Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 23 Inga Björnsdóttir, eina konan sem átt hefur sæti í stjórn LA. Myndin er tekin á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. næstu árum var svo unnið að því að reisa og innrétta þjónustubyggingu og tengiálmu sjúkra- hússins. A efri hæð þjónustubyggingarinnar voru fullgerðar skurðstofur og gjörgæsludeild, augn- og eyrnadeild. á neðri hæð hennar skrifstofur for- stjóra og alllöngu seinna göngudeild, bráða- og slysamóttaka og röntgendeild og í kjallara lyfja- búr, geymsla og fataherbergi. A efri hæð tengi- álmunnar voru innréttaðar kennslu- og fundar- stofa, bókasafn og skrifstofur hjúkrunarforstjóra, á neðri hæð hennar geðdeild, í kjallara hennar húsrými fyrir tæknideild, meinafræði og mein- efnafræði. Á röntgendeild fengust ómskoðunar- og tölvusneiðmyndatæki. Á annarri hæð eldra sjúkrahússins var innréttuð bæklunardeild. þar varð yfirlæknir Halldór Baldursson, en á gjör- gæsludeild Sigurður Kr. Pétursson. Yfirlæknir við meinafræðideild er Porgeir Þorgeirsson og yfir- læknir við rannsóknadeild er Vigfús Þorsteins- son. Innspeglanir á meltingarfærum annaðist frá 1979 Nicholas J. Cariglia sérfræðingur í melting- arsjúkdómum. á maga Gauti Arnþórsson 1971- 1979. Magnús Ásmundsson var sérfræðingur á lyflækningadeitd 1964-1982. í heimilislækningum hafði fram til 1973, eins og fyrr segir. hver og einn læknir annast móttöku sjúklinga sinna í íveru út af fyrir sig en það ár fluttu þeir sjö læknar, sem þá stunduðu heimilis- læknisstörf í sameiginlegt húsnæði í Amarohús- inu, Hafnarstræti 99, og var sú stofnun kölluð Læknamiðstöðin. Þá stunduðu þrír læknanna ein- vörðungu heimilislækningar en fjórir í hlutastarfi. Árið 1985 voru heimilislækningar og heilsuvernd- arþjónusta sameinuð og heitir síðan Heilsugæslu- stöð. Þá hættu læknar í hlutastörfum vinnu þar en stöðuheimildum fjölgaði og eru nú orðnar 11 þar. Flestir læknanna eru nú viðurkenndir sérfræð- ingar í heimilislækningum. Húsnæði hefur stækk- að mjög og aðstoðarliði fjölgað. Á fyrra helmingi þessa 60 ára tímabils fjölgaði læknum yfirleitt hægt hér í bænum. Fyrir 40 árum, þegar flutt var í þáverandi nýbyggingu á Eyrar- landstúni, voru sjúkrahúslæknar, sem áður segir, fimm talsins auk augnlæknis, en hafa meira en sjöfaldast frá þeim tímamótum. Jafnhliða hefur því fólki fjölgað mjög, sem starfar við hjúkrun, röntgen, meinefna- og meinafræði og á tækni- deild og við sjúkraþjálfun. Á þessum tíma hefur, sem kunnugt er, heilsu- far almennings farið batnandi, berklatilfellum farið mjög fækkandi, ungbarnadauði minnkað og meðalaldur fólks hækkað. Svo sem kunnugt er mun ísland vera ein þeirra þjóða, sem hafa hæst- an meðalaldur á jörðunni. Koma þar til góð lífs- kjör, góð læknisþjónusta, kunnátta lækna og að- stæður þeirra til að notfæra sér læknavísindi og tækni, batnandi fæði og næring fólks, minnkandi erfiði og slitvinna yfirleitt.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.