Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 28
28 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Björn Sigurðsson Um myndgreiningartækni Hefði grein þessi verið skrifuð fyrir nokkrum árum, hefði fyrirsögn hennar væntanlega verið Um röntgengreiningu, svo nátengd er sérgrein þessi innan læknisfræðinnar nafni Wilhelms Kon- rad Röntgen og uppgötvun, sem hann gerði nán- ast af tilviljun fyrir hartnær 99 árum, þann 8. nóvember 1895. Hann var prófessor í eðlisfræði og síðar rektor háskólans í Wíirtzburg í Þýska- landi. Hann var að rannsaka eiginleika bak- skautsgeisla (rafeinda) í rafeindalampa þegar hann uppgötvaði aðra tegund geisla, sem komu frá rafeindalampanum og gátu fengið efni til að flúrljóma, smugu gegnum ýmis efni og þegar hann bar höndina milli lampans og flúrljómandi plötu komu í ljós á plötunni útlínur handarbeinanna. Hann sökkti sér niður í rannsóknir þessara geisla, sem hann kallaði X-geisla og í lok desember sama árs hafði hann lokið við handrit að grein um eigin- leika geislanna, sem í flestum Evrópulöndum eru við hann kenndir og kallaðir röntgengeislar, en í enskumælandi löndum X-rays. Fyrir uppgötvun sína hlaut hann verðlaun Nóbels þegar þau voru í fyrsta sinn veitt fyrir afrek í eðlisfræði árið 1901. Röntgen áttaði sig fljótt á hagnýtu gildi uppgötv- unar sinnar, en aðrir héldu áfram þróun þessarar nýju tækni til notkunar í læknisfræði og í byrjun þessarar aldar var víða farið að nota röntgentæki á sjúkrahúsum. Til Islands barst þessi nýja tækni árið 1914, Röntgenstofnun Háskólans var stofnuð 1. janúar það ár, en brautryðjandinn á þessu sviði var Gunnlaugur Claessen læknir og er saga rönt- genfræða á Islandi nátengd nafni hans. Eftir hann liggur meðal annars kennslubók rituð á dönsku, sem gefin var út 1940 og notuð til kennslu í grein- inni á Norðurlöndum. Fyrstu röntgentækin á íslandi voru tekin í notk- un í apríl 1914 og var hægt að nota þau bæði til gegnumlýsingar og til myndatöku á glerplötur, en fyrsta gegnumlýsingin í tilraunaskyni var gerð á trésmiði sem vann við uppsetningu tækjanna. Öfl- un rafmagns fyrir tækin var ýmsum vandkvæðum bundin þar til rafstöðin við Elliðaár tók til starfa sumarið 1921. Höfundur er sérfræöingur í geislagreiningu. í byrjun var notagildi röntgentækninnar fyrst og fremst á sviði greiningar og eftirlitsmeðferðar beinbrota og sjúkdóma í beinum og til greiningar ýmissa aðskotahluta, en fljótlega var einnig farið að röntgenrannsaka hin ýmsu líffæri í brjóstholi og kviðarholi. Þegar röntgentæknin barst til ís- lands var berklaveikin algengasti alvarlegi smit- sjúkdómurinn á Islandi og ein algengasta dánar- orsök ungs fólks. Þeir sem nú eru miðaldra og eldri muna vel eftir baráttunni við berklana og hvernig gegnumlýsingu var beitt við berklaleit og eftirlit. A fjórða áratugnum var jafnvel farið með farandröntgentæki um landið til berklaleitar og í rafmagnslausum sveitum var bflvél látin knýja rafal fyrir röntgentækin. Smám saman þróuðust bæði tækin og tæknin og notkunarsvið röntgengreiningar víkkaði. Til sög- unnar komu ýmis geislaþétt efni, sem nota mátti sem skuggaefni til j-annsókna ýmissa líffærakerfa svo sem meltingarfæra, þvagfæra, taugakerfis og blóðrásar. Auk röntgentækninnar sjálfrar hafa aðrar myndgreiningaraðferðir komið til sögunnar og unnið sér fastan sess í rannsóknarstarfsemi. Má þar fyrst nefna ómtækni (einnig nefnd sónar) þar sem hátíðnihljóðbylgjur eru sendar inn í líkams- vefina og endurvarp þeirra notað til að byggja upp mynd. Sú tækni er hliðstæð bergmálsdýptarmæl- um ogfiskileitartækjum skipa. ísótópaskanni not- ar skammlífan geislavirkan ísótóp sem oftast er bundinn burðarefni sem leitar til ákveðinna líf- færa svo sem nýrna eða til vefjameinsemda svo sem meinvarpa í beinum, en þannig sjást þau mun fyrr en á venjulegri röntgenfilmu. A áttunda ára- tugnum komu tölvusneiðmyndatækin til sögunn- ar en þar stýrir tölva röntgentækinu, safnar mæl- ingagögnum og býr til úr þeim þverskurðarmynd af viðkomandi líffæri eða líkamshluta, sem skoða má á skjá og færa yfir á filmu. Hverri einstakri mynd má líkja við sneið úr brauðhleif sem hefur ákveðna þykkt, oftast 2-10 mm en sneiðafjöldi í algengum rannsóknum getur verið í bilinu fimm til 40 eða jafnvel fleiri. Þessari tækni hefur fleygt fram og myndgæði og hraði rannsókna aukist með hverri nýrri kynslóð tækja. Nýjasta stórbyltingin á sviði læknisfræðilegrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.