Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 15 Vaxtarhormónofstarfsemi á íslandi. Sigurður Þ. Guðmundsson, Ari Jóhannesson, Árni V. Þórsson, Ástráður B. Hreiðarsson, Gunnar Valtýsson, Ólafur Kjartansson, Þórir Ragnarsson, Lyfjadeildum Landspítala, Akranes- og St.Jósefsspítala, Barnadeild Landakots , Rtg.deild Landspítala og Taugaskurðdeild Borgarspítala. Hérlendis hafa verið greindir 20 sj. með ofvirkni VH. Sá fyrsti telst greindur 1934 á Akureyri og rtg. geislaður í Kaupmannahöfn , en tæplega 40 árum síðar, 1972 var staðfest á Lsp, að VH-ofvirknin var enn við lýði. Þetta var Jóhann RISI Pétursson, og telst hann 19. einstaklingurinn með greinda VH- ofstarfsemi árabilið 1964 01 1993. Sj. 19 skiptast svo, að 11 voru karlar en 8 konur. Að slepptri tæplega 5 ára stúlku var meðaldur kvennanna 49 ár (25-72) við greiningu, en karlanna tæplega 38 ár (22- 58) og alls hópsins 42 ára. Átta greindust á árabilinu 25- 34gra ára og 4 sj. voru 55-64. Tveir voru undir 25 ára aldri og 2 65 og 73gja ára. Gróft nýgengi 30 ára tímabilsins sem um ræðir er rúmlega 3 / íbúafjölda / 5 ár. Algengi nákvæmlega reiknað miðað við 31/12'93 er 5.7 /1 oo.ooo, en 4 af 19 manna hópnum voru þá látnir. Aðaleinkenni vaxtarhormónofstarfsemi, er akrómegalían, útskagaofvöxturinn, og mesta athygli vekur andlitið stórskorna , með nef og höku trölla niður frá „skjaldbreiðum" augntóftarbrúna, hverra þróun er svo löturhæg, að enginn sj. leitaði hjálpar vegna útlitsbreytinga sem slíkra. Útskagaofvöxturinn reyndist staðfestanlegur með rúmmálsmælingu handa, þykkt hælpúða, og orsökin, heiladingulsæxli, merkjanleg með greinilegri yfirstærð flatarmáls Tyrkjasöðuls í 11 af 19 tilvikum, og nær 100% greinds æxlis í dingli með TS- eða MRI-tækni. Greiningin var í raun klínísk í öllum tilvikum, en staðfest óyggjandi í hverju þeirra frá 1972 með hækkuðu, óhamlanlegu vaxtarhormóni í blóði. Tíðustu kvartanir, sem teljast stafa af ofvirkni vaxtarhormóns eru þreyta, þorsti og svitaauki. Aðrar kvartanir og fátíðari teljast stafa af tilvist æxlis í dinglinum, þ.e. höfuðverkur, svimi og minnkuð kyngeta karla/ kynhvöt kvenna. Engar þessara náðu oftar "tilnefningu" en í 2.-3. hvert sinn. Geðlægðareinkenni voru til staðar í 3 tilvikum og versnuðu við lækningu VH- aukans. Sjúklingarnir 19 voru allir meðhöndlaðir sértækt, en aðferðin hvert sinn "barn síns tíma”. 7 sj. voru rtg.geislaðir í upphafi tímabilsins og 1 undir lok þess í kjölfar skurðaðgerðar. Bromocryptine-meðferð var notuð 8 sinnum, þar af 3svar sem einasta meðferð. Transfrontal leið til heildar- eða hlutarbrottnáms dinguls / æxlis var beitt í 3 skipti, en síðan 1982 hefur transsphenoidal/-ethmoidal, smásjártengd aðferð verið notuð 14 sinnum til að fjarlægja æxli úr heiladingli lOeinstaklinga. Árangur lækningaaðgerðanna var fyrir könnun þessa talinn góður. Niðurstöður verða kynntar í næsta erindi. ACROMEGALIA Á ÍSLANDI 1964-1993. ÁRANGUR LÆKNINGAAÐGERÐA. Sigurður Þ. Guðmundsson, Ari Jóhannesson, Árni y.