Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1994, Qupperneq 58
52
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 25
DERMATITIS HERPETIFORMIS - SJÁLFS-
E 73 OFNÆMISSJÚKDÓMUR VEGNA VÍXLBINDINGS
MÓTEFNA GEGN GLUTENINI í FÆÐU OG
ELASTÍNS í HÚÐ ?
Sigurður Böðvarsson, Ingileif Jónsdóttir, Jóna
Freysdóttir, J.N. Leonard, L. Fry & Helgi Valdimarsson.
Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði og
húðsjúkdómadeild St Mary's Hospital í London.
Gluten er eitt aðalforðaprótein ýmissa korntegunda, s.s.
hveitis og hafra. Gluten óþol getur birst með tvennum
hætti: Annarsvegar sem Coeliac disease (CD) með
einkennandi slímhúðarskemmdum í smágirni, og
hinsvegar sem Dermatitis Herpetiformis (DH).
Blöðrukennd húðútbrot á extensor svæðum líkamans
einkenna DH. í húðsýnum sjást granuler útfellingar af
IgA í papillary dermis. Ekki er vitað hverju þessi mótefni
bindast. Sneiði DH sjúklingar hjá neyslu Glutens hverfa
IgA útfellingarnar og húðútbrotin gróa. Hluti Gluten
próteinsins, svokallað "high molecular weight glutenin"
(HMW-g), hefur byggingarleg líkindi með elastíni.
Tilgangur rannsóknar okkar var að athuga hvort mótefni
gegn HMW-g kynnu að víxlbindast (cross-react) elastíni í
húð með tilheyrandi bólgusvörun, vefjaskemmd og
útbrotum. IgA og IgG mótefni gegn HMW-g og elastíni
voru mæld með ELISA aðferð í DH og CD sjúklingum
auk viðmiðunarhóps.
Immunoadsorptions rannsóknir gáfu til kynna að í sermi
megi ftnna mótefni sem víxlbindast HMW-g og elastíni.
DH sjúklingar höfðu marktækt lægra magn IgA mótefna
gegn HMW-g og elastíni í sermi en bæði CD sjúklingar
og viðmiðunarhópur. DH sjúklingar á Gluten lausu fæði
(GFD) höfðu enn lægra magn IgA mótefna gegn elastíni í
sermi. Marktæk fylgni reyndist vera milli IgA mótefna
gegn HMW-g og elastíni í sermi heilbrigðra og CD
sjúklinga. Slíka fylgni var hinsvegar ekki að finna í DH
sjúklingum.
Niðurstöður okkar gætu gefið til kynna að HMW-g í
fæðu ræsi ónæmiskerfið til myndunar mótefna gegn
elastíni sem síðar berist úr blóðrás til húðar og valdi þar
vetjaskemmdum. Magn þessara mótefna fellur síðan í
sermi þegar mótefnavakinn (HMW-g) er fjarlægður, þ.e.
þegar sjúklingar fara á GFD.
Kenning okkar er því sú að DH kunni að vera sjálfs-
ofnæmissjúkdómur sem sé tilkominn vegna víxlbindings
mótefna gegn HMW-g í fæðu og elastíns í húð.
|= 74 HÆKKUN Á GIGTARÞÁTTUM - LÆKKANDI
TÍÐNI í HINUM VESTRÆNA HEIMI ?
Þorbiörn Jónsson. Jón Þorsteinsson, Ema
Jónasdóttir, Arinbjöm Kolbeinsson, Nikulás
Sigfússon, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í
ónæmisfræði og sýklafræði, Lyflækningadeild
Landspítalans og Rannsóknarstöð Hjartavemdar.
Gigtarþættir (rheumatoid factors, RF) eru mótefni sem
bindast halahluta (Fc) mótefna af IgG gerð. Hækkun á
RF finnst í flestum sjúklingum með liðagigt
(rheumatoid arthritis, RA), hluta sjúklinga með aðra
gigtarsjúkdóma, smitsjúkdóma og krabbamein auk
lítils hluta heilbrigðra einstaklinga. Hefðbundin
kekkjunarpróf til RF mælinga byggja á því að blandað
er saman IgG húðuðum smásæjum ögnum og sermi.
Ef RF (aðallega IgM RF) er til staðar verður sýnileg
kekkjun á ögnunum og próftð telst jákvætt. Því hefúr
verið varpað fram að nýgengi RA hafi lækkað á
undanfómum áratugum. Jafnframt hefúr verið talið
hugsanlegt að sjúkdómurinn væri að taka á sig mildara
form, en allt er þetta enn ósannað. I nýlegri rannsókn
var þvi lýst að tíðni RA og RF væri mun lægri í
Bretlandi en menn höfðu áður talið (Spector et al.,
Ann Rheum Dis, 1993).
Markmið þessarar athugunar var að bera saman
tíðni jákvæðs kekkjunarprófs (titer >1:20) hjá
þátttakendum í I áfanga hóprannsóknar Hjartavemdar
við tíðnina í III / IV áfanga, um 10 árum síðar. Þetta
er eina athugunin, sem við vitum um, þar sem sami
meinatæknir hefúr mælt sýni frá mismunandi tíma með
sömu aðferðinni í sama þýðinu.
I I áfanga hóprannsóknar Hjartavemdar voru
mæld sýni frá 3.717 einstaklingum á aldrinum 40-61
ára en í III / IV áfanga sýni frá 13.858 einstaklingum
39-76 ára. í I áfanga reyndust 1.35% þátttakenda hafa
jákvætt kekkjunarpróf borið saman við 1.00%
þátttakenda i III / IV áfanga (P=0.066, cLpróf).
Niðurstöður athugunarinnar benda til að tíðni RF
(líklega aðallega IgM RF) hafi farið lækkandi á íslandi.
Samantekt á erlendum rannsóknum undanfarinna
áratuga samrýmast þessari tilgátu. Ræddar verða
hugsanlegar orsakir þessarar lækkunar.