Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 9 Þóroddur Jónasson Fæddur 7. október 1919 Dáinn 27. ágúst 1994 Minningarorð Læknafélag Akureyrar sér nú á bak yfirburða- manni úr sínum röðum, er það kveður hinztu kveðju heiðursfélaga sinn, Pórodd Jónasson. Þór- oddi var þann veg farið, að hann bar með sér innri höfðingsskap og hefðarvald, hvar sem hann kom, en hafði samt lag á að hækka hvern þann í sessi, sem hann átti orðastað við. Lífsorka hans og karl- mennska var með ólíkindum, og þegar saman fóru háleit markmið, farsæl dómgreind og áköf vinnusemi fór ekki hjá því, að ævistarf hans yrði mikið og farsælt. Þóroddur setti með nærveru sinni einni saman sérstakan svip á hvern þann mannfund, er hann sótti. Hann var víðlesinn og fjölmenntaður heims- borgari, sem átti sínar traustu rætur í frjóum jarð- vegi íslenzkrar sveitamenningar. Hann var félags- lyndur og hrókur alls fagnaðar, enda tókst honum öðrum betur að miðla af lífsorku sinni og lífsgleði með listfengi í orðræðum, sagnamennsku og hljóðfæraslætti. Enda þótti maðurinn fádæma skemmtilegur og fæddur til að kenna og stjórna. Gilti þá einu, hvort í hlut átti samstarfsfólk, söng- kórar eða annar félagsskapur. Nákvæmni og samvizkusemi einkenndi allt starf Þóroddar, sem jafnframt var fagurlitað af siðgæði og hugsjónum um bætta þjóðarheilsu og betra mannlíf. Hugsun hans var skörp, viðbrögð- in skjót og einarðleg og úrræðin ávallt viðeigandi. Hann var djarfur og hlífði aldrei sjálfum sér. Þóroddi hlotnaðist margvísleg virðing og veg- semd um dagana. Fyrir áratug síðan varð hann heiðursfélagi Læknafélags íslands, nokkru síðar Félags íslenzkra heimilislækna og skömmu fyrir andlát sitt var hann einróma kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Akureyrar. Drýgst varð honum þó sú virðing, sem fólk úr öllum stéttum þjóðfélags- ins sýndi með því að sækja til hans hollráð fram á síðasta dag. Læknafélag Akureyrar vottar syrgjendum þessa gengna heiðursmanns sína dýpstu hluttekn- ingu. Pétur Pétursson Þóroddur Jónasson veitir viðtöku heiðursskjali Læknafélags íslands 20. september 1983. Birtist í dagblöðum á útfarardegi 2. september 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.