Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 19 lagi Akureyrar og vildi hann því kveðja kollega sína opinberlega þá. Flestir fundarmenn stóðu upp á eftir og kvöddu Steingrím með stuttri ræðu, hver fyrir sig. Steingrímur hvarf af landi brott til Danmerkur, kom aftur árið 1948 til að bera beinin hér á landi. Árið 1936 voru sjúkratryggingar leiddar í lög á Alþingi. Þá varð öll læknishjálp kostnaðarlaus að kalla fyrir allt fólk og þar með taldar sjúkrahús- vistir. Á fundi í Læknafélagi Akureyrar 3. febrúar 1937 var samþykktur samningur við Sjúkrasamlag Akureyrar um frjálst val sjúklinga á læknum til eins mánaðar í einu og fast gjald sjúkrasamlagsins fyrir mánuðinn í staðinn til læknisins. Skyldi sjúklingurinn skrifa nafn sitt á miða fyrir lækninn, þá er hann þyrfti á lækni að halda en ekki aftur í mánuðinum þó að sami sjúklingur þyrfti þá að koma til læknisins aftur einu sinni eða hvað eftir annað. Síðan fengi læknirinn heildargreiðslu eftir mánuðinn fyrir þann hlutfallslega fjölda undir- skrifaðra miða, sem hann skilaði til sjúkrasam- lagsins eftir hver mánaðamót. Á fundi í L.A. 3. maí 1937 voru svo ræddir ágallar þeir, sem komið höfðu í ljós á samningnum, svo sem óþarfa viðtöl, óþarfa vitjanir, keppni lækna eftir hylli sjúklinga, einnig óánægja lækna, að þeir skyldu vera skyld- ugir að sinna sjúklingum án greiðslu eftir eitt við- tal í mánuði. Vegna innbyrðis ágreinings um mál- ið var þó miðakerfinu ekki breytt fyrr en á árinu 1949. Á fundi 18. janúar 1937 gekk í félagið Guð- mundur Karl Pétursson og hafði verið ráðinn sjúkrahúslæknir hér síðan 9. nóvember 1936. Guðmundur Karl var í stuttu máli sagt afburða- maður í námi og verki og vann hér frábært starf. Var honum þó vandi á höndum er hann settist í sæti þjóðkunnra lækna og mikilhæfra merkis- manna, þeirra Guðmundar Hannessonar og Steingríms Matthíassonar, sem gegnt höfðu spítalalæknisstarfi þar við góðan orðstír hvor á eftir öðrum alls í 40 ár. Fljótlega kom í ljós að skurðsjúklingum hans farnaðist yfirleitt vel í bráð og lengd og notaði hann þá einna fyrstur íslenskra lækna blóð- og vökvagjafir er þörf var á eftir aðgerðir. Virtist hann sárasjaldan missa sjúklinga eftir aðgerðir eftir því sem þá gerðist. Guðmund- ur Karl hafði hlotið framhaldsmenntun sína á Sahlgrenska Sjukhuset í Gautaborg og á Land- spítalanum. En miklu réði um góðan árangur hans í aðgerðum, kunnátta hans og hæfni, glögg- skyggni hans og dómgreind í starfi, fádæma at- orka og staðfesta, þrek hans og óbilandi starfs- orka, ósérplægni hans og umhyggja fyrir sjúkling- um sínum og hraði í aðgerðum. Þó að hann ætti sér áhugamál utan starfs síns, svo sem skoðun á ríki náttúrunnar, þekkingu á fuglum, grasafræði og skógrækt, var hann í eðli sínu einlyndur mað- ur, sem að miklu leyti gekk heill og lítt skiptur upp í starfi sínu og virtist þar ólíkur forvera sínum Guðmundi Hannessyni, sem virtist vera marg- lyndur maður fremur en einlyndur. Án efa mun gifturíkt starf Guðmundar Karls frá upphafi ferils hans hafa átt sinn mikla þátt í því að ráðist var í það stórvirki sem þá var, að byggja deildaskipt sjúkrahús hér, sem lagður var hornsteinn að árið 1946 af Finni Jónssyni, félagsmálaráðherra. Hins vegar var Jakob Frímannsson kaupfélagstjóri þá mestur áhrifamaður í bæjarmálum hér, sá sem átti einna drýgstan þátt í því að útvega fjárveitingar svo að byggingin var fullgerð á sjö og hálfu ári frá því að hafist var handa við hana. Pá greiddi ríkið 60% og bærinn 40% af útlögðum byggingarkostn- aði slíkra bygginga. Á fundi 18. nóvember 1937 var Jóhann Þorkels- son tekinn inn í félagið. Hann lifði frá 1903-1970, var við framhaldsnám í Danmörku 1934-1936, tók danskt embættislæknapróf 1936, var héraðslæknir á Akureyri frá 1938 til dauðadags. Hann vann hér þarft og gott starf þá rúmu þrjá áratugi, sem hann gegndi hér læknisstörfum. Hann var eljusamur, vinnufús, gæddur góðvild og þjónustulund við hvern sem átti í hlut og hvernig sem á stóð fyrir honum. Ekki neytti hann tóbaks, áfengis eða matar sér til heilsuspillis, var alla tíð holdgrannur og léttur í hreyfingum, spilaði golf og tók sér heilsubótargöngur reglubundið. Mannskaði var að honum þegar hann hvarf héðan af heimi fyrir aldur fram. Á fundi 10. júlí 1939 var Victor Gestsson, háls-, nef- og eyrnalæknir tekinn inn í félagið, starfaði hér í fimm ár, flutti síðan til Reykjavíkur, var hér vel látinn maður og læknir. Hann fékkst hér bæði við háls-, nef- og eyrnalækningar og heimilislækn- ingar. Á fundi 27. september 1937 hafði því verið hreyft, að félagar skiptust á að flytja stutt fræð- andi erindi um læknisfræðileg efni á hverjum fundi. Á árunum 1934-1944 voru eftirtalin fræðsluerindi flutt á fundum félagsins: Monon- ucleosis infectiosa. Pneumonia crouposa. Berkla- veiki og starfsemi berklavarnastöðva. Corpora al- iena í hálsi, nefi og augum. Abortus provocatus. Encephalitis chronica. Abusus opii. Scabies. Spina bifida occulta. Bráður dauðdagi. Febris pu- erperalis. Myxoedema. Cancer bronchi. Meningi- tis cerebrospinalis epidemica. Scarlatsótt. Schizophrenia og mania. Pellagra. Op. thoraco- plastica facta. Sóttvarnir. Prolapsus disci interver- tebralis col. lumbalis. Á fundi 5. júní 1944 voru borin fram tilmæli frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.