Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 29 ÞVERSAGNARKENND TENGSL ÞYNGDAR- STUÐULSBREYTINGA OG ÁHÆTTU Á DAUÐA AF VÖLDUM KRANSÆÐASTÍFLU MEÐAL ÍSLENSKRA KARLA. Garðar Sieurðsson. Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon, Gunnar Sigurðsson. Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Lyflækningadeild Borgarspítalans Reykjavík. Aukin þyngd hefur tengst óhagstæðum breytingum á áhættuþáttum fyrir kransæðastíflu, þ.e. hækkun á kólesteróli, þríglýseríðum og blóðþrýstingi. Þrátt fyrir það hafa rannsóknir ekki staðfastlega sýnt fram á að aukin þyngd sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðastíflu. Nýleg rannsókn sýndi fram á að mikill óstöðugleiki á þyngdarstuðli (Body mass index) væri áhættuþáttur fyrir la-ansæðastíflu, en heildarbreyting á þyngdarstuðli tíl lengri tfma væri neikvæður áhættuþáttur (Lissner o.fl. N Eng J Med 1991; 324; 1839-44). Sömu niðurstöðu hefur mátt fmna í öðrum rannsóknum. Okkur lék því hugur á að athuga hvort slíkar niðurstöður væri að finna í íslensku þýði. Hóprannsókn Hjartaverndar er framsýn ferilrannsókn. Rannsóknarhópurinn í þessum hluta var 3535 karlar, meðalaldur við seinni komu 51,8 ár (SD 7,3), meðaleftirfylgd 13,4 ár og meöaltími milli tveggja koma á rannsóknarstöð Hjartavemdar 3,7 ár (2-8). Fjöldi dauðsfalla af völdum kransæðastíflu var 225. Þyngdarstuðull (body mass index) er þyngd deild með hæð í öðru veldi. Þyngdarstuðulsbreyting er mismunur á þyngdarstuðli milli tveggja mælinga deilt með árafjölda milli mælinga. Við tölfræðiútreikninga var notuð fjölþáttagreining Cox. Meðal þyngdarstuðull var 25,8 (SD 3,4) kg/m^ og meðal breyting á þyngdarstuðli var 0,028 (SD 0,45) kg/m^/ár. Fylgni milli þyngdarstuðuls og eftirfarandi áhættuþátta var; kólesteról 0,06, þríglýseríð 0,34, slagbilsþrýstíngur 0,35, þyngdarstuðulsbreytíng 0,24.1 einþáttagreiningu (univariate analysis) hafði þyngdarstuðulsbreyting áhættuhlutfallið (risk ratio) 0,79 (P=0,081). í fjölþáttagreiningu þar sem leiðrétt var fyrir áhrifum aldurs, kólesteróls, þríglýseríða, slagbilsþrýstings og reykinga reyndist þyngdarstuðulsbreyting vera neíkvæður áhættuþáttur fyrir dauða af völdum kransæðastíflu, þar sem áhættuhlutfallið var 0,72 (P=0,012), þ.e. 28% lækkun áhættu á kransæðastíflu við hækkun á þyngdarstuðuli um 1 kg/m^/ár. Þrátt fyrir jákvæða fylgni milli þyngdarstuðuls og áhættuþátta fyrir kransæðastíflu, virðist þyngdarstuðulsbreyting vera neikvæður áhættuþáttur fyrir dauða af völdum kransæðastíflu. Leita þarf skýringa á þessari þversögn. Ein möguleg skýring er að þeir sem hættu að reykja og þyngdust eftir það væm í minni áhættu fyrir kransæðastíflu. EXERCISE INDUCED HYPERTENSION AFTER CORRECTIVE SURGERY FOR COARCTATION OF THE AORTA. Sigurðardótlir LY 1, Helgason H 2.1The University of lceland, Medical school 2The National University Hospital ol lceland, dep. of Pediatrics. Reykjavik, lceland. AIMS: The purpose of this investigation was to study exercise induced hypertension after surgical repair of Coarctation of the Aorta (CoA). METHODS: Twenty seven patients with CoA, 16 male and 11 female patients age 6 to 21 years were exercised to exhaustion using the Bruce protocol. Twenty seven healthy children served as controls. We also divided our patients into two groups according to at which age the CoA operation took place. Fourteen patients underwent surgery in the first year of life (group A) and 13 patients were operated on after their first birthday (group B). Systolic blood pressure in arm and leg were measured before, during and after exercise along with the pulse rate to evaluate changes in the BP and arm/leg BP gradient with exercise. RESULTS: There was no significant difference in the systolic BP at rest between the patients and controls, nor was there a difference between the groups in the pulse rate during the exercise test . The maximal endurance time was also similar. The systolic BP was significantly higher in the patients in all stages of the exercise test (p< 0.01). The arm/leg BP gradient was also significantly higher in the patients both before and after exercise (p<0,01) and it increased signíficantly with exercise in the patient group (p<0,05). The correlation between the magnitude of BP gradient and maximal systolic blood pressure was good in those patients who had a positive gradient at rest (r=0,749 and p=0,02). Eight patients (30%) had a gradient higher than 10 mmHg after exercise and four patients (15%) had maximal systolic blood pressure over 200 mmHg. We found hypertension to be a more common and severe problem in group B who had significantly higher blood pressure than their controls at rest as well as during exercise . Exercise mduced hypertension was also more common in group B (23%) than in group A (7%). CONCLUSIONS: Our conclusion is that exercise induced hypertension and recoarctation of some degree is a problem in the post op CoA patient and that exercise testing is a very efficient test in the follow up of these patients. We find exercise induced hypertension to be more common in patients with CoA operated on after the first year of life. From these results we suggest that surgery for CoA take place at the first convenient moment after its diagnosis and preferably in the first year of life.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.