Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 84
82 ar, þegar bindigetan er trufluð. Hér er bindigetan í serum sjúklingsins borin sam- an við bindigetu í serum, sem inniheldur eðlilegt magn af Ti og TBG. Normalgildi hér eru 0,88—1,11 (án eininga, þar sem þetta er hlutfall milli gildanna). ÁHRIF HORMÓNS Á LÍKAMANN. Þau er hægt að mæla á óbeinan hátt t.d. með efnaskiptamælingu (BMR). Þessi mælingaraðferð naut mikilla vinsælda um árabil, e.t.v. vegna þess að ekki var um aðrar að velja, til þess að staðfesta kliniskt mat. Enda er það svo, að þegar um thyro- toxicosu er að ræða, þá eru „efnaskiptin“ nánast alltaf hækkuð og þegar um hypo- thyrosu er að ræða, mælast þau nær alltaf lág. Ekki er mælingaraðferðinni um að kenna, þótt læknar hafi á stundum lagt meira upp úr henni en klinisku mati. Þessi mæling er sjaldan gerð nú, en á ekki skil- ið þá óvirðingu sem henni er sýnd. Reflex relaxationstími. Þessi tími er mælanlega lengdur hjá sjúklingum með hypothyrosu og til er tæki, sem mælir hann og skrásetur (photomoto- meter). Tíminn er styttur í thyrotoxicosu, en ekki er nægjanlega mikill munur á því og hjá heilbrigðu fólki, til þess að mæling sé markverð. í þessu sambandi má geta þess, að vanur læknir getur metið þennan tíma með mikilli nákvæmni, er hann at- hugar upphandleggs- eða öklareflex. Cholesterol Cholesterol hækkar gjarnan við hypo- thyrosu en mæling á því hefur ekki þýð- ingu lengur við greiningu á sjúkdómnum. Á þetta er þó minnst til að minna á að at- huga möguleika á hypothyrosu hjá sjúk- lingum, sem hafa hátt cholesterol. THYROTROPIN RELEASING HORMON, TRH. Árið 1969 tókst að einangra nýjan hor- mon, sem framleiddur er í miðheila (hypo- thalamus) og verkar á heiladingul, fram- leiðslu hans og útskilnað á TSH. Þessi nýi hormon er tri-peptid og nefndur Thyro- tropin Releasing Hormon. Ágæt yfirlit yfir verkanir TRH hafa nýlega birzt (1, 7,8). TRH er nú til í upplausn til innspýting- ar og hefur verið talsvert notað til próf- unar á sjúklingum. Þegar TRH er gefið heflbrigðu fólki í æð, verður hækkun á TSH, sem nær hámarki á 20—30 mín. Þessi hækkun getur orðið yfir 320% (1). Á þessu byggist TRH-stimulation. Byrjað er að mæla TSH, þá gefnar 200 einingar af TRH í æð og blóðprufur tekn- ar í TSH-mælingar í nokkur skipti á viss- um fresti, venjulega eftir 20 og 60 mín. Sjúklingar með primera hypothyrosu hafa hækkað TSH í blóði. Við TRH-stimulation verður hækkunin enn meiri og stendur lengur en hjá heilbrigðu fólki. (mynd 3). TSH 100 - TRH INNDÆLING 50 - 40 - 30 - / HYPOTHVROSA 20 - / 10 - 5 - EÐLILEGT THYROTOXIKOSA 0 20 40 60 min. MYND 3 TRH ÖRVUN Sé Ti lækkað og TSH hækkað er það nóg til að greina primera hypothyrosu og því óþarfi að gera TRH-stimulation hjá þeim sjúklingum. Hins vegar getur TRH stimulation hjálp- að til að greina milli sekunderar hypothy- rosu (t.d. vegna æxlis í heiladingli) og terierar hypothyrosu (vegna sjúkdóms í miðheila). Þá er með TRH-stimulation stundum hægt að greina primera hypothyrosu á byrj- J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.