Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 86

Læknablaðið - 15.04.1999, Síða 86
356 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Við erum að flytja verkefni heim í hérað Rætt við Stefán Þórarinsson um sameiningu heilbrigðisstofnana á Austurlandi Stefán Þórarinsson héraðslœknir Austurlands. Um síðustu áramót tók gildi nýtt skipulag á heil- brigðisþjónustu á Austur- landi. Þá voru sjö heilbrigð- isstofnanir á svæðinu frá Vopnafirði að Djúpavogi sameinaðar í Heilbrigðis- stofnun Austurlands. Yfir þessari stofnun er ein fimm manna stjórn sem leysir af hólmi sjö stjórnir og einn framkvæmdastjóri verður yfir stofnuninni en hann tekur til starfa nú í apríl- byrjun. Á Austurlandi eru starfrækt sjúkrahús og heilsugæsla á þremur stöðum, Seyðisfirði, Egilsstöðum og Neskaupstað, og heilsugæslustöðvar á fjór- um stöðum, Vopnafirði, Eski- firði, Fáskrúðsfirði og Djúpa- vogi. Þá er ótalin heilsugæsl- an í Hornafirði en hún er ekki með í þessari sameiningu vegna þess að sveitarfélagið hefur tekið að sér rekstur heilsugæslunnar sem hluta af verkefni reynslusveitarfélaga. Þótt ákvörðunin um sam- einingu á Austurlandi hafi verið tekin í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu kom frumkvæðið frá heima- mönnum og þar fór fremstur í flokki héraðslæknir Austur- lands, Stefán Þórarinsson, sem einnig gegnir starfi heilsu- gæslulæknis á Egilsstöðum. Læknablaðið hitti Stefán að máli og bað hann að lýsa þeim breytingum sem gerðar hafa verið og hver aðdragandi þeirra hafi verið. Návígið stundum of mikið „Frumkvæðið kom frá okk- ur. Við höfum í mörg ár verið að glíma við það verkefni að þróa þjónustuna, koma á auknu samstarfi innan fjórð- ungsins í því skyni að auka sérhæfinguna. I því starfi höf- um við rekið okkur á að stofn- anirnar eru svo litlar, hver með sína fjárveitingu og bund- in við eigin stjórn. Þær hafa þurft að leita til ráðuneytisins um allt samstarf þótt ekki séu nema 30 kílómetrar á milli stofnana. Þetta kerfi hefur verið þungt í vöfum og nienn litlu ráðið um eigin mál. Ráðu- neytið er heldur ekki skipu- lagt til þess að reka heilbrigð- isstofnanir, verkefni þess eru á öðrum sviðum. Það varð því úr að steypa öllum heilbrigðisstofnunum Austurlands saman í eina. Vinnan á hverjum stað er hins vegar óbreytt en menn eru hluti af einni stofnun og geta þess vegna betur unnið saman þegar það hentar.“ - Það má því segja að kerf- ið hafi staðið í vegi fyrir frek- ara samstarfi. „Já, skipulagið stóð okkur fyrir þrifum. En þegar við fór- um að vinna að þessari sam- einingu kom í ljós að hug- myndir okkar féllu saman við hugmyndir ráðuneytisins um að stækka stofnanir, fækka þeim og flytja verkefni til þeirra úr ráðuneytinu. Helstu breytingar á skipu- laginu eru þær að stjómum fækkar úr sjö í eina og fram-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.