Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 52
52 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Byrjandi æðakölkun hefur sést hjá ungu fólki, sem hefur dáið af til dæmis slysförum og verið rannsakað. Talið er að hátt kólesteról eigi rnikinn þátt í að slíkum breytingum. Offita getur haft alvarleg áhrif á heilsu barna bæði á meðan þau eru lítil og einnig síðar meir í lífinu. Vitað er einnig að vannæring hjá ungabörn- um og jafnvel eldri börnum getur haft varanleg áhrif, ekki bara á líkamlegan þroska þeirra heldur einnig andlegan. Með því að fylgjast með vexti og þroska barna alveg frá fæðingu er mögulegt að tryggja að þau fái næringu við hæfi eins og kostur er á. Ef þau hætta að fylgja vaxtarkúrfum miðað við aldur þarf að athuga hvað hefur farið úrskeiðis og leiðrétta það ef mögulegt er. Þar getur bæði verið um of mikla eða of litla þyngdaraukningu að ræða, einnig að þau lengist ekki sem skyldi. Mikilvægt er að ungviði fái holla og fjölbreytta fæðu. Börnin þurfa að fá næga orku og er talið heppilegt að um 30% orkunnar komi úr fitu. Þá er einnig talið mjög mikilvægt að mettuð dýrafita sé ekki meira en þriðjungur af fituinntök- unni. Fiskifita er holl og inniheldur meðal annars omega-3 fitusýrur. Fólk sem ekki vill neyta fæðu úr dýraríkinu lifir að mörgu leyti á hollara fæði en aðrir. Hins vegar eru til mismunandi útgáfur af grænmetisætum enda fólk ekki sammála um ágæti ýmissa fæðuteg- unda. Börn grænmetisæta eru hins vegar ekki að öllu leyti vel sett næringarlega því að hætta er á að fæða þeirra innihaldi ekki næga orku þar eð nær- ing úr jurtaríkinu er yfirleitt orkusnauð. Einnig er hætta á að skortur verði á prótínum, einstaka vítamínum (B12) og vissum næringarefnum svo sem kalki. Millimáltíðir Millimáltíðir eru varasamar og verða oft til þess að börn og unglingar hafa ekki lyst á mat á mat- málstímum. Einnig hefur það sýnt sig að offita stafar meðal annars af miklu áti milli máltíða. Þess vegna er mikilvægt að þess sé gætt að börnin venjist frekar á að borða á matmálstímum, borði ekki annað en orkusnauðan mat á milli máltíða og þá ekki þegar skammt er í máltíðir. Sem dæmi um góðan millimáltíðamat eru ávextir, gulrófur, kál, léttmjólk eða undanrenna, ávaxtasafi, fitusnauð jógúrt, poppkorn. Til að forðast offitu er mikilvægt að reyna að minnka sjónvarpsáhorf, varast orkuríkar milli- máltíðir og stunda reglulega líkamshreyfingar. A unglingsárunum er mikilvægt að nóg sé af kalki, járni og vítamínum í fæðunni auk þess sem hún á að vera næringarrík og fjölbreytt. Helstu heimildir: Barness LA. Nutrition update. Pediatr Rev 1994; 15: 321-6. Lozoff B. Jiminez E, Wolff AW. Long-term develop- mental outcome of infants with iron deficiency. N Engl J Med 1991; 325: 687-91. Report of the expert panel on blood cholesterol levels in children and aldolescents National Cholesterol Education Program. Pediatrics 1992; 89: 525-84. VÁTRYGGINGAFÉLAG (SIANDS HF - þar sem tryggingar snúast um fólk

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.