Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 17 ÁRANGUR TSH KEMBILEITAR HJÁ ÍSLENSKUM NÝBURUM ÁRIN 1979-1993. Þorvaldnr Veigar Guðmundsson1 og Ámi V. ÞórssonL Rannsóknadeild Landspítala', Bamadeild Landakotsspítala2, Reykjavík Mikilvægi skjaldkirtilshormóna fyrir myndun og þroska heilavefs hefur lengi verið vel þekkt. Rétt fyrir og eftir fæðingu er þróun heila- og taugavefs mjög hröð og talið er að 6 mánaða bam haft náð helmingi þess vaxtar sem verður á heila eftir fæðingu. Útilokað er að greina hypothyroidismus kliniskt fyrstu mánuðina eftir fæðingu, en hægt er að greina hann strax við fæðingu með hormónamælingum. Á íslandi hófust skipulagðar TSH mælingar í blóðsýnum frá öllum nýfæddum bömum 1. janúar 1979. Sýni er tekið úr hæl á þerripappír á 5. degi eftir fæðingu. Þessi blóðtaka er framkvæmd samtfmis blóðtöku vegna kembileitar fyrir phenylketonuriu. Sýnunum var safnað af öllu landinu á Rannsóknastofu í meinefnafræði á Landspítalanum og send þaðan til Danmerkur. Frá upphafi og þar til í árslok 1991 voru mælingar á TSH framkvæmdar í Kaupmannahöfn, fyrst á Ríkisspítalanum og síðar á Statens Serum Institut. TSH var í fyrstu mælt þar með radio- immunoassay aðferð en síðustu tvö árin með immúnóflúorisens aðferð (DELFIA) og þeirri aðferð er beitt hér heima. Ef TSH mælist yfir viðmiðunarmörk er haft símasamband við viðkomandi lækni og bömin kölluð inn til staðfestingar eða útilokunar á sjúkdómi. Skipulag blóðsýnatöku og stjórnun TSH rannsóknarinnar hefur frá upphafi verið í höndum eins og sama læknis við Rannsóknastofu Landspttalans (ÞVG). Bömin hafa öll verið skoðuð og rannsökuð og í langflestum tilfellum verið undir efrirliti eins og sama serfræðings við Bamadeild Landakotsspítala (ÁVÞ). Á árunum 1979 til 1993 fæddust á Islandi 65.892 böm samkv. skrám Hagstofunnar. Þátttaka í kembileitinni var góð þvt blóðsýni bámst frá 65.581 barni, eða yfir 99,5% nýbura. Alls voru 35 böm rannsökuð nánar vegna hækkunar á TSH. Þar af höfðu 12 böm eðlilega starfsemi skjaldkirtils við endurteknar rannsóknir. Tvö börn greindust með ttmabundna vanstarfsemi á skjöldungi. Þessi böm vom systkini. Alls greindist 21 bam með skjaldskirtilssjúkdóm. Tíðni congenital hypothyroidismus meðal íslenskra bama á 15 ára tímabili frá 1979 til 1993 var því 1/3138 fæðingum. Þessi niðurstaða er í samræmi við niðurstöður frá nágrannalöndunum MEÐFÆDDUR SKORTUR A SKJALDKIRTILS- HORMÓNUM HJÁ ISLENSKUM BÖRNUM 1979-1993: - Elnkennl og árangur meöferöar. Árni Valdimar Þórsson ' og Þorvaldur Veigar Guðmundsson2. Bamadeild Landakotsspítala,1 og Rannsóknastofu Landspítala2. Reykjavík. Kembileit að meðfæddum skjaldkirtilssjúkdómum með TSH mælingum hófst á íslandi fyrsta janúar 1979. Þann 31.desember 1993 höfðu 21 bam greinst með skort á skjaldkirtilshormónum, 8 drengir og 13 stúlkur. Hlutfall stúlkna á móti drengjum er 1.6. Að auki greindust tvö böm með tímabundna vanstarfsemi á skjöldungi. í báðum tilfellum er talið að mótefni frá móður hafi hindrað aðgang THS að viðtökum á skjaldkirtilsfrumum bamanna. Af þeim bömum sem greindust með vanstarfsemi á skjaldkirtli höfðu sex (28,6%) stækkun á skjaldkirtli og teljast því vera með "dyshormonogenesis.”, en níu böm höfðu á skanni einkenni um dysgenesis. í ættarsögu kom ffam að ein stúlka átti eldri systur sem greindist með hypothyroidismus við þriggja mánaða aldur. Fæðingargallar eða vanskapnaðir fundust ekki, en eitt bamana greindist með “salt loosing adreno- genital syndrome” skömmu eftir fæðingu. Einu klinisku einkennin um hypothyroidismus við fæðingu vom stækkun á skjaldkirtli hjá 6 börnum, og framlengd nýburagula sem fannst þó aðeins hjá einu barni. Fæðingarþyngd var innan eðlilegra marka að undanskildum tveim bömum. TSH mældist við greiningu að meðaltali 349 mU/L (35-1825). Öll börnin vom meðhöndluð með Thyroxin Na. Venjulegur upphafsskammtur var ca 8-10 míkrog./kg/dag. Miðtala aldurs við upphaf thyroxin meðferðar var 15 dagar (1-131), en hjá 85% bamanna hófst meðferð á fyísta mánuði. Náið eftirlit er haft með bömunum, einkum fyrstu tvö árin og fylgst er með kliniskum einkennum, framfömm í vexti og þroska, skjaldkirtilshormónum í blóði og beinþroska á Rtg. myndum. í árslok 1993 var líkamsvöxtur bamanna í öllum tilfellum eðlilegur. Staðalfrávik hæða.T“standard deviation score" var innan eðlilegra marka. Tíu böm vom yfir meðalhæð og ekkert bamanna er meira en einu staðalfráviki undir meðalhæð fyrir aldur. Líkamsþroski og andlegur þroski er metinn eðlilegur að undanskildum tveim bömum, en hjá þeim hefur komiðið fram væg seinkun í námsþroska. Bæði þessi böm áttu við önnur alvarleg veikindi að stríða á fyrstu vikum ævinnar og greindust á 3. og 4. mánuði. Leiða má líkum að því að kembileitin haft bjargað flestum bamanna sem greindust, frá heilaskaða og mismikilli þroskaheftingu, og þar með sparað íslenska þjóðfélaginu vemlegar fjárhæðir.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.