Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Page 64
64 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Jónas Franklín Krabbameinsleit á Akureyri í aldarfjórðung Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands, nefnd Leitarstöð B var formlega opnuð 29. júní 1964 í húsi félagsins við Suðurgötu í Reykjavík. Var þar með hafin reglubundin leit á íslandi að krabba- meini í leghálsi og forstigum þess. Áður hafði félagið rekið Leitarstöð A frá árinu 1957 í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg, en þar var fólk án sjúkdómseinkenna skoðað í þeim tilgangi, að leita að krabbameini. Rekstri Leitarstöðvar A var formlega hætt í árslok 1972. Leit að brjósta- krabbameini hjá konum sem komu í leghálsskoð- un í Leitarstöð B hófst svo árið 1973. Skipulögð krabbameinsleit á Akureyri hófst 18. ágúst 1969 og veitti Bjarni Rafnar yfirlæknir henni forstöðu. Krabbameinsfélag Akureyrar annaðist rekstur leitarinnar á Akureyri fyrstu árin, allt þar til Heilsuverndarstöð Akureyrar tók við rekstrin- um á miðju ári 1979. Heilsugæslustöðin á Akur- eyri yfirtók svo reksturinn 1. janúar 1985. I fyrstu fór krabbameinsleitin á Akureyri fram í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar, en á haust- mánuðum 1974 var leitin flutt í Hafnarstræti 95, fjórðu hæð, í hið nýja húsnæði Kaupfélags Eyfirð- inga. Krabbameinsfélag Akureyrar barðist þá í bökkum við að halda rekstri leitarstöðvarinnar gangandi og fékk þá þennan stuðning frá FSA, er hafði tekið framangreinda húseign á leigu. Sök- um rekstrarerfiðleika krabbameinsfélagsins var félagið aldrei krafið endurgjalds fyrir leigu, raf- magn né ræstingu á húsnæðinu, þau ár sem leitin var rekin á vegum félagsins í húsnæði kaupfélags- ins. Vegna þessara rekstrarörðugleika var Heilsu- verndarstöð Akureyrar fengin til að taka við rekstrinum á miðju ári 1979. Gengu þá ofangreind leigukjör í erfðir það er að segja leitarstöðin fékk að halda áfram starfsemi sinni í ofangreindu hús- næði endurgjaldslaust. Heilsugæslustöðin á Akureyri tók svo við rekstrinum 1. janúar 1985 eins og fyrr greinir og fluttist krabbameinsleitin í húsnæði hennar 1. júní 1985. Bjarni Rafnar yfirlæknir, Rósa Gunnars- dóttir hjúkrunarfræðingur og Heba Ásgrímsdótt- ir ljósmóðir voru fyrstu starfsmenn krabbameins- leitarinnar á Akureyri og starfa þær Rósa og Heba enn við leitina hér á Akureyri, en Bjarni Rafnar hætti hér störfum árið 1989, er hann flutt- ist suður til Reykjavíkur og starfar hann nú við krabbameinsleitina í Skógarhlíð þrjá daga í viku. Bjarni, Rósa og Heba eru því með elstu starfs- mönnum krabbameinsfélagsins. Þegar leitarstarfið hófst á Akureyri var Jóhann Þorkelsson héraðslæknir formaður Krabba- meinsfélags Akureyrar, en hann hafði þá verið formaður félagsins allt frá stofnun þess 21. nóv- ember 1952. Rósa Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur var gjaldkeri og Jónas Thordarson endur- skoðandi og báru þau uppi hitann og þungann af rekstri leitarinnar fyrsta árið. Þóroddur Jónasson héraðslæknir tók svo við formennsku í félaginu af Jóhanni Þorkelssyni árið 1970 og eftir það sá hann ásamt Jónasi Thordarsyni um rekstur leitarinnar allt þar til Heilsuverndarstöðin á Akureyri tók við rekstrinum sumarið 1979 og má raunar segja, að Jónas Thordarson sem þá var reikningshaldari fyrir félagið, hafi verið raunverulegur fram- kvæmdastjóri leitarinnar. Þóroddur Jónasson lét af formennsku í félaginu 1979 og við tók Guðný Pálsdóttir húsfrú á Akureyri. Leitarstarfið fór vel af stað á Akureyri og voru skoðaðar 709 konur á þeim fjórum mánuðum, sem stöðin starfaði fyrsta árið og svaraði það til 68% þeirra kvenna, sem kallaðar voru til skoðun- ar. Fyrsta heila árið sem leitin starfaði á Akureyri var gert stór átak við leitina og skoðaðar alls 1334 konur, en það varð svo til þess, að aðsóknin dróst saman næstu tvö árin. Eftir það hélst mætingin í leitina nokkuð jöfn og voru að jafnaði skoðaðar 800 - 900 konur árlega allt fram til ársins 1982, er annar kvensjúkdómalæknir var ráðinn til starfa á Akureyri, en þá var gert stórátak við leitina og tók mætingin kipp og voru það árið skoðaðar 1315 konur á Akureyri. Næstu fimm árin var aukið við þjónustuna og farið til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og voru þá að jafnaði skoðaðar 1400-1600 konur árlega. Höfundur er sérfræðingur í kvenlækningum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.