Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 64
64 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Jónas Franklín Krabbameinsleit á Akureyri í aldarfjórðung Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands, nefnd Leitarstöð B var formlega opnuð 29. júní 1964 í húsi félagsins við Suðurgötu í Reykjavík. Var þar með hafin reglubundin leit á íslandi að krabba- meini í leghálsi og forstigum þess. Áður hafði félagið rekið Leitarstöð A frá árinu 1957 í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg, en þar var fólk án sjúkdómseinkenna skoðað í þeim tilgangi, að leita að krabbameini. Rekstri Leitarstöðvar A var formlega hætt í árslok 1972. Leit að brjósta- krabbameini hjá konum sem komu í leghálsskoð- un í Leitarstöð B hófst svo árið 1973. Skipulögð krabbameinsleit á Akureyri hófst 18. ágúst 1969 og veitti Bjarni Rafnar yfirlæknir henni forstöðu. Krabbameinsfélag Akureyrar annaðist rekstur leitarinnar á Akureyri fyrstu árin, allt þar til Heilsuverndarstöð Akureyrar tók við rekstrin- um á miðju ári 1979. Heilsugæslustöðin á Akur- eyri yfirtók svo reksturinn 1. janúar 1985. I fyrstu fór krabbameinsleitin á Akureyri fram í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar, en á haust- mánuðum 1974 var leitin flutt í Hafnarstræti 95, fjórðu hæð, í hið nýja húsnæði Kaupfélags Eyfirð- inga. Krabbameinsfélag Akureyrar barðist þá í bökkum við að halda rekstri leitarstöðvarinnar gangandi og fékk þá þennan stuðning frá FSA, er hafði tekið framangreinda húseign á leigu. Sök- um rekstrarerfiðleika krabbameinsfélagsins var félagið aldrei krafið endurgjalds fyrir leigu, raf- magn né ræstingu á húsnæðinu, þau ár sem leitin var rekin á vegum félagsins í húsnæði kaupfélags- ins. Vegna þessara rekstrarörðugleika var Heilsu- verndarstöð Akureyrar fengin til að taka við rekstrinum á miðju ári 1979. Gengu þá ofangreind leigukjör í erfðir það er að segja leitarstöðin fékk að halda áfram starfsemi sinni í ofangreindu hús- næði endurgjaldslaust. Heilsugæslustöðin á Akureyri tók svo við rekstrinum 1. janúar 1985 eins og fyrr greinir og fluttist krabbameinsleitin í húsnæði hennar 1. júní 1985. Bjarni Rafnar yfirlæknir, Rósa Gunnars- dóttir hjúkrunarfræðingur og Heba Ásgrímsdótt- ir ljósmóðir voru fyrstu starfsmenn krabbameins- leitarinnar á Akureyri og starfa þær Rósa og Heba enn við leitina hér á Akureyri, en Bjarni Rafnar hætti hér störfum árið 1989, er hann flutt- ist suður til Reykjavíkur og starfar hann nú við krabbameinsleitina í Skógarhlíð þrjá daga í viku. Bjarni, Rósa og Heba eru því með elstu starfs- mönnum krabbameinsfélagsins. Þegar leitarstarfið hófst á Akureyri var Jóhann Þorkelsson héraðslæknir formaður Krabba- meinsfélags Akureyrar, en hann hafði þá verið formaður félagsins allt frá stofnun þess 21. nóv- ember 1952. Rósa Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur var gjaldkeri og Jónas Thordarson endur- skoðandi og báru þau uppi hitann og þungann af rekstri leitarinnar fyrsta árið. Þóroddur Jónasson héraðslæknir tók svo við formennsku í félaginu af Jóhanni Þorkelssyni árið 1970 og eftir það sá hann ásamt Jónasi Thordarsyni um rekstur leitarinnar allt þar til Heilsuverndarstöðin á Akureyri tók við rekstrinum sumarið 1979 og má raunar segja, að Jónas Thordarson sem þá var reikningshaldari fyrir félagið, hafi verið raunverulegur fram- kvæmdastjóri leitarinnar. Þóroddur Jónasson lét af formennsku í félaginu 1979 og við tók Guðný Pálsdóttir húsfrú á Akureyri. Leitarstarfið fór vel af stað á Akureyri og voru skoðaðar 709 konur á þeim fjórum mánuðum, sem stöðin starfaði fyrsta árið og svaraði það til 68% þeirra kvenna, sem kallaðar voru til skoðun- ar. Fyrsta heila árið sem leitin starfaði á Akureyri var gert stór átak við leitina og skoðaðar alls 1334 konur, en það varð svo til þess, að aðsóknin dróst saman næstu tvö árin. Eftir það hélst mætingin í leitina nokkuð jöfn og voru að jafnaði skoðaðar 800 - 900 konur árlega allt fram til ársins 1982, er annar kvensjúkdómalæknir var ráðinn til starfa á Akureyri, en þá var gert stórátak við leitina og tók mætingin kipp og voru það árið skoðaðar 1315 konur á Akureyri. Næstu fimm árin var aukið við þjónustuna og farið til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og voru þá að jafnaði skoðaðar 1400-1600 konur árlega. Höfundur er sérfræðingur í kvenlækningum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.