Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 39
37 Guðmundur Björnsson FYRSTU AUGNSKURÐIR Á LANDAKOTSSPÍTALA Augnsjúklingar Björns Ólafssonar og Andrésar Fjeldsted á Landakoti 1902—1923. Allt frá því að Landakotsspítalinn var stofnsettur haustið 1902 hafa augnlækning- ar verið snar þáttur í starfsemi sjúkrahúss- ins og má segja, að þar hafi frá fyrstu tíð verið miðstöð augnskurðlækninga á íslandi. Augnlæknar hafa alltaf starfað við sjúkra- húsið og flestar meiriháttar augnaðgerðir hér á landi, hafa verið framkvæmdar þar. Alls hafa starfað þar 11 augnlæknar og lengst allra Kristján Sveinsson, er hóf þar starf 1933 og lét af störfum fyrir aldurs- sakir árið 1971. Formleg augndeild var þó ekki stofn- sett við spítalann fyrr en árið 1969 og var Bergsveinn Ólafsson fyrsti yfirlæknir henn- ar. Þegar sérmenntun verðandi augnlækna hófst á augndeildinni og kennsla lækna- nema í augnsjúkdómafræði fluttist að Landakoti, var stofnuð þar göngudeild haustið 1973. Vegna þáttar Landakotsspitala í augn- lækningum hér á landi í þrjá aldarfjórð- unga, þykir tilhlýðilegt á þessum tímamót- um í sögu spítalans að geta að nokkru þeirra aðgerða, sem fyrstu augnlæknar spitalans framkvæmdu þar, enda þótt heim- ildir séu af skornum skammti. IJJÖRN ÓLAFSSON. Fyrsti augnlæknir á Landakoti var Björn Ólafsson frá Ási í Hegranesi f. 11. apríl 1862. Hann útskrifaðist úr Læknaskólan- um 1888 og nam siðan augnlæknisfræði í Kaupmannahöfn næstu tvö ár. Hann var fyrstur allra islenzkra lækna að leggja stund á sérgrein. Árið 1890 gerðist hann héraðslæknir á Akranesi, sem þá var auka- læknishérað. Jafnframt héraðslæknisstörfum stundaði hann augnlækningar og gerði á Skipa- skagaárum sínum margar meiriháttar augnaðgerðir, er báru hróður hans um landið. Til Reykjavíkur flyzt hann í ársbyrjun 1894 og stundar augnlækningar nær ein- göngu eftir það með 2000 króna árlegum styrk úr landssjóði, en skilyrði fyrir styrknum var, að hann annaðist kennslu í augnsjúkdómum við Læknaskólann og ferð- aðist á sumrum með strandferðaskipum kringum landið til þess að almenningur ætti sem hægast með að ná til hans. Eftir að Björn sezt að í Reykjavík mætti ætla að aðstaða hans til skurðlækninga Fig. 1 Björn Ólafsson, augnlæknir (ophthalmologist).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.