Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 64
62 Sigurður E. Þorvaldsson, Steinn Jónsson, Ólafur Gunnlaugsson HEMIHEPATECTOMIA INNGANGUR. Brottnám á hægra lifrarblaði (lobus) og aðrir meiri háttar lifrarskurðir hafa verið sjaldgæfar aðgerðir á íslandi til þessa*. Eftir því sem næst verður komist, hafa að- eins fjórar slíkar verið gerðar hér á landi, tvær á IV. deild Landspítalans, ein á Borg- arspítala og sú fjórða, er hér um ræðir, á Landakotsspítala. Allmargar minni aðgerðir s.s. fleyg- skurðir, brottnám á vinstri lifrarskika (til vinstri við lig. falciforme) og lifrarsaumar til að stöðva blæðingar hafa verið gerðar og þykja nú ekki tiðindum sæta. Aðgerð sú, sem hér um ræðir, var framkvæmd í ágúst 1977 og verður hér á eftir skýrt nán- ar frá henni. SJÚKRASAGA: Sjötíu og eins árs gamall maður var lagður inn á Landakotsspítala sumarið 1977 með sex mánaða sögu um niðurgang og verki í epigas. trium. Verkurinn var stöðugur og ekki í tengsl- um við máltíðir. Sjúklingur hafði áður verið hraustur, en nú fór fljótlega að bera á slapp- leika. Ekki var saga um lifrarbólgu eða of- notkun áfengis. Við skoðun á kvið fannst lifr- arstækkun og eymsl voru í epigastrium. Ekki voru finnanleg æxli eða einkenni um ascites. Við komu var blóðrauði 15.9 gr%, sökk 9, hv.blk. 2.900, deilitalning eðlileg, blóðflögur 129 bús. Bilirubin og alk. fosf. eðlileg. Gamma GT 31 ImU/ml (efri eðlileg mörk 28), G.P.T. 27 ImU/ml. (efri eðlileg mörk 12). Serumprotein electrophoresis eðlileg. Normotest 59% (neðri * Skráðar heimildir eru fyrir skuröaögeröum á lifur liér á landi fyrir nær 30C\ árum og er f>á átt viö aögeröir vegna sullaveiki. Kviö- ristur íslenskra lækna til sulla í lifur voru ástunga og afveita. Vilmundur Jónsson landlœknir segir í bók sinni Lœkningar og saga (II bindi bJs. 23) ■ . . „óvéfengjanlegur vitnisburöur um slíka aögerö er framkvæmd var af sjálflæröum ís- lenskum lækni 1698.“ (Þessi lœknir var Jón Magnússon, bróöir Árna Magnússonar prófessors). eðlileg mörk 70%). Alfa-fetoprotein" var til staðar, en ekki Ástralíuantigen. Röntgen-rann- sóknir á nýrum, gallblöðru, ristli, maga og mjógirni, svo og maga- og ristilspeglanir sýndu ekkert sérstakt athugavert. Lifrar- og miltisskann sýndi lifrarstækkun, lélega upptöku í vinstra blaði og neðantil í hægra blaði. Gerð var lifrarástunga og tekið sýni sem sýndi hemosiderin á afmörkuðum svæðum, en ekki fannst æxlisvöxtur, bólgu- breytingar eða merki um cirrhosis. Coeliac- angiografia sýndi stækkaða lifur og í miðju hægra blaði var æðaríkur tumor, sem mældist 6x10 cm í þvermál. Miltað var stækkað. Þessar rannsóknir þóttu benda á afmarkað- an æxlisvöxt í lifur og var sjúklingur því tek- inn til aðgerðar. ADGERÐARLÝSING: Kviðarholið var opnað um hægri sub-cost£il skurð. Við þreifingu fannst barnshnefastór tumor á neðra fleti hægra lifrarblaðs og engin önnur merki um æxlisvöxt finnanleg annars staðar i kviðarholi. Að ráði meinafræðings var tekinn fleygbiti á mótum æxlis og lifrar- vefs, þar sem æxlið náði að yfirborði á neðra fleti. Frystiskurðargreining var „Carcinoma hepatocellulare". Svo virtist sem æxlið væri skurðtækt með allbreiðri skurðbrún, miðað við að hægra lifrarblað væri numið burt. Skurður- inn var framlengdur sem thoraco-abdominal- skurður og gallblaðran tekin. Síðan voru æðar í porta hepatis frílagðar eftir því sem unnt var. Æðagreinar til hægri hluta lifrar voru undir- bundnar, svo og hægri ductus hepaticus. Nú mátti greina litaskil á yfirborði lifrar, þar sem hluti hennar hafði verið sviptur miklu af blóðrás sinni. Hægra „coronar ligamenti" lifr- ar var sprett upp og lifrinni velt innávið og venae hepaticae frílagðar, þar sem þær gengu inn í vena cava. Æðar þessar voru þó ekki undirbundnar fyrr en lifrin hefur verið tekin í sundur eftir litaskilum, er lágu gegnum gall- blöðrubeð og það var gert með því að kremja hinn mjúka lifrarvef milli fingra sér og urðu æðar og gallgangar, sem eru seigari, auðveld- lega kiemmdar með æðatöngum og undirbundn- ar. Þegar nú hægri hluti lifrar hafði verið fjarlægður var lagt „gelfoam“ að sárfleti lifr- ar, síðan Prenrose-keri i kviðarhol og brjóst- holskeri undir vatnslás hægra megin. Aðgerðartími 5 klst. Blóðgjöf á meðan á að- gerð stóð 3.500 ml.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.