Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 5 Afmælishald Læknafélags Akureyrar Læknar á Akureyri héldu upp á sextugsafmæli félagsins 5. nóvember síðastliðinn, en það var stofnað 6. nóvember 1934. Auk þeirrar útgáfu- starfsemi og greinaskrifa, er líta má í þessu Fylgi- riti Læknablaðsins, var afmælishaldið tvíþætt. I fyrsta lagi var staðið fyrir opnu húsi í húsnæði Deiglunnar, sem er samkomusalur í Listagilinu á Akureyri. Þangað var félögum og öllum bæjarbú- um boðið, en samkoman hófst með því að fyrrver- andi félagi, Halldór Baldursson bæklunarskurð- læknir, fíraði salút úr fallbyssum á Torfunes- bryggju. Að því loknu söfnuðust félagsmenn og gestir þeirra saman í deiglunni, þar sem fram fór dagskrá undir yfirskriftinni Læknislist. Samkoman hófst með setningarathöfn, þar sem Stefán Yngvason formaður undirbúningsnefndar flutti ávarp og Pétur Pétursson formaður Lækna- félags Akureyrar kynnti kjör heiðursfélaga, þeirra Ólafs Sigurðssonar og Þórodds Jónasson- ar, sem raunar lést skömmu eftir heiðursfélaga- kjörið. Afhent voru heiðursskjöl því til staðfest- ingar og hélt Ólafur Sigurðsson þakkarræðu. Fyrir hönd fjölskyldu Þórodds Jónassonar afhenti Ingvar Þóroddsson læknir félaginu að gjöf frumrit Læknablaðs Guðmundar Hannessonar 1901- 1904, sem verið hafði í eigu hins látna heiðursfé- laga. Er þar um mikinn dýrgrip að ræða, sem fundinn verður staður í væntanlegu lækninga- minjasafni í Gudmanns minde á Akureyri. Það hús er frá 1836 og hýsti fyrsta íslenska lækninn, er sat á Akureyri og síðar hófst þar sjúkrahúsrekstur á síðasta fjórðungi 19. aldar. Læknafélag Akur- eyrar er aðili að rekstrarsamningi um nýtingu hússins ásamt Norðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Minjasafninu á Akureyri. Þá flutti Sverrir Bergmann formaður Læknafé- lags Islands afmælisræðu og færði vandaðan fund- arhamar að gjöf. Ennfremur lék strengjadúett tveggja læknisdætra, Önnu Leu Stefánsdóttur og Nicole Cariglia. Að setningarathöfn lokinni var gestum boðið að skoða sýningu, er læknar höfðu sett upp, þar sem þeir kynntu sérgreinar sínar og áhugamál. Var þar blandað saman vísindum og gagnlegum upplýsingum, gamni og alvöru. Töluverðan fróð- leik mátti lesa þar á veggspjöldum, sem voru ár- angur umtalsverðar rannsóknarvinnu félags- manna. Sýnd voru myndbönd í fræðsluskyni og voru tvö þeirra gerð af félögum sjálfum. Nick Cariglia sýndi myndband, þar sem hann maga- speglaði sjálfan sig og Haraldur Hauksson sýndi fræðslumyndband um gallblöðrunám um kviðsjá, sem hann hafði gert sjálfur í tilefni afmælisins. Sýningin var síðan brotin upp með dagskrár- atriðum, þar sem kór Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri söng nokkur lög undir stjórn Guðjóns Pálssonar og Hjálmar Freysteinsson heilsugæslu- skáld flutti viðstöddum kveðskap sinn. Brynjólfur Ingvarsson las frumsamin ljóð og Haraldur Hauksson söng einsöng við undirleik Guðjóns Pálssonar. Læknafélag Akureyrar bauð öllum gestum að þiggja kaffi í Café Karólínu, en innangengt er úr Deiglunni í það kaffihús. Talið er að hátt á fjórða hundrað manns hafi sótt samkomuna, sem stóð í fjórar klukkustundir og tókst ágæta vel að mati viðstaddra. Framlagi sérgreina er getið í heild á bls. 6. Seinni þáttur hátíðarhaldanna 5. nóvember var árshátíð félagsins, sem haldin var í veitingahúsinu Fiðlaranum á Akureyri. Árshátíðina sóttu á sjöunda tug gesta og þótti hún takast einkar vel undir öruggri veislustjórn Magnúsar Stefánsson- ar. Þar var boðið upp á fjölda heimatilbúinna skemmtiatriða: Upplestur úr gömlum fundar- gerðum, gluntasöng, kveðskap og gamanmál ým- iskonar, auk þess sem formaður flutti hátíðaræðu og öflugur fjöldasöngur fór fram undir borðum. Að veisluborðhaldi loknu var troðinn dans fram- undir óttu. Félagar í Læknafélagi Akureyrar telja sig hafa náð tilgangi sínum með hátíðahöldum þessum, en hann var að efla innri samstöðu félagsmanna og kynna samborgurum sínum starfsemi félags- manna og einstakra félaga. Pétur Pétursson

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.