Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 42
38 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 Portæðarháþrýstingur vegna 45 A-V fistils eftir magaaðgerð. Tómas Guðbjartsson, Tómas Jónsson, Sigurður V. Sigurjónsson, Einar Oddsson, Jónas Magnússon. Handlœkninga lyfja- og röntgendeild Landspítala. Lœknadeild Háskóla Islands. 74 ára maður var lagður inn á bráðamóttöku Lsp. vegna 2ja vikna sögu um dreifða kviðverki og þaninn kvið. Auk þess var nokkurra mánaða saga um vaxandi mæði við áreynslu. 32 árum áður hafði hann gengist undir hlutabrottnám á maga (Bl) vegna skeifugarnasárs. Að öðru leyti var hann hraustur. Við komu var sjúklingur þjáður af verkjum en lífsmörk eðlileg. Kviður var verulega þaninn og dreifð þreifieymsli auk skiftideyfu til staðar. Blóðrannsóknir voru eðlilegar nema lifrarhvatar sem voru vægt hækkaðir. Yfirlitsmynd af kviðarholi sýndi vökvasöfnun sem reyndist ljósgulleitur vökvi við kviðar- holsástungu (transudat). Á tölvusneiðmynd reyndist portæð (v. portae) óeðlilega víð með hröðu hvirfilstraumsflæði samkvæmt ómskoðun. Æðamyndataka af slagæðum til maga sýndi A-V fistil milli a. og v. gastrica sin. með flæði yfir í portæð. Milta og lifur reyndust ekki stækkuð og ekki sáust merki um æðahnúta við vélindaspeglun. Hnýtt var fyrir fistilinn í opinni aðgerð og tæmdir út 6 1 af kviðarholsvökva. Einnig var tekið lifrarsýni sem ekki sýndi merki um skorpulifur. Þrýstingur í portæð mældist 41 mm H2O áður en fistlinum var lokað en 14 mm H2O eftir lokun. Útfall hjarta hélst óbreytt fyrir og eftir lokun. Tæpu hálfu ári frá aðgerð lætur sjúklingur vel af sér og nýleg ómskoðun sýndi engin merki um opna A-V fistulu. A-V portæðarfistlar eru mjög sjaldgæfir. Þeir sjást oftast eftir áverka eða rof á slagæðagúlum en geta verið meðfæddir eða án þekktra orsaka. Áður hefur verið lýst 17 tilfellum af A-V portæðarfistlum eftir magaaðgerðir. Sjúklingarnir greinast oftast í kjölfar hækkaðs þrýstings í portakerfi (æðahnútar í vélinda, ascites) og vegna kviðverkja eða niðurgangs. Hægt er að loka fistlunum með opinni aðgerð eins og gert var í þessu tilfelli en stundum kemur til greina að loka þeim með svokallaðri emboliseringu. HEILAIGERÐIR Árni .lóhannesson. Helga Erlendsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Lyíja- og Sýkladeild Borgarspítala og Háskóli íslands. Inngangur: Heilaígerð er alvarlegur sjúkdómur sem þarfnast skjótrar greiningar og meðferðar. Hann hefur ekki verið kannaður hérlendis og því var ráðist í þessa rannsókn. Tilgangurinn var að kanna algengi, sjúkdómsmyndun, einkenni, gang, meðferð og afdrif sjúklinga. Einnig átti að kanna, í músum, sýkingarhæfni Streptococcus milleri sem var ræktaður úr heilaígerö. Efiiiviður og aðferðir: 1) Leitað var að sjúklingum sem greinst höfðu með ígerð innan basts á tímabllinu 1. jan 1980-1. jan 1994. Leitað var í sjúklingabókhaldi Borgarspítalans og Landspítalans, röntgenskrám og ræktunarsvörum sýkladeildar Borgarspítalans og krufninga- skýrslum Rannsóknarstofu Háskóla íslands í meinafræði. 2) Gerðar voru sýkingarhæfni tilraunir með S. milleri í eðlilegum og ónæmis- bældum músum. Niðurstöður: 1) Fjöldi sjúklinga með heilaígerð var 21, nýgengi 6,0 10'6/ár. Orsakir ígerða voru þekktar hjá 15 einstaklingum, hjá flestum hinna fékkst ekki sýni til ræktunar. Streptococcus var algengastur, 6 tUfelli, þar af S. milleri 3 tilfelli. Sýkingin var oftast upprunnin frá skútabólgu (5 tilfelh) og frá lungnasýkingu (3 tilfelli). ígerðimar voru oftast í ennishjama, því næst gagnauga og hvirfilhjama og loks hnakkahjama. Algengustu einkenni vom höfuðverkur (17 sj. 81%), hiti (14 sj. 82%) og krampar (11 sj. 52%). Meðferð: 13 (62%) sjúklinga gengust undir skurð- aðgerð og var skolað úr ígerðinni hjá flestum (8 sj. 38%). Algengasta lyfjameðferð var klóramfeníkól með penicillíni eða ampicnllíni og var sú meðferð hin fyrsta hjá 7 (33%) sjúklingum. Alls létust 4 (19%) af völdum sýkingarinnar en 11 (52%) náðu fúllum bata. 5 (24%) hlutu vægar afleiðingar sem hafa ekki áhrif á daglegt líf en 1 (5%) alvarlegar afleiðingar með áhrif á daglegt líf. Horfur sjúk- linga tengdust skori á Glasgow coma scale við greiningu. Þeir sem lifðu án afleiðinga fengu a.m.t 14,4±0,9. Þeir sem létust fengu 7,5±5,3 og þeir sem lifðu með afleidingum fengu 13,5±1,5. 2) Við sýkingarhæfni tilraunimar kom í ljós að S. milleri óx hvorki í vöðva ónæmisbældra músa, né deyddi eðlilegar mýs við drápshæfiiipróf. Ályktun: Niðurstöður em í samræmi við sam- bærilegar rannsóknir. Það vekur þó athygh að S. milleri sem þekktur er fyrir að valda afinörkuðum graftarígerðum í mönnum virðist ekki geta sýkt mýs. Þetta vekur því upp spumingar varðandi gildi dýratilrauna og hversu mikið heimfæra má niðurstöður slíkra tilrauna yfir á menn.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.