Læknablaðið - 15.04.1999, Page 87
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
357
Ráðherra svarar fyrirspurn um sameininguna
Stofnanir styrktar
og gerðar sjálfstæðari
í lok febrúarmánaðar svaraði Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fyrir-
spurnum Hjörleifs Guttormssonar alþing-
ismanns um skipan heilbrigðismála á Aust-
urlandi. Þar sagði hún meðal annars um
tilganginn með breytingunum:
„Með breytingunum er stefnt að því að
styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu, tengja
saman stofnanir og efla þær rekstrareiningar
þar sem mönnun, samvinna og samnýting
mun skapa öflugri einingar. Markmiðið er að
auka jafnræði íbúa og styrkja þau svæði sem
notið hafa hvað minnstrar heilbrigðisþjón-
ustu. Stefnt er að fjölgun á stöðugildum lækna
og seta þeirra treyst, eflingu sérfræðiþjónustu,
aukinni samvinnu lækna og minni vaktabyrði
en verið hefur. Með því verður unnt að bæta
faglegt umhverfi og auka möguleika á því að
manna stöður heilbrigðisstarfsmanna og efla
sjálfstæði svæðisins að því er varðar heil-
brigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er breyt-
ingunum ætlað að auka sjálfræði og sjálfs-
ákvörðunarvald heimamanna.
Þær forsendur sem lagðar hafa verið til
grundvallar eru í fyrsta lagi sú stefna stjórn-
valda að bæta heilbrigðisþjónustu með auk-
inni samvinnu og samhæfingu innan heil-
brigðisþjónustunnar og sameiningu stofnana
um land allt. Stjómarfyrirkomulag heilbrigð-
iskerfisins hefur lengi verið til umræðu og
fyrir liggur að á því hafa verið ágallar bæði á
Austurlandi og á landsvísu. Einn af göllum
fyrirkomulagsins á Austurlandi er smæð
stofnana og að hver þeirra hefur verið mjög
bundin sínu byggðarlagi þegar litið er til yfir-
stjórnar og fjárveitinga. Tengsl milli heil-
brigðisstofnana innan fjórðungsins hafa verið
fremur lítil. Því hefur reynst erfitt að vinna að
ýmsum breytingum og úrbótum fyrir tjórð-
unginn í heild, svo sem varðandi sérfræði-
þjónustu. Þetta hefur veikt stöðu heilbrigðis-
þjónustunnar í fjórðungnum þegar litið er á
svæðið sem eina heild og möguleika til þróun-
ar á einstökum stofnunum. Með óbreyttu
fyrirkomulagi var talið að stofnanirnar yrðu
áfram fremur ósjálfstæðar..."
Um stjórn nýju stofnunarinnar sagði ráð-
herra:
„Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar
undir einni fimm manna stjórn sem heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra skipaði þann 31.
desember síðastliðinn. Stjórnina skipa: Katrín
Ásgrímsdóttir formaður, tilnefnd af heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra, og Hreinn Sig-
marsson, Þóra Kristjánsdóttir og Adolf Guð-
mundsson, tilnefnd af sveitarstjórnum. Vara-
menn tilnefndir af sama aðila eru Benedikt
Sigurjónsson, Guðlaugur Valtýsson og Olafur
Hr. Sigurðsson. Emil Sigurjónsson er til-
nefndur af starfsmannaráði.
Það er hlutverk nýrrar stjórnar Heilbrigðis-
stofnunar Austurlands og framkvæmdastjóra
stofnunarinnar ásamt starfsmönnum að taka
frekari ákvarðanir um þá þjónustu sem veitt er
á svæði stofnunarinnar og útfærsla á einstök-
uin þáttum er í þeirra höndum. Með því telur
ráðuneytið tryggt að fagþekking, reynsla,
sjónarmið og ábyrgð heimamanna sjálfra ráði
mestu og tryggi íbúum á Austurlandi jafna,
stöðuga og góða heilbrigðisþjónustu hvar sem
þeir eru í sveit settir.“
kvæmdastjórum sömuleiðis.
Áður var framkvæmdastjóri
yfir hverri stofnun og þeir
voru allir í sambandi við ráðu-
neytið. Nú verður staðarhald-
ari á hverjum stað en þeir
starfa í tengslum við fram-
kvæmdastjórann og stjórnina.
Við þetta fækkar stjórnar-
mönnum verulega og það get-
ur bæði haft kosti og galla.
Stundum er návígið of mikið
og gerir mönnum erfitt um vik
að leysa vissar tegundir vanda-
mála. í þeim tilvikum er betra
að hafa stjómina í heldur meiri
fjarlægð, auk þess sem hún
hefur meiri burði til þess að
leysa málin. Það er ekki kom-
in nein reynsla á þessa nýskip-
an, stjómin er enn að kynna