Þórsson, Ástráður B. Hreiðarsson, Gunnar Valtýsson, Ólafur Kjartansson, Þórir Ragnarsson, Lyflæknisdeildum Landspítala, Akranesspítala og St.Jósefsspítala, Barnadeild Landakotsspítala, Röntgendeild Landspítala, Taugaskurðdeild Borgarspítala. Árangur meðferðar sjúkdóms eins og vaxtarhormónofstarfsemi er vandmetin, þegar umhverfið er ísland með fámenni sínu sem veldur því, að reynslusjóður verður alltaf magur. Meðferð acromegaliu í okkar heimshluta hefur beinst að því að skera burt eða geisla heiladingulinn. Fyrsti sjúklingurinn, sem geislaður var hérlendis var Rangvellingur greindur 1949, geislaður 1950, en lést úr gríðarlegri hartabilun 11 árum síðar 38 ára gamall. Rtg.geislun handstýrð á gagnaugasvæði beggja vegna var notuð hér fram undir 1980, en þá var tekið til að njörva höfuð í sérsmíðuð mót fyrir hvern einstakan og fá þar með hnitmiðaðri geislun. Aðferðir þessar heyra nú fortíðinni til vegna þess hve árangurinn var lengi að koma í ljós, EF hann þá kom. Skurðaðgerðir með transsphenoidal aðgengi með skurðsmásjá og hátæknilýsingu skurðbeðsins gerir kleifa míkró-útskurði æxla úr heiladingli, bæði þeirra sem kunna að vera sýnileg á yfirborði, og hinna smávöxnustu, sem leynast kunna og þarf þá að opna dingulinn til brottnáms. upp í slík, sem mælast í tug rúmsentímetra. Lækningaaðgerðum, sem beitt hefur verið hérlendis eru eftirfarandi. Rtg.geislun 6 sinnum 1964-'82, og í eitt skipti 1989. Einu sinni var geislunin gefin sem fyrsta meðferð og aðgerð síðar, þrisvar sem viðbótarmeðferð eftir aðgerð, og enn þrisvar ein og sér, og síðar uppbætt með Brómókríptín meðferð um árabil. Geislamagnið var 3-5000 rad. Brómókríptín meðferð í uppbótarskyni eftir aðgerð og/eða geislun var gefin 4 sinnum og í önnur4 skipti var lyfið notað eitt og sér. Skurðaðgerðir til brottnáms æxlis voru gerðar alls 16 sinnum á 13 sjúklingum, 1 til brottnáms alls dingulsins , 2 hlutabrottnámsaðgerðir TF-leiðina, og 13 transphenoidal aðgerðir fram til 5/5 s.l. á 10 sj. Átta aðgerðir fóru fram á Borgarspítala en 5 erlendis. Mat á árangri skurðaðgerðanna var gerð í ár með mælingum á VH og SM-C og könnun heilsufars og lísgæðamati hvers og eins. Hormónamælingar leiddu í Ijós virkan sjúkdóm í 3 tilvikum og stafestist æxlisvöxtur við MRI rannsókn og TSP-aðgerð farið fram með fullnægjandi árangri. Lífsgæði mæld samkvæmt svörum á spurningalista voru afar góð, almennt heilsufar betra hjá 8 sj., svipað og fyrr í tvö skipti, en óvíst verra í einu tilviki. Sex sj. hafa eignast 9 börn eftir aðgerð. Kynhvöt er trufluð eða minnkuð í 2 tilvikum, kyngeta karla ófullnægjandi í 3, en þar koma til aðrir þættir en gónadótrópín-truflun. Unga telpan verður 10 ára í ár og þroskast nú vel þrátt fyrir skakkaföll af völdum sjúkdómsins og aðgerðarinnar. Gerð verður grein fyrir farnaði sjúklinganna, sem ekki fóru í aðgerð.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.