Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 46
42 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 EFTIRVIRKNI LYFJA GEGN BACTEROIDES FRAGILIS Margrét Valdimarsdóttir. Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Læknadeild Háskóla íslands, Sýkla- og Lyflækningadeild Borgarspítalans. Inngangur. Loftfælnar bakteríur eru eðlileg flóra víða í líkamanum, t.d. meltingarvegi og munni. Þær mynda gjarnan ígerðir og koma einnig fyrir í blönduðum sýkingum með loftháðum sýklum. Metronidazol er það lyf sem mest er notað gegn loftfælnum sýklum en lýst hefur verið vaxandi ónæmi gegn því. I þessari rannsókn var könnuð eftirvirkni (EV) nokkurra sýklalyfja á loftfælnar bakteríur, en þetta hefur lítið verið rannsakað. Jafnframt var kannað hvort unnt væri að nota BACTEC® blóðræktunartæki í stað líftalningar við ákvörðun EV hjá loftfælnum bakteríum. Þekking á EV lyfja gæti fækkað lyfjaskömmtum og þar með minnkað aukaverkanir og lyfjakosmað. Efniviður. Könnuð voru 5 lyf: cefoxitin (C), chloramphenicol (CH), clindamycin (CL), imipenem (I) og metronidazol (M). Notuð var lyfjaþéttni frá lx upp í lóxMIC, en þess gætt að hún færi ekki upp fyrir þá sermiþéttni sem fæst við lækningaskammta. Notaðir voru 4 stofnar Bacteroides fragilis; 3 klíniskir, frá sýkladeild Bsp. og staðalstofn nr. 25285. Til tilraunanna voru notaðar BACTEC 7A®blóðræktunarkolbur og BACTEC NR-750® blóðræktunartæki, en aðferðin byggir á því að við vöxt baktería myndast C02 sem tækið nemur. Tilraunirnar voru gerðar í sérstöku boxi við súrefnissnauðar aðstæður (Shel-Lab, Cornelius, Oregano). Æti var brain-heart infusion broð og blóðagar auk innihalds blóðræktunarkolbna. AOferöir. Stofninn sem prófa átti var látinn vaxa í blóðræktunarkolbu yfir nótt, þá var bakteríulausn, lyfi og broði blandað í tilraunaglas. Lyfið var látið verka í 1, 2 eða 4 tíma. Að þeim tíma loknum var lyfið fjarlægt með þynningu, þ.e. blandan færð í forhitaða kolbu og þynntist hún við það 100-falt. Strax var tekið sýni úr kolbunum til sáningar. Til samanburðar var bakteríublanda án lyfs meðhöndluð á sama hátt. Vöxturinn var svo metinn í blóðræktunartækinu á u.þ.b. 3 tíma fresti þar til ákveðnu gildi var náð. Að lokinni talningu var EV reiknuð og tekið tillit til dráps bakteríanna. I fyrri hluta rannsóknarinnar var líftalningu beitt samhliða BACTEC® mælingum. Niðurstööur. Aðferðirnar tvær, líftalning og notkun BACTEC® kerfisins reyndust sambærilegar fyrir stofnana í heild, r=0,916 (p<0,005). EV lyfjanna var mjög breytileg eftir stofnunum fjórum. Meðal EV(í klst,±SE) allra stofnanna eftir verkun í eina klst. við 4 x MIC var: C: -0,2+0,2, CH: 0,3+0,2, CL: -0,6+0,6, I: 0,9±0,1 og M: 3,4±o.8. Lengsta mælda EV(klst) var C: 2,38, CH: 1,7, CL: 3,7,1: 6,5 og M: 12,4. Ekki var góð samsvörun milli lengdar EV og flatarmáls undir lyfferli(AUC), nema fyrir I, þar sem r=0,971 (p<0,001). Alyktun. BACTEC® aðferðin við að meta EV lyfja á loftfælnar bakteríur er bæði fljótlegri og þægilegri en hin hefðbundna líftalning. Umtalsverð EV við venjulega lyfjaþéttni fékkst eingöngu með M og I. Niðurstöður þessar gætu haft áhrif á notkun lyfjanna en frekari athuganir á öðrum tegundum loftfælinna baktería og á fleiri lyfjum eru þarfar. SKIMUN FYRIR HEPATITIS C. Agnes Smáradóttir. Sigurður B. Þorsteinsson.Arthur Löve, Soili I Erlingsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Olafur Jensson, Lyflækningadeild Landspítalans og Blóðbankinn Reykjavík. Inngangur: Talið er að 90 % nonA-nonB lifrarbólgutilfellaeftir blóðgjöf sé af völdum hepatitis- C veirunnar (HCV). HCV getur leitt til þrálátrar lifrarbólgu í allt að 50% tilvika og í 20 % tilvika leiðir það til cirrhosis. Arið 1992 hóf Blóðbankinn að skima fyrir mótefnum gegn HCV hjá öllum blóðgjöfum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessarar skimunar, og um leið athuga afdrif þeirra blóðþega sem fengið höfðu blóð úr þeim einstaklingum sem nú greindust með mótefni gegn HCV. AðferAir og efniviður: Rannsóknin náði yfir 12 mánaða tímabil. Fengnar voru upplýsingar hjá Blóðbankanum um HCV- jákvæða blóðgjafa og hve oft þeir höfðu gefið blóð áður. Tekin voru lifrarpróf og lifrarsýni hjá þeim. Könnuð voru afdrif blóðþeganna og mæld hjá þeim mótefni og lifrarpróf. Niðurstöður: Alls komu 12069 blóðgjafar í Blóðbankanum. Af þeim greindust níu með mótefni gegn HCV (0,07%). Þeir reyndust allir hafa sprautað sig með fíkniefnum. Sjö blóðgjafar komu til frekari rannsókna. Þeir voru allir með hækkun á lifrarprófum. Lifrarsýni sýndi hepatitis chronica persistens hjá sex einstaklingum en einn reyndist með óverulegar bólgubreytinar. Fyrri blóðþegarþessarablóðgjafa voru 63 talsins. Við upphaf rannsóknarinnar vom 29 látnir, þar af hafði einn fengið hepatitis C. Fjórar blóðeiningar sem sendar voru á FSA reyndist ekki unnt að rekja. Einn neitaði að taka þátt í rannsókninni. Tekin voru lifrarpróf og gerð mótefnamæling hjá 29 blóðþegum. Alls reyndust 25 vera með hækkun á lifrarensímum. Fjórir mældust með eðlileg lifrarpróf. Þá voru 22 blóðþegar með mótefni gegn HCV en sjö rey ndust ekki með mótefni. Það þýðir að 77 % þeirra blóðþega sem mældir voru reyndust hafa sýkst af HCV með blóð- gjöf. Tveir einstaklingar sem höfðu eðlileg lifrarpróf reyndust með mótefni gegn HCV. Þrír einstaklingar fengu einkenni lifrarbólgu. Alyktun: Þessi rannsókn sýnir svo óyggjandi sé að nauðsynlegt er að skima fyrir HCV hjá blóðgjöfum. Þá kemur í ljós að þrátt fyrir að sumir blóðgjafanna hafi smitast fyrir allt að 10 ámm virðast þeir enn ganga með veiruna og vera bráðsmitandi. Langflestir sýktra reyndust einkennalausir. Þó ber að hafa í huga að sumir eiga eftir að bera veiruna í langan tíma og því í meiri hættu á að fá alvarlega afleiðingar sýkingarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.