Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 69

Læknablaðið - 15.12.1999, Síða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 997 Óssur hf hefur tekið þátt í aðstoð íslenskra stjórnvalda við fólk sem misst hefur fœtur af völdnm stríðsátaka í Bosníu. Þessi tvö hafa feng- ið nýja fcetur frá Össuri en alls hafa stjórnvöld keypt 1.000 gervifœtur affyrirtœkinu íþessu skyni. Auk þess hefurfyrirtœkið séð um þjálfun starfsmanna stoðtœkjaverkstœða í nokkrum borgum Bosníu. umsjón með mati og athugun- um á ákveðinni vöru sem við erum að þróa. Þetta er raunar dæmigert fyrir þróunarverk- efnin, það eru læknar sem skipuleggja þau og hafa eftir- lit með og stjórn á þeim en svo koma aðrar stéttir - stoðtækja- fræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og tæknimenn - og annast nánari útfærslu þeirra,“ segir Hilmar. Þeir segja að læknar sem þeir þurfa að hafa samskipti við séu einkum bæklunar- skurðlæknar sem gera aðgerð- ir á fólki og endurhæfingar- læknar sem sjá um að koma því á fætur aftur. En aðrar sér- greinar koma einnig við sögu, til dæmis hefur fyrirtækið í auknum mæli þurft að leita ráða hjá húðsjúkdómalæknum og svo var á þeim að heyra að fyrsti læknirinn sem ráðinn yrði til starfa hjá Össuri yrði væntanlega úr þeirri grein. Hilmar segir jafnframt að læknar gegni mikilvægu hlut- verki í þjónustu við þá sem þurfa á stoðtækjum að halda. „Þjónustan hefur verið að breytast í þá veru að nú er bú- ið til teymi sérfræðinga sem heldur utan um sjúklinginn meðan á endurhæfingunni stendur og þar eru læknar í lykilhlutverki. Auk þeirra sem ég nefndi áðan koma geð- læknar og sálfræðingar oft við sögu,“ segir hann og bætir því við að þegar endurhæfíngunni sé lokið komi röðin að heimil- islækni sjúklingsins. Að nálgast skurðaðgerðina Gunnar segir að þróun læknavísindanna hafí breytt allri meðferð þeirra sem missa útlimi. „Nú er krafa samfé- lagsins um að þeir komist sem fyrst á fætur og út í samfélag- ið sem virkur þátttakandi og meðferðin tekur mið af því. Nú er reynt að taka eins lítið af útlimum og hægt er því þá verður auðveldara fyrir sjúk- linginn að laga sig að breytt- um aðstæðum og þjálfa upp göngulag á ný.“ Að sögn þeirra félaga hefur þetta orðið til þess að fram- leiðendur stoðtækja hafa verið að fikra sig nær og nær sjálfri skurðaðgerðinni með tæki sín og þjónustu. „Dæmi um það er ný teg- und af hulsu sem við munum setja fljótlega á markað og við nefnum upp á ensku „post- operative“. Það er hulsa sem gerir sjúklingi kleift að nota gervifót skömmu eftir aflim- un. Hugmyndin sem liggur að baki þessari hulsu er sú að koma á nánu samstarfi milli lækna, annarra heilbrigðis- starfsmanna og stoðtækja- fræðinga í því skyni að koma fólki sem fyrst í endurhæf- ingu. Takist að stytta tímann sem líður frá aðgerð þar til endurhæfing hefst er það sigur fyrir alla. I raun og veru viljum við að læknar hafi endurhæfinguna í huga allt frá því ákvörðun um aflimun er tekin. Eða eins og sænskur endurhæfingarlæknir sem tók þátt í verkefni með okkur sagði: Það verður að fá lækna til að hugsa um hvað þeir eru að skera ofan í. Með því átti hann við það að þeir viti hvað tekur við hjá sjúk- lingnum og hvers konar hulsu og gervifæti hann eigi völ á. Það mun auðvelda fólki að komast fyrr á fætur aftur til að lifa eðlilegu lífi,“ segir Hilmar. í samkeppnisumhverfi Össur hf. á það sameigin-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.