Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 43
41 lituhögg og er þeirri aðgerð beitt enn í dag við þennan kvilla. Björn gerir að minnsta kosti 19 drer- aðgerðir á Landakoti og gerir oftast ex- tractio lentis linearis a.m. von Graefe, sem þá var nær eingöngu beitt í nágrannalönd- um og allt fram á fjórða eða fimmta tug aldarinnar. Ekki hefur greinarhöfundur fundið að Björn hafi gert nema eina skjálgaðgerð á inniliggjandi sjúklingi á sjúkrahúsinu, enda voru slíkar aðgerðir sjaldgæfar á þeim árum, bæði hér og erlendis. Aðgerðin var gerð 21. jan. 1904 á 8 ára gömlum dreng í Reykjavík. Var hann með inn- hverfa skiálg á hægra auga og starfræna sjóndepru. í klóróformsvæfingu var gerð- ur sinaskurður á innri réttilvöðva skakka augans cg voru augun nær réttstæð eftir aðgerðina. Sjá 8. sögu. Brottnám auga var gert fyrst 27. febr. 1903. Sextíu ára bóndi frá Skálholti leit- aði til Björns vegna mikilla verkja í auga, sem var blint. Var hann lagður inn á spítalann og augað tekið. Sjá 9. sögu. Frá upphafi hefur Landakot verið nær eina athvarfið, ef alvarleg augnslys hafa borið að höndum hér á landi Fyrsta sjúk- ling með meiriháttar slys á auga bar að garði 25. júlí 1903. Var það 14 ára dreng- ur frá Fossnesi í Gnúpverjahreppi. Hafði hann verið að járna hest og flís hrokkið í auga. Hafði hún farið i gegnum glæru og augasteinn varð ógagnsær. Var augasteinn- inn numinn brott i þeirri von að flisin leyndist þar, en það reyndist ekki vera og var augað þá strax tekið og fannst þá járnflís i glervökvanum. Sjá 10. sögu. Björn gerði síðustu aðgerð sína á Landa- koti 14. sept. 1909, var það ný glákuaðgerð, sem áður er frá sagt. Skömmu síðar veikt- ist hann skyndilega og dó 19. okt. 1909 aðeins 47 ára gamall. Við hið sviplega fráfall Björns er enginn til að taka við störfum hans. Guðmundur Hannesson, sem varð héraðslæknir í Reykjavík árið 1907 cg starfar jafnframt á Landakotsspítala hefur að vísu fengizt við augnlækningar á Akureyri, samhliða héraðs- og sjúkrahússtörfum, en er of önn- um kafinn við almenn læknisstörf og kennslu að hann geti bætt við sig störfum Björns. Fig. 3 Andrés Fjeldsted, augnlæknir (ophthalmologist). í sjúklingaskrá Landakotsspítala er þess ekki getið að Guðmundur hafi gert þar augnaðgerð. ANDRÉS FJELDSTED. Það líður þó ekki nema rúmt misseri frá andláti Björns unz nýr maður tekur við störfum hans, Andrés Fjeldsted, frá Hvít- árvöllum, þá nýbakaður augnlæknir. Sezt hann að í Reykjavík vorið 1910. Meðan hann var héraðslæknir í Þing- eyrarhéraði 1902—1907, gerir hann nokkra augnskurði. Er greint frá þeim í ársskýrsl- um til landlæknis. Hann gerir þar a.m.k. 8 glákuaðgerðir, 2 dreraðgerðir, tekur auga og gerir glæruskurð (sectio Sæmisch) vegna skriðsæris á glæru. Mun Andrés hafa kynnt sér nokkuð augnlækningar, er

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.