Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 18
18
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
&
Spítalinn séður frá suðvestri. Sjúklingar og starfsfólk njóta sólar á sólskinspalli. Stóri glugginn hvítur að
neðan er á skurðstofunni. Þvottur til þerris á girðingu.
Jónasi hefði mátt gera þrjá menn, skurðlækni,
geðlækni og lyflækni og hefði hann til allra þess-
ara þriggja starfa verið vel fallinn. Jónas var heið-
ursfélagi Læknafélags Akureyrar.
Að afloknu stjórnarkjöri á stofnfundinum var
samþykkt, að Steingrímur Matthíasson og Helgi
Skúlason skyldu vera undanþegnir næturlækna-
vörslu en aðrir praktiserandi læknar skyldu skipta
með sér næturvörslu hér í bænum, alls fimrn að
tölu.
í ársbyrjun 1899 hafði nýtt sjúkrahús verið reist
hér við Spítalaveg fyrir tilhlutan Guðmundar
Hannessonar, taldist upphaflega rúma 12 sjúk-
linga en fullvel mátti telja það 16 rúma sjúkrahús.
Með tilkomu sóttvarnarhússins 1905 rúmaði
sjúkrahúsið 22 sjúklinga. Árið 1920 var stein-
steypt viðbygging reist áföst norðan við sjúkra-
húsið og var þá komið rými fyrir 40 sjúklinga í því.
Árið 1925 varð sjúkrahúsið eigandi að sóttvarnar-
húsi ríkisins á Akureyri. Hús fráfarandi spítala-
ráðsmanns var keypt 1935 og gert að þvottahúsi
sjúkrahússins. Allmikil endurbygging var reist
sunnan sjúkrahússins 1938-1940 og var þar meðal
annars komið fyrir röntgendeild og skurðstofu.
Smáhýsi úr steini var reist fyrir 12 rúma geð-
veikradeild í brekkunni vestan sjúkrahússins og
norðan sóttvarnarhússins. Var hún tekin til starfa
árið 1945. Á árabilinu 1929-1945 var sjúkrahúsið
skráð með 50-54 rúmum en 1946 eru rúmin talin
61 og sat við þann rúmafjölda til ársins 1953.
Á fundi 3. desember 1934 var lesið upp frum-
varp til laga fyrir læknafélagið. Var það sniðið af
Steingrími Matthíassyni eftir lögum Læknafélags
Reykjavíkur og var það samþykkt því sem næst
óbreytt eins og það kom frá hans hendi með öllum
atkvæðum. Úr lögum félagsins skulu hér aðeins
örfá atriði nefnd. Tilgangur: a) Að starfa að alls-
konar lækna- og heilbrigðismálum. b) Að gæta
fjárhagslegra hagsmuna félagsmanna, auka við-
kynningu þeirra og efla samúð þeirra og stéttar-
tilfinningu. c) Að sfuðla að vísindastarfsemi og
framhaldsmenntun í læknisfræði. Félagið heldur
fund fyrsta mánudag í hverjum mánuði í mánuð-
unum október til maí og aukafundi þegar stjórnin
telur þess vera þörf eða ef tveir félagsmenn óska
þess. Félagsmenn eru skyldir að hh'ta Codex Et-
hicus Læknafélags íslands.
Á fundi 4. febrúar 1935 var lesið upp og sam-
þykkt uppkast að gjaldskrá félagsins. A fundi 8.
apríl 1935 voru teknir inn í félagið tveir nýir með-
limir, þeir Friðjón Jensson og Jónas Rafnar.
Þeirra er áður getið. Steingrímur Matthíasson tal-
aði um blöðruæxli á eggjastokkum og um skurð-
aðgerðir við þeim. Hafði hann framkvæmt þær 17
talsins frá árinu 1907. Á fundi 13. janúar 1936 var
skýrt frá því, að þáverandi ljósmóðir í Glæsibæj-
arhreppi neitaði að fara til sængurkvenna ef eitt-
hvað væri að veðri eða færð. Samþykkt var að
félagið skrifaði sýslumanni Eyjafjarðarsýslu og
beiddi hann þess að hlutast til urn að ljósmóðirin
segði hið fyrsta starfi sínu lausu.
Á fundi 29. júní 1936 las Steingrímur Matthías-
son upp yfirlit yfir heilbrigðisástand í Akureyrar-
læknishéraði síðustu 29 árin, það er fólksfjölgun,
manndauða, barnskomur, berkladauða, farsóttir
og fleira. Að afloknum fundi var drukkið kaffi,
bætt af Steingrími Matthíassyni. Kvað hann þetta
verða seinasta fundinn, sem hann sæti í Læknafé-