Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 26
24 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 p 17 UNDIRHÚÐAR OG VÖÐVAFELLISBÓLGA C ' MEÐ DREPI (FASCIITIS NECROTICANS). SJÚKRATILFELLI FRÁ FSA. Gunnar Þór Gunnarsson og Jón Þór Sverrisson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. A síðustu árum hefúr alvarlegum sýkingum af völdum streptococca af flokki A (SFA) fjölgað. Hér er um að ræða sýkingar sem voru algengari fyrr á öldinni og ein þeirra er fasciitis necroticans. Tíðni fylgikvilla SFA sýkinga heíúr einnig hækkað. Þessar alvarlegu sýkingar koma offast hjá ungu og hraustu fólki óhkt þvi sem áður var. Lýst hefúr verið losti með fjölkerfabilun sem líkist því sem stundum sést við staphylococcus aureus sýkingu og er nú kallað "toxiskt streptococca syndrome". Meinvirkni SFA er því að aukast sennilega vegna breytinga stofnum og á toxin framleiðslu. Eflirfarandi tilfelli er rakið til að vekja athygli á þessum sýkingum. Sjúkrasaga: 36 ára karlmaður innlagður vegna verkja í hægri holhönd sem höfðu staðið í 12 klst. Hiti í bytjun en nær hitalaus við komu. Engin saga um áverka. Við komu fúndust stækkaðir eitlar í hægri holhönd en engin bólga eða merki um sýkingu. Væg þreyfieymsh í hægri holhönd en hlutlausar hreyfingar sársaukalausar. Örlíltill roði á gómbogum. Endurteknar skoðanir óbreyttar þar til 12 klst. eftir komu. Þá var komin aukin fylling í holhöndina og ofan við viðbein og dökkur blettur í ffemri holhandarlínu en enginn roði eða hiti. Tölvusneiðmynd af holhöndum sýndi eitla og bólgu hægra megin. 18 klst. effir komu fór sjúklingur i lost og var fluttur á gjörgæsludeild. A næstu tveimur sólarhringum breiddist bólga og drep út frá hægri holhönd með vaxandi fjölkerfabilun. Sjúklingur lést síðan 3 sólarhringum eftir innlögn og 3‘A sólarhring eftú bytjun einkenna. Skurðaðgerð 2 sólarhringum eftir rnnlögn sýndi fúllþykktardrep á nær öUum hægri hluta búks. Krufning sýndi merki um fjölkerfabUun og dreifðar, vægar eitlastækkanir, sem samrýmdust Hodgkin's sarkmeini. Úr blóði úr hálsi ræktuðust alfa streptococcar afflokki A og stofni M-l. GreinUegt er að alvarlegum sýkingum vegna SFA er að fjölga. Nauðsynlegt er að vera á varðbergi gagnvart þessari bakteríu sem hefúr verið auðviðráðanleg lengi. Fasciitis necroticans er alvarleg sýknig. Fyrstu einkennin eru stundum mjög væg en nauðsynlegt er að þekkja þau til að geta gripið nógu snemma inn í. F 1Ö RÆKTAST BAKTERÍUR ÚR VÖKVASÝNI SEM SOGAÐ ER ÚR HÚÐINNI í HÚÐSÝKINGUM ? Þórarinn Guðnason. Sigurður B. Þorsteinsson. Lyflækningadeild Landspítala. Algengustu bakteríurnar sem valda húðsýkingum (cellulitis og erysipelas) eru keðjukokkar af gerð A (Streptococcus pyogenes group A) sem eru penicillinnæmir og gullnir klasakokkar (Staphylococcus aureus) sem oftast eru penicillinónæmir. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að orsakagreina húðsýkingar, en engin þeirra hefur reynst góð. Til að reyna að bæta greiningu húðsýkinga gerðum við tilraun til að ná sýnum í ræktun með sogaðferð, sem okkur er ekki kunnugt um að hafi verið notuð áður til þessa. Rannsóknin stóð frá 1. okt. 1993 til 1. apríl 1994 og var framsýn. Sjúklingar með húðsýkingar, sem ekki voru á sýklalyfjum við komu á Lsp., voru rannsakaðir ef þeir samþykktu þátttöku. Auk venjulegrar uppvinnslu var sett sog á sýktu húðina í gegn um plexigler kubb, uns lítil blaðra (lík brunablöðru) myndaðist og var vökvinn úr henni smásjárskoðaður og ræktaður. Alls tóku 13 sjúklingar þátt, þar af einn tvívegis. Tilvikin voru því alls 14; 11 karlar og 3 konur, meðalaldur 60,6 ár (31-93). í 9 tilvikum var sjúklingur að fá fyrstu húðsýkingu sína. í 10 tilvikum mátti finna áhættuþátt fyrir að fá húðsýkingu. Tveir höfðu bursitis auk húðsýkingar. 12 sýkinganna voru á ganglim en 2 á handlim. Sogsýni náðist í 12 skipti eða í 86% tilvika. Ræktanir úr þeim voru allar neikvæðar nema hvað úr einu sýni ræktaðist Staph. epidermidis, sem sennilega var mengun. Bakteríur sáust ekki við smásjárskoðun á vökvanum úr soginu. Sár höfðu 8 sjúklingar, sýni náðist úr 4 þeirra. Úr 3 sáranna ræktuðust bakteríur; Staph. aureus og Strep. pyogenes úr einu, Staph. aureus og Staph. coagulasa neikvæður úr öðru og Staph. aureus úr því þriðja. Blóðræktanir náðust í öllum 14 tilvikum, 12 (86%) voru neikvæðar en í 2 (14%) uxu bakteríur úr einni kolbu, sennilega mengun í báðum tilvikum (Staph. coagulasa neikvæður og Bacillus sp.). Aðrar ræktanir sem teknar voru reyndust jákvæðar í 2 tilvikum, í öðru var um að ræða E-coli í þvagi en í hinu H. influensae í hráka. Fimm sjúklingar voru meðhöndlaðir með penicillini. Tveir höfðu penicillin ofnæmi og fengu erythromycin. Fjórir fengu cloxacillin eða dicloxacillin. Þrír sjúklingar fengu 1. eða 2. kynslóðar cefalósporín. Blóðs varð vart í þvagi í 9 af 13 tilvikum (70%) þar sem þvag var skoðað. Lega á sjúkrahúsi var að meðaltali 4,6 dagar (0-13). Ræktun og smásjárskoðun á vökva úr blöðru sem gerð er með sogi á sýktu húðsvæði bætir ekki orsakagreiningu í húðsýkingum. Enn sem fyrr tekst greining bakteríu ekki í meirihluta húðsýkinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.