Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 43
41 lituhögg og er þeirri aðgerð beitt enn í dag við þennan kvilla. Björn gerir að minnsta kosti 19 drer- aðgerðir á Landakoti og gerir oftast ex- tractio lentis linearis a.m. von Graefe, sem þá var nær eingöngu beitt í nágrannalönd- um og allt fram á fjórða eða fimmta tug aldarinnar. Ekki hefur greinarhöfundur fundið að Björn hafi gert nema eina skjálgaðgerð á inniliggjandi sjúklingi á sjúkrahúsinu, enda voru slíkar aðgerðir sjaldgæfar á þeim árum, bæði hér og erlendis. Aðgerðin var gerð 21. jan. 1904 á 8 ára gömlum dreng í Reykjavík. Var hann með inn- hverfa skiálg á hægra auga og starfræna sjóndepru. í klóróformsvæfingu var gerð- ur sinaskurður á innri réttilvöðva skakka augans cg voru augun nær réttstæð eftir aðgerðina. Sjá 8. sögu. Brottnám auga var gert fyrst 27. febr. 1903. Sextíu ára bóndi frá Skálholti leit- aði til Björns vegna mikilla verkja í auga, sem var blint. Var hann lagður inn á spítalann og augað tekið. Sjá 9. sögu. Frá upphafi hefur Landakot verið nær eina athvarfið, ef alvarleg augnslys hafa borið að höndum hér á landi Fyrsta sjúk- ling með meiriháttar slys á auga bar að garði 25. júlí 1903. Var það 14 ára dreng- ur frá Fossnesi í Gnúpverjahreppi. Hafði hann verið að járna hest og flís hrokkið í auga. Hafði hún farið i gegnum glæru og augasteinn varð ógagnsær. Var augasteinn- inn numinn brott i þeirri von að flisin leyndist þar, en það reyndist ekki vera og var augað þá strax tekið og fannst þá járnflís i glervökvanum. Sjá 10. sögu. Björn gerði síðustu aðgerð sína á Landa- koti 14. sept. 1909, var það ný glákuaðgerð, sem áður er frá sagt. Skömmu síðar veikt- ist hann skyndilega og dó 19. okt. 1909 aðeins 47 ára gamall. Við hið sviplega fráfall Björns er enginn til að taka við störfum hans. Guðmundur Hannesson, sem varð héraðslæknir í Reykjavík árið 1907 cg starfar jafnframt á Landakotsspítala hefur að vísu fengizt við augnlækningar á Akureyri, samhliða héraðs- og sjúkrahússtörfum, en er of önn- um kafinn við almenn læknisstörf og kennslu að hann geti bætt við sig störfum Björns. Fig. 3 Andrés Fjeldsted, augnlæknir (ophthalmologist). í sjúklingaskrá Landakotsspítala er þess ekki getið að Guðmundur hafi gert þar augnaðgerð. ANDRÉS FJELDSTED. Það líður þó ekki nema rúmt misseri frá andláti Björns unz nýr maður tekur við störfum hans, Andrés Fjeldsted, frá Hvít- árvöllum, þá nýbakaður augnlæknir. Sezt hann að í Reykjavík vorið 1910. Meðan hann var héraðslæknir í Þing- eyrarhéraði 1902—1907, gerir hann nokkra augnskurði. Er greint frá þeim í ársskýrsl- um til landlæknis. Hann gerir þar a.m.k. 8 glákuaðgerðir, 2 dreraðgerðir, tekur auga og gerir glæruskurð (sectio Sæmisch) vegna skriðsæris á glæru. Mun Andrés hafa kynnt sér nokkuð augnlækningar, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.