Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 39
37 Guðmundur Björnsson FYRSTU AUGNSKURÐIR Á LANDAKOTSSPÍTALA Augnsjúklingar Björns Ólafssonar og Andrésar Fjeldsted á Landakoti 1902—1923. Allt frá því að Landakotsspítalinn var stofnsettur haustið 1902 hafa augnlækning- ar verið snar þáttur í starfsemi sjúkrahúss- ins og má segja, að þar hafi frá fyrstu tíð verið miðstöð augnskurðlækninga á íslandi. Augnlæknar hafa alltaf starfað við sjúkra- húsið og flestar meiriháttar augnaðgerðir hér á landi, hafa verið framkvæmdar þar. Alls hafa starfað þar 11 augnlæknar og lengst allra Kristján Sveinsson, er hóf þar starf 1933 og lét af störfum fyrir aldurs- sakir árið 1971. Formleg augndeild var þó ekki stofn- sett við spítalann fyrr en árið 1969 og var Bergsveinn Ólafsson fyrsti yfirlæknir henn- ar. Þegar sérmenntun verðandi augnlækna hófst á augndeildinni og kennsla lækna- nema í augnsjúkdómafræði fluttist að Landakoti, var stofnuð þar göngudeild haustið 1973. Vegna þáttar Landakotsspitala í augn- lækningum hér á landi í þrjá aldarfjórð- unga, þykir tilhlýðilegt á þessum tímamót- um í sögu spítalans að geta að nokkru þeirra aðgerða, sem fyrstu augnlæknar spitalans framkvæmdu þar, enda þótt heim- ildir séu af skornum skammti. IJJÖRN ÓLAFSSON. Fyrsti augnlæknir á Landakoti var Björn Ólafsson frá Ási í Hegranesi f. 11. apríl 1862. Hann útskrifaðist úr Læknaskólan- um 1888 og nam siðan augnlæknisfræði í Kaupmannahöfn næstu tvö ár. Hann var fyrstur allra islenzkra lækna að leggja stund á sérgrein. Árið 1890 gerðist hann héraðslæknir á Akranesi, sem þá var auka- læknishérað. Jafnframt héraðslæknisstörfum stundaði hann augnlækningar og gerði á Skipa- skagaárum sínum margar meiriháttar augnaðgerðir, er báru hróður hans um landið. Til Reykjavíkur flyzt hann í ársbyrjun 1894 og stundar augnlækningar nær ein- göngu eftir það með 2000 króna árlegum styrk úr landssjóði, en skilyrði fyrir styrknum var, að hann annaðist kennslu í augnsjúkdómum við Læknaskólann og ferð- aðist á sumrum með strandferðaskipum kringum landið til þess að almenningur ætti sem hægast með að ná til hans. Eftir að Björn sezt að í Reykjavík mætti ætla að aðstaða hans til skurðlækninga Fig. 1 Björn Ólafsson, augnlæknir (ophthalmologist).

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.