Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
19
SKJALDVAKAOHOF I KJOLFAR
SKJALDVAKABRESTS SAMFARA E
SJÁLFSNÆMISTRUFLUN í SKJALDKIRTLI
Gunnar Valtýsson, Lyflækningadeild St. Jósefsspítala
Hafnatfirði.
Það er vel þekkt að efnaskipti sj. með Graves sjúkdóm
geta þróast frá ofstarfsemi yfir i vanstarfsemi. Hið
gagnstæða er sjaldgæft sjúkdómsástand Hér er lýst slíku
sjúkratilfelli
46 ára kona kom til athugunar i mai 1989. Hún kvartaði
um áberandi þreytu, gleymni, sljóleika, kulvísi, bjúg-
myndun, vöðvaeymsli og þyngdaraukningu undanfarna
mánuði Það var engin fyrri saga um skjaldkirtilssjúkdóm.
í fjölskyldusögu kom fram að sonur hennar var með
insulinháða sykursýki. Við skoðun var skjaldkirtillinn
eðlilegur, talsverður bjúgur í andliti og húðin þurr. T4 8
nmol/L (55-150), FT4 6.8 pmol/L (8.8-23), TSH 45
mU/L (0.35-3.25), sökk 2, kólesterol 9.2 mmol/L, CPK
421 U/L (10-80), Rheumatest jákv. en RF Elisa og ANA
neikvætt, thyroglobulin mótefni 1/320 (<10), thyroid
microsomal mótefni 1/400 (< 1/100).
Sett á T. Thyroxin Natrium 0.1 mg dagl. og hresstist hún
fljótt. Var TSH og FT4 eðlil. eftir 4 vikur. í maí '90 var
T3 3.27 nmol/L (0.90-2.35), TSH<0.05 og voru þá
Thyroxin skammtar minnkaðir. í maí '91 komu kvartanir
um úthaldsleysi, hjartslátt og hitaóþol.
Reyndist með struma 25-30g, púls 96/mín., tremor, húðin
rök og heit, TSH <0.05, T3 8.25, FT4 84. T. Thyroxin var
hætt. Mánuði síðar var 24 tíma 1-131 upptaka 74% (8-36),
T3 6.36. Fékk 1-131 4.1 mCi. Þremur mán. síðar (sept.'91
var áfram ofstarfsemi og var þá gefið í viðbót 1-131 5.5
mCi. I des. '91 voru komin einkenni um vanstarfsemi,
TSH 16.7, T4 38.Sett á T. Thyroxin Natrium.
Umræða: Þegar um vanstarfsemi skjaldkirtils er að ræða
býst maður venjulega við ævarandi ástandi. Undantekning
er þó skjaldkirtilsbólga svo sem eftir fæðingar þar sem oft
er tímabundin truflun. I þessu tilfelli kom fram veruleg
ofstarfsemi innan tveggja ára frá því að vanstarfsemin
greindist. TSH viðtaka mótefni hafa verið mæld í nokkrum
sjúklingum með samskonar sjúkdómsmynd og þessi
sjúklingur. Mælist TSH viðtaka hemjandi mótefni á
vanstarfsemi stiginu en TSH viðtaka örvandi mótefni
samfara ofstarfsemi. Virðist þannig að sjúkdómsmynd
mismunandi sjálfsnæmis-sjúkdóma sé háð jafnvægi og
virkni þessara mótefna. Er þess vegna talið mögulegt að
Graves sjúkdómur og Hashimotos sjúkdómur séu á sitt
hvorum enda í ákveðnu sjúkdómsferli. Það sé siðan tegund
mótefnanna sem ákvarði hvor sjúkdómsmyndin verði
einkennandi.
ISLENSK BÖRN MEÐ INSULlNHÁÐA SYKURSÝKI:
Elnkennl og kllnlskt ástand vl6 upphal sjúkdóms.
Árni V. Þórssnn. Elísabet Konráðsdóttir, Kristín E.
Guðjónsdóttir.
Göngudeild sykursjúkra bama og unglinga, Bamadeild
Landakotsspítala, Reykjavík.
Flestar textabækur í barnalæknisfræði lýsa vel
einkennum sykursjúkra bama við upphaf sjúkdómsins.
Þessar lýsingar byggja þó flestar á gömlum
rannsóknaniðurstöðum og margt bendir til að
sjúkdómsmynd geti verið mismunandi milli landa. Fáar
rannsóknir á þessu sviði hafa verið framkvæmdar á sl.
tveim áratugum. ísland er nú þáttakandi í stórri
faraldsfræðilegri rannsókn margra Evrópulanda en
rannsóknin nefnist eurodiab ace. Hér birtast
frumniðurstöður rannsóknarinnar á sjúkdómsástandi
bamanna við greiningu sykursýki. Rannsóknin er að
mestu leiti aftursýn og nær til 5 ára frá 1 janúar 1989. Frá
1. nóvember 1993 er rannsóknin framsýn. Upplýsingar
vom fengnar frá foreldrum og úr sjúkraskrám bamanna í
fyrstu legu.
Á tímabilinu 1. janúar 1989 - 31.desember 1993,
greindust á íslandi 42 böm innan 15 ára með insulínháða
sykursýki, 25 drengir og 17 stúlkur. Hlutfall drengja á
móti stúlkum 1,47. Meðal nýgengi á ári 1989-1993 er
12,9/100 000, en meðal nýgengi áratugarins 1980-1989
var 10,8/100 000.
Öll bömin vom lögð inn á bamadeild við greiningu.
Meðallegudagafjöldi í fyrstu legu var 16,1 dagur (7-30)
í 93% tilfella var meðferð hafin innan sólarhrings frá
því fyrst var leitað læknis með bamið. Polyuria og þorsti
E
fannst hjá 98% sjúklinga. Þyngdartap 79%, Þreyta eða slen
61%, enuresis 21%, Kviðverkir 16%, Ýmis önnur
einkenni 33%.
pH blóðs var <7,1 í 4,8% tilfella og ser.bicarbonat
mældist minna en 10 hjá 7,1% sjúklinga við greiningu
sjúkdómsins. Meðvitundarskerðing var til staðar aðeins
hjá tveim bömum. Upphafsmeðferð var án fylgikvilla í
öllum tilfellum og ekkert dauðsfall var skráð.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt mismunandi
niðurstöður. Sumar sýna að hæðarvöxtur bamanna sé
aukinn, en aðrar virðast sýna fram á að dregið hafi úr vexti
nokkmm misserum áður en sykursýkin greinist.
Hæð og þyngd barnanna var mæld við greiningu
sykursýki. SDS (standard deviation score) fyrir hæð var að
meðaltali 0,45. (Drengir 0,38 SDS, stúlkur 0,55 SDS).
I samantekt má segja að íslensk börn greinast með
sykursýki tiltölulega fljótt eftir að sjúkdómurinn kemur
fram og insulín meðferð er í langflestum tilfellum hafin
strax. Alvarleg “diabetes ketoacidosis” er sjaldgæft
fyrirbæri í seinni tíð.
Séu niðurstöður bomar saman við erlendar rannsóknir
er ljóst að á íslandi er sjaldgæft að sykursjúk böm séu
orðin alvarlega veik þegar sjúkdómurinn greinist. Þetta má
trúlega þakka góðri heilsugæslu og mikilli almennri
ffæðslustarfsemi.