Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 22
20 LÆKN ABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 ER GAGN AÐ SÚLFÓNYLÚREAMEÐFERÐ E 9 VIÐ SKERTU SYKURÞOLI? Ingibjörg Arnardóttir, Astráður B. Hreiðarsson og Þórir Helgason. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla Islands og Göngudeild sykursjúkra, Landspítala. Skert sykurþol er oft forboði sykursýki. Við lýsum reynslu okkar af notkun súlfónylúrealyfja sem tilraun til að sporna við frekari skerðingu á glúkósunýtingu. Við könnun á öllum sykurþolsprófum gerðum í Göngudeild sykursjúkra á árunum 1982 til 1990 fundust 63 grannir (<10% yfir kjörþyngd) einstaklingar (32 karlar og 31 kona) með skert sykurþol, sem höfðu hlotið minnst 9 mánaða meðferð. Skert sykurþol feitra, við sjúkdóma eða á meðgöngu voru ekki íhuguð. Allir fengu sömu ráðleggingar næringarfræðings um að sneyða hjá fínunnum kolvetnum og halda þyngd eðlilegri. Alls fengu 49 einstaklingar meðferð með súlfónylúrealyfjum, þar af 47 með klórprópamíði (Mellinese R), en 14 var fylgt eftir án lyfja. Endanlegur árangur var ávallt metinn 3 vikum eftir lok súlfónylúreameðferðar. Þessum 63 einstakling- um hafði verið fylgt eftir í að meðaltali 6.7 ár (9 mánuðir til 19.3 ár) Niðurstöður: Þeir, sem voru á lyfjum, voru að meðaltali, 0.5 kg. léttari við lok meðferðar, en þeir sem voru án lyfja, léttust um 4 kg. Af þeim, sem hlutu lyfja- meðferð fengu 2 (4%)sykursýki, en án lyfja varð 1 (7%) sykursjúkur. Enn hefur ekki farið fram endurmat á sykurþoli 11 einstaklinga.sem fengu lyfjameðferð og 6, sem voru án lyfja, en við eftirlit hafa blóðsykrar þeirra ætíð verið eðlilegir. Af þeim, sem fengu lyf fóru 38 í sykurþolspróf í lok meðferðar en 8 af þeim, sem voru án lyfja. Var sykurþol orðið eðlilegt hjá 14 (37%) úr lyfjahópnum, en hjá 2 (25%) þeirra, sem voru án lyfja. Úr lyfjahópi voru 22 (58%), en úr hópi án lyfja 5 (63%) áfram með skert sykurþol. Þegar bornar voru saman niðurstöður sykurþolsprófa fyrir og eftir lyfjameðferðina kom fram marktækur bati á giúkósunýtingu (p<0.05). Aftur á móti varð ómarktæk versnun á glúkósunýtingu hjá þeim, sem voru án lyfja. Alyktun: Könnun þessi bendir til, að gagn sé að notkun súlfónylúrealyfja hjá grönnum einstaklingum með skert sykurþol. c ÁRANGUR OG ÁHRIF MEGRUNAR FEITRA t 1U EINSTAKLINGA MEÐ SKERT SYKURÞOL Ingibjörg Arnardóttir. Ástráður B. Hreiðarsson og þórir Helgason. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla íslands og Göngudeild sykursjúkra, Landspítala. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur megrunar hjá feitum einstaklingum með skert sykurþol og áhrif slíkrar meðferðar á sykurþolið. Við könnun á öllum sykurþolsprófum gerðum í Göngudeild sykursjúkra á árunum 1982 til 1990 fundust 88 feitir ( >10% yfir kjörþyngd) einstaklingar (38 konur og 50 kariar, meðalaldur 55.9 ár), með skert sykurþol. Skert sykurþol á meðgöngu eða við sjúkdóma voru ekki íhuguð. Meðferðin fólst í ráðleggingum næringarfræðings og læknis um kolvetna-og hitaeiningatakmörkun. Þessum 88 einstaklingum var fylgt eftir í að meðaltali 6.7 ár (9 mánuðir til 18.9 ár). Árangur megrunar: Meðalþyngd við fyrstu komu var 84.5+1.2 (SEM) kg, við meðferð minnst 74.3± 1.2 kg en við síðustu komu 79.7±1.4 kg. Samsvarandi niðurstöður hjá körlum voru 88.9+1.2 kg, 77.2+1.2 kg og 82.4±1.4 kg og hjá konum 78.6±2.0 kg, 70.3±2.1 kg og 76.0+2.6 kg. Munurinn á fyrstu og síðustu þyngd var tölfræðilega marktækur (P<0.001); hjá körlum (P<0.001), en hjá konum (P=0.02). Karlar höfðu þannig létst að meðaltali um 7.3% frá fyrstu til síðustu komu, en konur um 3.3%. Alls voru 29 (33%) komnir í kjörþyngd (<10% yfir kjörþyngd), 24 (27%) höfðu grennst eitthvað (>5%), en 35 (40%) höfðu ekki grennst (<5%) eða fitnað. Þeir, sem náðu kjörþyngd, höfðu að meðaltali létst um 10.4 kg, en hinir, sem höfðu grennst eitthvað, léttust um 8.7 kg. Áhrif á glúkósunýtingu: Sykursýki fékk 1 (3%), sem náði kjörþyngd og 1 (4%), sem grenntist eitthvað. Áftur á móti fengu 4 (11.5%) þeirra, sem ekki grenntust, sykursýki. Sykurþol varð eðlilegt hjá 59% þeirra, sem náðu kjörþyngd, 38% þeirra, sem grenntust eitthvað og hjá 18% þeirra, sem ekki náðu að grennast. Munurinn milli hinna síðastnefndu og þeirra, sem grenntust, var marktækur (P<0.01). Marktækur munur var á fyrra og síðara sykurþoli þeirra, sem grenntust í kjörþyngd (P<0.02). Sykurþol þeirra, sem grenntust eitthvað, virtist batna, en munurinn var ekki marktækur. Enginn bati varð á sykurþoli þeirra, sem ekki grenntust. Niðurstaða: Megrun til langs tíma reyndist famkvæmanleg hjá 60% einstaklinga með skert sykurþol og leiddi til marktæks bata á glúkósunýtingu. Körlum gekk betur en konum að ná langtíma árangri í megrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.