Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 23 Inga Björnsdóttir, eina konan sem átt hefur sæti í stjórn LA. Myndin er tekin á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. næstu árum var svo unnið að því að reisa og innrétta þjónustubyggingu og tengiálmu sjúkra- hússins. A efri hæð þjónustubyggingarinnar voru fullgerðar skurðstofur og gjörgæsludeild, augn- og eyrnadeild. á neðri hæð hennar skrifstofur for- stjóra og alllöngu seinna göngudeild, bráða- og slysamóttaka og röntgendeild og í kjallara lyfja- búr, geymsla og fataherbergi. A efri hæð tengi- álmunnar voru innréttaðar kennslu- og fundar- stofa, bókasafn og skrifstofur hjúkrunarforstjóra, á neðri hæð hennar geðdeild, í kjallara hennar húsrými fyrir tæknideild, meinafræði og mein- efnafræði. Á röntgendeild fengust ómskoðunar- og tölvusneiðmyndatæki. Á annarri hæð eldra sjúkrahússins var innréttuð bæklunardeild. þar varð yfirlæknir Halldór Baldursson, en á gjör- gæsludeild Sigurður Kr. Pétursson. Yfirlæknir við meinafræðideild er Porgeir Þorgeirsson og yfir- læknir við rannsóknadeild er Vigfús Þorsteins- son. Innspeglanir á meltingarfærum annaðist frá 1979 Nicholas J. Cariglia sérfræðingur í melting- arsjúkdómum. á maga Gauti Arnþórsson 1971- 1979. Magnús Ásmundsson var sérfræðingur á lyflækningadeitd 1964-1982. í heimilislækningum hafði fram til 1973, eins og fyrr segir. hver og einn læknir annast móttöku sjúklinga sinna í íveru út af fyrir sig en það ár fluttu þeir sjö læknar, sem þá stunduðu heimilis- læknisstörf í sameiginlegt húsnæði í Amarohús- inu, Hafnarstræti 99, og var sú stofnun kölluð Læknamiðstöðin. Þá stunduðu þrír læknanna ein- vörðungu heimilislækningar en fjórir í hlutastarfi. Árið 1985 voru heimilislækningar og heilsuvernd- arþjónusta sameinuð og heitir síðan Heilsugæslu- stöð. Þá hættu læknar í hlutastörfum vinnu þar en stöðuheimildum fjölgaði og eru nú orðnar 11 þar. Flestir læknanna eru nú viðurkenndir sérfræð- ingar í heimilislækningum. Húsnæði hefur stækk- að mjög og aðstoðarliði fjölgað. Á fyrra helmingi þessa 60 ára tímabils fjölgaði læknum yfirleitt hægt hér í bænum. Fyrir 40 árum, þegar flutt var í þáverandi nýbyggingu á Eyrar- landstúni, voru sjúkrahúslæknar, sem áður segir, fimm talsins auk augnlæknis, en hafa meira en sjöfaldast frá þeim tímamótum. Jafnhliða hefur því fólki fjölgað mjög, sem starfar við hjúkrun, röntgen, meinefna- og meinafræði og á tækni- deild og við sjúkraþjálfun. Á þessum tíma hefur, sem kunnugt er, heilsu- far almennings farið batnandi, berklatilfellum farið mjög fækkandi, ungbarnadauði minnkað og meðalaldur fólks hækkað. Svo sem kunnugt er mun ísland vera ein þeirra þjóða, sem hafa hæst- an meðalaldur á jörðunni. Koma þar til góð lífs- kjör, góð læknisþjónusta, kunnátta lækna og að- stæður þeirra til að notfæra sér læknavísindi og tækni, batnandi fæði og næring fólks, minnkandi erfiði og slitvinna yfirleitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.