Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 12
12 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Ólafur Sigurðsson Saga Læknafélass Akureyrar 1934-1994 Forsaga Það má heita tilhlýðilegt þegar fjallað er um sögu Læknafélags Akureyrar að geta þess sem fram fór í læknamálum hér á þessu svæði á undan stofnun félagsins, og verður þá farið nokkuð langt aftur í tímann. Fyrsti læknirinn, sem gegndi læknisstörfum í Norðlendingafjórðungi hét Magnús Guðmunds- son frá Stóra Holti í Dölum vestur, lifði frá 1738- 1786 og hafði að baki þriggja ára nám og próf frá Bjarna Pálssyni, landlækni. Hann var fjórðungs- læknir hér 1765-1775. Sat fyrst í Arnarnesi í Eyja- firði, síðan á Ökrum og síðast Úlfsstöðum í Skagafirði. Næsti læknir á sama svæði var Jón Pétursson frá Hofsá í Svarfaðardal. Hann lifði frá 1733-1801, var við nám hjá Bjarna Pálssyni í eitt ár og við læknanám í Kaupmannahöfn í fjögur ár en lauk ekki læknaprófi. Var fjórðungslæknir í Norðlend- ingafjórðungi 1775-1801 og sat í Viðvík í Skaga- firði. Þriðji læknirinn á þessu svæði var Ari Arason, fæddur að Tjörn í Svarfaðardal, uppi 1763-1840, hafði að baki læknanám í fimm ár og próf frá Jóni Sveinssyni landlækni. Hann var fjórðungslæknir í Norðlendingafjórðungi 1801-1820, sat fyrst á Víðivöllum, síðan á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði. Jörgen Wichmann Hoffmann var Dani, sem lifði frá 1774-1836. Hann hafði examen chirur- gicum frá Kaupmannahöfn, var læknir í Norð- lendingafjórðungi 1820-1831, sat á Akureyri, fyrsti læknirinn sem var búsettur hér. Eggert Johnsen frá Melum í Hrútafirði, uppi 1798 til 1855, hafði examen chirurgicum frá Kaup- mannahöfn. Hann var fjórðungslæknir í Norð- lendingafjórðungi 1832-1855 og sat á Akureyri, lét byggja húsið Aðalstræti 14, síðar fyrsta spítala- húsið á Akureyri, nú verðandi læknisfræðilegt minjasafn, og bjó hann þar. Jón Finsen var Finnungur, sonarsonur Hannes- ar Finnssonar biskups, föðurbróðir Níels R. Fin- sens, Nóbelsverðlaunahafa 1903 í læknisfræði. Hann lifði frá 1826-1885, hafði cand. med. próf Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum. frá Hafnarháskóla, var héraðslæknir í austurhér- aði norðuramtsins 1856-1866. Hann var ekki ýkja mikill námsmaður en sýnist hafa verið athugull og glöggskyggn í starfi sínu. Telur Vilmundur Jóns- son, að hans verði minnst fyrir framlag hans til aukins skilnings á sullaveiki og að hann var fyrstur íslenskra lækna til að tileinka sér anda og kraft vísindalegrar læknisfræði. Hann brenndi alls 43 sjúklinga til holsulla. Hann hóf svæfingar fyrstur lækna á íslandi. Finsen observeraði fyrstur lækna í veröldinni pleurodynia epidemica, það er hvot- sótt, árið 1856, segir í handbók Cecil og Loeb, níundu útgáfu, árið 1955. Sagt var. að hann hefði hrakist héðan undan ofríki þáverandi amtmanns, Péturs Havstein, föður Hannesar ráðherra og skálds. Eftir það gegndi Finsen læknisstörfum í Danmörku. Ólafur Thorarensen lifði frá 1786-1870. hafði examen medicum próf frá Kaupmannahöfn, var staðgengill Jóns Finsens 1866-1867, tók aldrei við embætti en stundaði lækningar í Eyjafirði,„/e7sér drœmt um að fást við lœknisstörf‘ segir Vilmundur um hann. Sat lengst af á Hofi íHörgárdal, lét reisa timburhús það sem þar stendur enn. Edvald Johnsen, fæddur á Húsavík, uppi 1838- 1893, cand. med. frá Kaupmannahöfn. Læknir hér 1867-1868, sat á Akureyri og var lengst af læknir í Danmörku. Þórður Tómasson Sæmundssonar, Fjölnis- manns, uppi 1837-1873. hafði cand. med. próf frá Kaupmannahöfn, varhéraðslæknir í austurhéraði norðuramtsins 1868-1873, sat á Akureyri og dó þar. Árið 1873 var bænum gefið sjúkrahús. Var það læknishúsið. Aðalstræti 14. Gefandinn var dansk- ur íslandskaupmaður, verslunareigandi á Akur- eyri en búsettur í Kaupmannahöfn. Frederik Carl Magnus Jóhannsson Gudmann, dáinn 1879. Lét hann fylgja gjafabréf dagsett 11. nóvember 1873. Hafði hann keypt húsið fyrir 1750 ríkisdali en bætti við kaupverðið svo mikilli upphæð í áhöld- um. búnaði og átta rúmstæðum, að gjöfin var talin 5000 ríkisdala virði. Síðar, árið 1882, var bætt við gjöfina 5000 ríkisdölum og var Auðbrekkutorfan í Hörgárdal keypt fyrir þá upphæð handa spítalan- um. Aðsókn að sjúkrahúsinu í tíð næsta læknis á Akureyri var alltaf mjög lítil, að jafnaði um 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.