Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Blaðsíða 30
28
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
SLAGBILSÓHLJÓÐ ALDRAÐRA Á
E 25 BRÁÐASJÚKRAHÚSI
Tryggvi Þ. Egilsson, Torfi F. Jónasson,
Gizur Goitskálksson, Pálmi V. Jónsson. Rannsóknadcild og
lyflækningadeild Borgarspítala, ReykjavQc.
Tilgangur rannsóknarinnar var að meta faraldsfræði, orsakir og
næmi og sértækni klinisks mats slagbils hjartaóhljóða aldraðra.
Rannsóknin tók til 101 sólarhrings á tímabilinu febrúar 1993 lil
febrúar 1994. Efniviðurinn var allir þeir sem voru 80 ára á
innlagnarárinu eða eldri og voru innlagðir bráu á lyflækningadcild
Borgarspítalans. 16 sjúklingar (sj.) voru útilokaöir frá
rannsókninni vegna áður þekktra hjartalokusjúkdóma. Auk þess
náöist ekki að skoða 44 sj.
Deildarlæknir skoðaði og hjanahlustaði 153 sj., meðalaldur þeirra
var 85 ár, 60 karlar og 93 konur. f framhaldi voru þeir sem
liltækir voru hlustaðir af tveim sérfræöingum og síðar
hjartaómskoöaöir. Könnuð var næmi og sértækni í greiningu
óhljóðanna svo og grcining skv. hjartaómskoðun. Beitt var
tvívíddar- og Dopplerómun og var ósæðarþröng skilgreind scm >
30 mmHg þrýstifall yfir ósæðarloku.
Deildarlæknir greindi slagbilsóhljóð í 80 sj., þ.e. 52% hlustaðra.
Mcðalaldur þcirra var 86 ár, 24 karlar og 56 konur.
Niðurslöður hjarlaómskoðunar 57 sj. með slagbilsóhljóð eru
sýndir í töflu 1 (sumir þeirra höfðu meira en einn lokusjúkdóm).
Tafla 1 Fjöldi í%ómaðra') Hám.þrýstifall (mmHg) dreifins meðalrnl
Óskölk.(þrf.<30mmHg) 44(77) 0-29.8 *
GráÖa 1 19
Gráða 2 21
Gráða 3 3
Gráöa 4 1
Ósæðarþröng 8(14) 30-71 50
Væg (þrf.30-49mmHg) 4(7) 30-45 37
Mikil (brf>50 rnmHg 4(7) 53-71 63
Míturlokuleki 25(44)
Gráöa 1 19
Gráða2 4
Gráða 3 2
Gráða4 0
*(Sjö sj. með ósæðalokukölkun höfðu yfir 20 mmHg þrýstifall).
Næmi og sértækni kliniskrar skoðunar mismunandi lækna til
greiningar lokusjúkdóma er sýnd í töflu 2.
Tafla 2 Niðurstöður hjartaómskoðunar ósæðarlkölk.ósæðarbr.míturleki
Deildarl. Næmi 54% 62% 44%
Sért. 85% 73% 69%
öldrunarl. Næmi 55% 100% 24%
Sért. 92% 77% 90%
Hjartal. Næmi 56% 87% 52%
Sért. 92% 71% 97%
Niöurstöður rannsóknarinnar benda til þess að slagbilsóhljóð séu
afar algeng meðal aldraðra. Ósæðarlokukölkun er algengasta
orsökin en mílurlokuleki og ósæðarþröng eru einnig algeng.
Klinisk flokkun þeirra virðist óáreiðanleg nema til komi
hjartaómun.
^ Brjóstverkir á heilsugæslustöð-
sjúkdómsgreiningar og afdrif
Alma Eir Svavarsdóttir, Magnús R. Jónasson,
Gunnar Helgi Guðmundsson, Katrín Fjeldsted
Heilsugæslustöðin í Fossvogi, Reykjavík.
Bijóstverkur er einkenni sem getur verið merki um
lífshættulegan sjúkdóm en einnig sárasaklaust fyrirbæri. Er
því mjög mikilvægt að undirrót verkjarins sé rétt greind og
að viðeigandi meðferð sé beitt. Hvatinn að þessari
rannsókn er áhugi höfunda á að vita hvort sú tilgáta þeirra
sé rétt að þeir sem leita með þessa kvörtun til
heilsugæslulækna í þéttbýli, séu oftar en ekki með
meinlausa sjúkdóma.
Þetta er afturvirk rannsókn þar sem skoðaðar voru
sjúkraskrár sjúklinga sem leituðu til Heilsugæslu-
stöðvarinnar í Fossvogi árin 1989 og 1990 og kvörtuðu um
bijóstverki. Þetta voru 189 sjúklingar sem komu í 193
skipti vegna þessarar kvörtunar. Við litum á hvemig þessir
sjúklingar voru rannsakaðir, hvaða sjúkdómsgreiningar og
úrlausnir þeir fengu og afdrif allra þeirra voru könnuð í
sept. 1993.
Stoðkerfissjúkdómar reyndust vera ástæða einkennanna í
tæplega 50% tilvika (93 sjúklingar). Hjartasjúkdómar voru
ástæða kvörtunarinnar í 17,9% dlfella (34 sjúklingar) og
þar af voru 2,1% með greininguna brátt hjartadrep.
Ógreindir bijóstveridr voru 9,5% (18 sjúklingar).
Við athugun á skoðun og rannsóknum á sjúklingum með
stoðkerfissjúkdóma má sjá að sjúkdómsgreiningin er að
mestu byggð á kh'nískri skoðun þar sem sjúkrasagan skiptir
miklu máli og voru afdrif sjúklinganna mjög góð því 93%
þeirra taldi sig einkennalausa þremur dl fjómm árum síðar.
Af þeim sjúklingum sem voru greindir með hjartasjúkdóm
sem undirliggjandi orsök brjóstverkjanna töldu sex sig vera
einkennalausa þegar afdrif voru könnuð. Flestir þeirra
sjúklinga sem fengu greininguna - ógreindir bijóstverkir -
voru einkennalausir þegar könnuð voru afdrif eða 16 af 18
sjúklingum.
Hvað varðar meðferð þá voru 83% af sjúklingunum
meðhöndlaðir af heimilislæknum. Ástæða til innlagnar var
hjá 18 sjúklingum og álit annars sérfræðings var fengið fyrir
15 sjúklinga.
Niðurstöður okkar studdu því þann grun er settur var fram
í upphafi. Það er álit okkar að vel hafi tekist til með
greiningar og úrlausnir þeirra sem leituðu vegna
bijóstverkja til heilsugæslustöðvarinnar hvort sem um
alvarlega eða meinlausari sjúkdóma var að ræða.