Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 58
52 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25 DERMATITIS HERPETIFORMIS - SJÁLFS- E 73 OFNÆMISSJÚKDÓMUR VEGNA VÍXLBINDINGS MÓTEFNA GEGN GLUTENINI í FÆÐU OG ELASTÍNS í HÚÐ ? Sigurður Böðvarsson, Ingileif Jónsdóttir, Jóna Freysdóttir, J.N. Leonard, L. Fry & Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði og húðsjúkdómadeild St Mary's Hospital í London. Gluten er eitt aðalforðaprótein ýmissa korntegunda, s.s. hveitis og hafra. Gluten óþol getur birst með tvennum hætti: Annarsvegar sem Coeliac disease (CD) með einkennandi slímhúðarskemmdum í smágirni, og hinsvegar sem Dermatitis Herpetiformis (DH). Blöðrukennd húðútbrot á extensor svæðum líkamans einkenna DH. í húðsýnum sjást granuler útfellingar af IgA í papillary dermis. Ekki er vitað hverju þessi mótefni bindast. Sneiði DH sjúklingar hjá neyslu Glutens hverfa IgA útfellingarnar og húðútbrotin gróa. Hluti Gluten próteinsins, svokallað "high molecular weight glutenin" (HMW-g), hefur byggingarleg líkindi með elastíni. Tilgangur rannsóknar okkar var að athuga hvort mótefni gegn HMW-g kynnu að víxlbindast (cross-react) elastíni í húð með tilheyrandi bólgusvörun, vefjaskemmd og útbrotum. IgA og IgG mótefni gegn HMW-g og elastíni voru mæld með ELISA aðferð í DH og CD sjúklingum auk viðmiðunarhóps. Immunoadsorptions rannsóknir gáfu til kynna að í sermi megi ftnna mótefni sem víxlbindast HMW-g og elastíni. DH sjúklingar höfðu marktækt lægra magn IgA mótefna gegn HMW-g og elastíni í sermi en bæði CD sjúklingar og viðmiðunarhópur. DH sjúklingar á Gluten lausu fæði (GFD) höfðu enn lægra magn IgA mótefna gegn elastíni í sermi. Marktæk fylgni reyndist vera milli IgA mótefna gegn HMW-g og elastíni í sermi heilbrigðra og CD sjúklinga. Slíka fylgni var hinsvegar ekki að finna í DH sjúklingum. Niðurstöður okkar gætu gefið til kynna að HMW-g í fæðu ræsi ónæmiskerfið til myndunar mótefna gegn elastíni sem síðar berist úr blóðrás til húðar og valdi þar vetjaskemmdum. Magn þessara mótefna fellur síðan í sermi þegar mótefnavakinn (HMW-g) er fjarlægður, þ.e. þegar sjúklingar fara á GFD. Kenning okkar er því sú að DH kunni að vera sjálfs- ofnæmissjúkdómur sem sé tilkominn vegna víxlbindings mótefna gegn HMW-g í fæðu og elastíns í húð. |= 74 HÆKKUN Á GIGTARÞÁTTUM - LÆKKANDI TÍÐNI í HINUM VESTRÆNA HEIMI ? Þorbiörn Jónsson. Jón Þorsteinsson, Ema Jónasdóttir, Arinbjöm Kolbeinsson, Nikulás Sigfússon, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í ónæmisfræði og sýklafræði, Lyflækningadeild Landspítalans og Rannsóknarstöð Hjartavemdar. Gigtarþættir (rheumatoid factors, RF) eru mótefni sem bindast halahluta (Fc) mótefna af IgG gerð. Hækkun á RF finnst í flestum sjúklingum með liðagigt (rheumatoid arthritis, RA), hluta sjúklinga með aðra gigtarsjúkdóma, smitsjúkdóma og krabbamein auk lítils hluta heilbrigðra einstaklinga. Hefðbundin kekkjunarpróf til RF mælinga byggja á því að blandað er saman IgG húðuðum smásæjum ögnum og sermi. Ef RF (aðallega IgM RF) er til staðar verður sýnileg kekkjun á ögnunum og próftð telst jákvætt. Því hefúr verið varpað fram að nýgengi RA hafi lækkað á undanfómum áratugum. Jafnframt hefúr verið talið hugsanlegt að sjúkdómurinn væri að taka á sig mildara form, en allt er þetta enn ósannað. I nýlegri rannsókn var þvi lýst að tíðni RA og RF væri mun lægri í Bretlandi en menn höfðu áður talið (Spector et al., Ann Rheum Dis, 1993). Markmið þessarar athugunar var að bera saman tíðni jákvæðs kekkjunarprófs (titer >1:20) hjá þátttakendum í I áfanga hóprannsóknar Hjartavemdar við tíðnina í III / IV áfanga, um 10 árum síðar. Þetta er eina athugunin, sem við vitum um, þar sem sami meinatæknir hefúr mælt sýni frá mismunandi tíma með sömu aðferðinni í sama þýðinu. I I áfanga hóprannsóknar Hjartavemdar voru mæld sýni frá 3.717 einstaklingum á aldrinum 40-61 ára en í III / IV áfanga sýni frá 13.858 einstaklingum 39-76 ára. í I áfanga reyndust 1.35% þátttakenda hafa jákvætt kekkjunarpróf borið saman við 1.00% þátttakenda i III / IV áfanga (P=0.066, cLpróf). Niðurstöður athugunarinnar benda til að tíðni RF (líklega aðallega IgM RF) hafi farið lækkandi á íslandi. Samantekt á erlendum rannsóknum undanfarinna áratuga samrýmast þessari tilgátu. Ræddar verða hugsanlegar orsakir þessarar lækkunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.