Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Side 56
50 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 STARFSEMI HEIMAHLYNNINGAR E 69 KRABBAMEINSFÉLAGS ÍSLANDS 1987-1994 Sigurður Árnason*. Þórunn Lárusdónir, Helgi Benediktsson^ og Valgerður Sigurðardónir^ fyrirhönd starfsmanna^ Heimahlynningar KÍ Á undanförnum áratugum hafa augu manna beinst meira að líðan og líkn þeirra manna og kvenna sem greinast með langvinna sjúkdóma. Er nú svo komið að einkennalækningar (e.: palliative medicine) er orðin sérgrein innan læknisfræðinnar í helstu nágrannalöndum okkar. Algengast er að sjúklingar með krabbamein á lokastigi séu stærstu þátturinn í þjónustu þeirra sem líkn stunda enda erfið einkenni eitt af því sem hæst ber hjá þessu fólki. Einkennameðferð nútímans á rætur sínar mjög að rekja til "Hospice" hreyfingarinnar en vísir af henni hefur verið starfræktur í skjóli Krabbameinsfélags fslands frá 1987. Fram til 1990 störfuðu þar 2-3 hjúkrunarfræðingar í 1,1 * Læknir í Heimahlynningu og Á Krabbameinslækningadeild Landspítalans. 2 Helgi og Þórunn eru hjúkrunarfræðingar í Heimahlynningu KÍ. 3 Læknir í Heimahlynningu og í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 4 Aðrir starfsmenn eru hjúkrunarfræðingarnir Bryndís Konráðsdóttir (áh), Guðbjörg Jónsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir ásamt Eddu Þorvarðardóttir ritara. stöðugildi ásamt einum lækni sem vann í sjálfboðavinnu. Frá 1989 hefur verið rekin þar sólarhringsþjónusta allt árið um kring með 5 hjúkrunarfærðingum í fullri vinnu og tveimur læknum í hlutastarfi. Sér til stuðnings hefur hópurinn haft þverfaglega nefnd þar sem er Ráðgjafanefnd KL Á tímabilinu 1987 t.o.m. apríl 1994 hafa 498 sjúklingar notið þjónustunnar, 214 karlar og 284 konur. Síðustu þrjú árin hafa um það bil 90 nýir komið í þjónustuna á ári hverju en 25-30 einstaklingar eru þar á hverjum tíma. Fimm algengustu sjúkdómsgreiningarnar eru lungnakrabbamein (32%), brjóstakrabbamein (10%), ristilkrabbamein (7%), briskirtilkrabbamein (6%) og blöðruhálskirtilskrabbamein (5%). 14 alnæmissjúklingar hafa verið eða eru í þjónustunni og er þetta um það bil helmingur allra þeirra einstaklinga sem greinst og látist hafa með sjúkdóminn á lokastigi frá upphafi. Á tímabilinu 1990 -1994 hafa látist 279 af 404 sjúklingum eða 67%. Þar af létust í heimahúsi 109 eða 39%. Síðustu árin hefur um helmingur skjólstæðinganna dáið heima. Rekstur Heimahlynningar kostar við eðlilegar aðstæður um 25 milljónir á ári. Sé miðað við áætlaðan kostnað á legupláss á sjúkrahúsi kostar um fimmtung að sinna sjúklingí í Heimahlynningu miðað við að hafa hann inn á venjulegu sjúkrahúsi. Miðað við erlenda staðla nægir ein þjónusta af svipaðri stærð og Heimahlynning til þess að sinna öllum krabbameinssjúklingum sem sérhæfða þjónustu þurfa í heimahúsi. Áð okkar mati er unnt er að nýta Heimahlynningu KI sem fyrirmynd að svipaðri þjónustu við aðra sjúklingahópa svo sem aldraða, öndunarbilaða og sjúklinga með mænusigg. E 70 XANTHOGRANULOMATOUS PYELONEPHRITIS Sjúkratilfelli frá Landspítalanum Valgerdur A. Rúnarsd.. Sigurður Guðmundsson, Sverrir Harðarson og Guðjón Haraldsson, lyflæknisd. og handlœknisd. Lsp og Rannsóknastofa Háskólans. Xanthogranulomatous pyelonephritis (XP) er sjaldgæfur sjúkdómur í nýrum, talinn afleiðing langvinnrar sýlangar og greindur með vefjarannsókn. Um 400 tilfellum hefur verið lýst en engu hérlendis svo vitað sé. Við segjum hér frá 51 árs konu sem lagðist inn vegna hita og óráðs. Hún gaf enga sögu vegna ofnotkunar vímugefandi lyfja en mun hafa haft háan hita í a.m.k. 3 daga en ekki sinnt því. Fyrri saga frá þvagvegum voru neðri þvagfærasýkingar og þvagrásarþrengingar sem hefur þurft að víkka. Upplýsingar lágu fyrir um hreint þvag 4 vikum fyrr. Hún reyndist hafa urosepsis með E. coli í blóði og þvagi og fékk meðferð með virkum lyfjum samtals í 20 daga. Almenn líðan varð betri en hún hafði viðvarandi háan toppóttan hita og eymsli yfir hæ. nýra. Þetta breyttist ekki eftir að lyfjum var hætt. Hún var blóðlítil og með þriggja stafa sökk. Breytingar á TS sýndu fjölda fleyglaga lágþéttnisvæða í hæ. nýra sem gátu samrýmst pyelonepritis en lymphoma/plasmacytoma, abscessar, carcinoma, vasculitis, tuberculosis og XP var einnig haft í huga^Nýrað skildi vel út. Isotoparannsóknir samrýmdust pyelonephritis en sýndu skerta nýrna- starfsemi sérlega í því hæ. og kreatinin fór hækkandi í legunni. Renal angiografta og ómun samrýmdust ekki dæmigerðu nýmakrabbameini en voru óeðlilegar. Sýni úr ómstýrðri ástungu samrýmdist XP. I kjölfarið var gerð nephrectomia og vefjasvar staðfesti XP stig II. Hún komst fljótt á fætur, hitalaus og útskrifaðist heim viku eftir aðgerð. XP er greindur með vefjaskoðun þar sem m.a. sjást epithelioid frumur og fituhlaðnar átfrumur. Oftast greinist sjúkdómurinn eftir nephrectomiu en hefur verið misgreindur áður m.a. sem krabbamein og berklar. I 70% tilfella eru þetta konur og oft er einhver undirliggjandi sjúkdómur. Steinar í þvagvegum eru í 80% tilvika og Proteus mirabilis ræktast oftast. I 85% sjúklinganna er nýrað þögult, 90% hafa útbreiddar breytingar í nýranu og sjúkdómurinn er svo til alltaf unilateral. Nephrectomia er talin lækning. Niðurstaða: Fyrsta XP tilfellið greint hér og læknað með nephrectomiu. Þetta er mikilvæg mismunagreining hjá sjúklingum með langvinn einkenni eftir nýrnasýkingu, með ofangreindar breytingar á TS og jafnvel grunaðir um illkynja sjúkdóma. Sjúkdóminn má greina fyrir aðgerð ef hann er hafður í huga.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.