Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 69

Læknablaðið - 15.12.1999, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 997 Óssur hf hefur tekið þátt í aðstoð íslenskra stjórnvalda við fólk sem misst hefur fœtur af völdnm stríðsátaka í Bosníu. Þessi tvö hafa feng- ið nýja fcetur frá Össuri en alls hafa stjórnvöld keypt 1.000 gervifœtur affyrirtœkinu íþessu skyni. Auk þess hefurfyrirtœkið séð um þjálfun starfsmanna stoðtœkjaverkstœða í nokkrum borgum Bosníu. umsjón með mati og athugun- um á ákveðinni vöru sem við erum að þróa. Þetta er raunar dæmigert fyrir þróunarverk- efnin, það eru læknar sem skipuleggja þau og hafa eftir- lit með og stjórn á þeim en svo koma aðrar stéttir - stoðtækja- fræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og tæknimenn - og annast nánari útfærslu þeirra,“ segir Hilmar. Þeir segja að læknar sem þeir þurfa að hafa samskipti við séu einkum bæklunar- skurðlæknar sem gera aðgerð- ir á fólki og endurhæfingar- læknar sem sjá um að koma því á fætur aftur. En aðrar sér- greinar koma einnig við sögu, til dæmis hefur fyrirtækið í auknum mæli þurft að leita ráða hjá húðsjúkdómalæknum og svo var á þeim að heyra að fyrsti læknirinn sem ráðinn yrði til starfa hjá Össuri yrði væntanlega úr þeirri grein. Hilmar segir jafnframt að læknar gegni mikilvægu hlut- verki í þjónustu við þá sem þurfa á stoðtækjum að halda. „Þjónustan hefur verið að breytast í þá veru að nú er bú- ið til teymi sérfræðinga sem heldur utan um sjúklinginn meðan á endurhæfingunni stendur og þar eru læknar í lykilhlutverki. Auk þeirra sem ég nefndi áðan koma geð- læknar og sálfræðingar oft við sögu,“ segir hann og bætir því við að þegar endurhæfíngunni sé lokið komi röðin að heimil- islækni sjúklingsins. Að nálgast skurðaðgerðina Gunnar segir að þróun læknavísindanna hafí breytt allri meðferð þeirra sem missa útlimi. „Nú er krafa samfé- lagsins um að þeir komist sem fyrst á fætur og út í samfélag- ið sem virkur þátttakandi og meðferðin tekur mið af því. Nú er reynt að taka eins lítið af útlimum og hægt er því þá verður auðveldara fyrir sjúk- linginn að laga sig að breytt- um aðstæðum og þjálfa upp göngulag á ný.“ Að sögn þeirra félaga hefur þetta orðið til þess að fram- leiðendur stoðtækja hafa verið að fikra sig nær og nær sjálfri skurðaðgerðinni með tæki sín og þjónustu. „Dæmi um það er ný teg- und af hulsu sem við munum setja fljótlega á markað og við nefnum upp á ensku „post- operative“. Það er hulsa sem gerir sjúklingi kleift að nota gervifót skömmu eftir aflim- un. Hugmyndin sem liggur að baki þessari hulsu er sú að koma á nánu samstarfi milli lækna, annarra heilbrigðis- starfsmanna og stoðtækja- fræðinga í því skyni að koma fólki sem fyrst í endurhæf- ingu. Takist að stytta tímann sem líður frá aðgerð þar til endurhæfing hefst er það sigur fyrir alla. I raun og veru viljum við að læknar hafi endurhæfinguna í huga allt frá því ákvörðun um aflimun er tekin. Eða eins og sænskur endurhæfingarlæknir sem tók þátt í verkefni með okkur sagði: Það verður að fá lækna til að hugsa um hvað þeir eru að skera ofan í. Með því átti hann við það að þeir viti hvað tekur við hjá sjúk- lingnum og hvers konar hulsu og gervifæti hann eigi völ á. Það mun auðvelda fólki að komast fyrr á fætur aftur til að lifa eðlilegu lífi,“ segir Hilmar. í samkeppnisumhverfi Össur hf. á það sameigin-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.