Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 64
62 Sigurður E. Þorvaldsson, Steinn Jónsson, Ólafur Gunnlaugsson HEMIHEPATECTOMIA INNGANGUR. Brottnám á hægra lifrarblaði (lobus) og aðrir meiri háttar lifrarskurðir hafa verið sjaldgæfar aðgerðir á íslandi til þessa*. Eftir því sem næst verður komist, hafa að- eins fjórar slíkar verið gerðar hér á landi, tvær á IV. deild Landspítalans, ein á Borg- arspítala og sú fjórða, er hér um ræðir, á Landakotsspítala. Allmargar minni aðgerðir s.s. fleyg- skurðir, brottnám á vinstri lifrarskika (til vinstri við lig. falciforme) og lifrarsaumar til að stöðva blæðingar hafa verið gerðar og þykja nú ekki tiðindum sæta. Aðgerð sú, sem hér um ræðir, var framkvæmd í ágúst 1977 og verður hér á eftir skýrt nán- ar frá henni. SJÚKRASAGA: Sjötíu og eins árs gamall maður var lagður inn á Landakotsspítala sumarið 1977 með sex mánaða sögu um niðurgang og verki í epigas. trium. Verkurinn var stöðugur og ekki í tengsl- um við máltíðir. Sjúklingur hafði áður verið hraustur, en nú fór fljótlega að bera á slapp- leika. Ekki var saga um lifrarbólgu eða of- notkun áfengis. Við skoðun á kvið fannst lifr- arstækkun og eymsl voru í epigastrium. Ekki voru finnanleg æxli eða einkenni um ascites. Við komu var blóðrauði 15.9 gr%, sökk 9, hv.blk. 2.900, deilitalning eðlileg, blóðflögur 129 bús. Bilirubin og alk. fosf. eðlileg. Gamma GT 31 ImU/ml (efri eðlileg mörk 28), G.P.T. 27 ImU/ml. (efri eðlileg mörk 12). Serumprotein electrophoresis eðlileg. Normotest 59% (neðri * Skráðar heimildir eru fyrir skuröaögeröum á lifur liér á landi fyrir nær 30C\ árum og er f>á átt viö aögeröir vegna sullaveiki. Kviö- ristur íslenskra lækna til sulla í lifur voru ástunga og afveita. Vilmundur Jónsson landlœknir segir í bók sinni Lœkningar og saga (II bindi bJs. 23) ■ . . „óvéfengjanlegur vitnisburöur um slíka aögerö er framkvæmd var af sjálflæröum ís- lenskum lækni 1698.“ (Þessi lœknir var Jón Magnússon, bróöir Árna Magnússonar prófessors). eðlileg mörk 70%). Alfa-fetoprotein" var til staðar, en ekki Ástralíuantigen. Röntgen-rann- sóknir á nýrum, gallblöðru, ristli, maga og mjógirni, svo og maga- og ristilspeglanir sýndu ekkert sérstakt athugavert. Lifrar- og miltisskann sýndi lifrarstækkun, lélega upptöku í vinstra blaði og neðantil í hægra blaði. Gerð var lifrarástunga og tekið sýni sem sýndi hemosiderin á afmörkuðum svæðum, en ekki fannst æxlisvöxtur, bólgu- breytingar eða merki um cirrhosis. Coeliac- angiografia sýndi stækkaða lifur og í miðju hægra blaði var æðaríkur tumor, sem mældist 6x10 cm í þvermál. Miltað var stækkað. Þessar rannsóknir þóttu benda á afmarkað- an æxlisvöxt í lifur og var sjúklingur því tek- inn til aðgerðar. ADGERÐARLÝSING: Kviðarholið var opnað um hægri sub-cost£il skurð. Við þreifingu fannst barnshnefastór tumor á neðra fleti hægra lifrarblaðs og engin önnur merki um æxlisvöxt finnanleg annars staðar i kviðarholi. Að ráði meinafræðings var tekinn fleygbiti á mótum æxlis og lifrar- vefs, þar sem æxlið náði að yfirborði á neðra fleti. Frystiskurðargreining var „Carcinoma hepatocellulare". Svo virtist sem æxlið væri skurðtækt með allbreiðri skurðbrún, miðað við að hægra lifrarblað væri numið burt. Skurður- inn var framlengdur sem thoraco-abdominal- skurður og gallblaðran tekin. Síðan voru æðar í porta hepatis frílagðar eftir því sem unnt var. Æðagreinar til hægri hluta lifrar voru undir- bundnar, svo og hægri ductus hepaticus. Nú mátti greina litaskil á yfirborði lifrar, þar sem hluti hennar hafði verið sviptur miklu af blóðrás sinni. Hægra „coronar ligamenti" lifr- ar var sprett upp og lifrinni velt innávið og venae hepaticae frílagðar, þar sem þær gengu inn í vena cava. Æðar þessar voru þó ekki undirbundnar fyrr en lifrin hefur verið tekin í sundur eftir litaskilum, er lágu gegnum gall- blöðrubeð og það var gert með því að kremja hinn mjúka lifrarvef milli fingra sér og urðu æðar og gallgangar, sem eru seigari, auðveld- lega kiemmdar með æðatöngum og undirbundn- ar. Þegar nú hægri hluti lifrar hafði verið fjarlægður var lagt „gelfoam“ að sárfleti lifr- ar, síðan Prenrose-keri i kviðarhol og brjóst- holskeri undir vatnslás hægra megin. Aðgerðartími 5 klst. Blóðgjöf á meðan á að- gerð stóð 3.500 ml.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.