Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 84
82 ar, þegar bindigetan er trufluð. Hér er bindigetan í serum sjúklingsins borin sam- an við bindigetu í serum, sem inniheldur eðlilegt magn af Ti og TBG. Normalgildi hér eru 0,88—1,11 (án eininga, þar sem þetta er hlutfall milli gildanna). ÁHRIF HORMÓNS Á LÍKAMANN. Þau er hægt að mæla á óbeinan hátt t.d. með efnaskiptamælingu (BMR). Þessi mælingaraðferð naut mikilla vinsælda um árabil, e.t.v. vegna þess að ekki var um aðrar að velja, til þess að staðfesta kliniskt mat. Enda er það svo, að þegar um thyro- toxicosu er að ræða, þá eru „efnaskiptin“ nánast alltaf hækkuð og þegar um hypo- thyrosu er að ræða, mælast þau nær alltaf lág. Ekki er mælingaraðferðinni um að kenna, þótt læknar hafi á stundum lagt meira upp úr henni en klinisku mati. Þessi mæling er sjaldan gerð nú, en á ekki skil- ið þá óvirðingu sem henni er sýnd. Reflex relaxationstími. Þessi tími er mælanlega lengdur hjá sjúklingum með hypothyrosu og til er tæki, sem mælir hann og skrásetur (photomoto- meter). Tíminn er styttur í thyrotoxicosu, en ekki er nægjanlega mikill munur á því og hjá heilbrigðu fólki, til þess að mæling sé markverð. í þessu sambandi má geta þess, að vanur læknir getur metið þennan tíma með mikilli nákvæmni, er hann at- hugar upphandleggs- eða öklareflex. Cholesterol Cholesterol hækkar gjarnan við hypo- thyrosu en mæling á því hefur ekki þýð- ingu lengur við greiningu á sjúkdómnum. Á þetta er þó minnst til að minna á að at- huga möguleika á hypothyrosu hjá sjúk- lingum, sem hafa hátt cholesterol. THYROTROPIN RELEASING HORMON, TRH. Árið 1969 tókst að einangra nýjan hor- mon, sem framleiddur er í miðheila (hypo- thalamus) og verkar á heiladingul, fram- leiðslu hans og útskilnað á TSH. Þessi nýi hormon er tri-peptid og nefndur Thyro- tropin Releasing Hormon. Ágæt yfirlit yfir verkanir TRH hafa nýlega birzt (1, 7,8). TRH er nú til í upplausn til innspýting- ar og hefur verið talsvert notað til próf- unar á sjúklingum. Þegar TRH er gefið heflbrigðu fólki í æð, verður hækkun á TSH, sem nær hámarki á 20—30 mín. Þessi hækkun getur orðið yfir 320% (1). Á þessu byggist TRH-stimulation. Byrjað er að mæla TSH, þá gefnar 200 einingar af TRH í æð og blóðprufur tekn- ar í TSH-mælingar í nokkur skipti á viss- um fresti, venjulega eftir 20 og 60 mín. Sjúklingar með primera hypothyrosu hafa hækkað TSH í blóði. Við TRH-stimulation verður hækkunin enn meiri og stendur lengur en hjá heilbrigðu fólki. (mynd 3). TSH 100 - TRH INNDÆLING 50 - 40 - 30 - / HYPOTHVROSA 20 - / 10 - 5 - EÐLILEGT THYROTOXIKOSA 0 20 40 60 min. MYND 3 TRH ÖRVUN Sé Ti lækkað og TSH hækkað er það nóg til að greina primera hypothyrosu og því óþarfi að gera TRH-stimulation hjá þeim sjúklingum. Hins vegar getur TRH stimulation hjálp- að til að greina milli sekunderar hypothy- rosu (t.d. vegna æxlis í heiladingli) og terierar hypothyrosu (vegna sjúkdóms í miðheila). Þá er með TRH-stimulation stundum hægt að greina primera hypothyrosu á byrj- J

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.