bólgueyðandi lyf og paracetamól. 5. Kæling. Verkjastillandi áhrif þessara aðferða eru mis- góð og aukaverkanir ekki ótíðar. Lýst hefur verið góðum áhrifum lærtaugadeyfingar á verki eftir hnéaðgerðir. A FSA höfum við gefið 12 sjúklingum lærtaugadeyfingu, sex eftir gervi- liðaaðgerð og sex eftir aðrar opnar aðgerðir. Efniviður og aðferðir: Gerviliðasjúklingar voru sex. Meðalaldur þeirra var 73 ár (62-87). 1. Skurðaðgerð var framkvæmd í inænudeyfingu með morfíni (0,12-0,2 mg). 2. Lögð deyfing eftir skurðaðgerð. Gefnir 30 ml 0,25% búpívakaíni. 3. Þrír sjúklingar fengu lærtaugadeyfingu með legg, þrír án leggs. 4. Verkjalyfjanotkun og al- menn líðan var metin. Verulegt gagn virtist vera af deyfingunni Opnar hnéaðgerðir voru hjá sex sjúklingum (fjórar krossbandaviðgerðir, einn liðþófi saum- aður og popliteal sin og ein epiphysiodes). Meðalaldur sjúklinganna var 18 ár (14-27). 1. Skurðaðgerð var framkvæmd í svæfingu. 2. Lögð deyfing eftir skurðaðgerð. Gefnir 30 ml 0,25% eða 0,5% búpívakaíni. 3. Þrír fengu legg, þrír eingöngu gusur (boluses). Sprautað var í legg á um fjögurra tíma fresti. 4. Tími fyr- ir fyrstu ópíötsprautu var þrír tímar að meðal- tali (einn eftir níu tíma, einn þurfti ekkert). Alyktanir: Lærtaugadeyfing er mikilvæg verkjastillandi aðferð eftir opnar hnéaðgerðir. Tilfellin sem hér hefur verið lýst lofa góðu, bæði hvað varðar framkvæmd og verkun lær- taugadeyfingar. Frekari samanburðarrann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.